Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 34
34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað K lemens fæddist á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Jón Borgfirðingur, síð- ar lögregluþjónn og fræðimaður í Reykjavík, og k.h., Anna Guðrún Eiríks- dóttir, b. á Vöglum í Eyjafirði Sigurðssonar, b. í Engey Jó- hannssonar, bróður Torfa í Ána- naustum, langafa Katrínar, ömmu Birgis Þorgilssonar, fyrrv. ferðamála- stjóra sem nú er nýlátinn, og langafa Ingibjargar, ömmu Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns, föður Rannveigar Rist forstjóra. Bróðir Klemensar var Finnur prófessor. Meðal barna Klemensar voru Agn- ar Klemens ráðuneytisstjóri, og Anna, kona Tryggva Þórhallssonar for- sætisráðherra, og móðir Klemens- ar hagstofustjóra; Þórhalls, banka- stjóra Búnaðarbankans; Agnars, framkvæmdastjóra hjá SÍS; Björns, að- stoðarbankastjóra Seðlabankans; Val- gerðar, og Önnu Guðrúnar. Klemens tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í Reykjavík 1883 og embætt- ispróf í lögfræði frá Hafnarháskóla 1888. Klemens var aðstoðar- maður í íslensku stjórnar- deildinni í Kaupmanna- höfn 1889–91 og varð síðan sýslumaður i Eyja- fjarðarsýslu og bæjar- fógeti á Akureyri á ár- unum 1891–1904. Hann var settur amtmaður í Norður- og Austuramtinu 1894 og var landritari á ár- unum 1904–17 er embættið var lagt niður. Klemens var þingmaður tveggja flokka, Heimastjórnarflokksins og síðar Framsóknarflokksins. Hann var forseti neðri deildar 1901–03 og um- boðsmaður ráðherra á Alþingi 1907, 1909, 1913 og 1914. Klemens var skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra og 1922 og 1923 var hann jafnframt skipað- ur fjármálaráðherra í stað Magnúsar Jónssonar. Klemens átti auk þess sæti í ýms- um nefndum, ráðum og stjórnum. Má þar nefna orðunefnd, bæjar- stjórn Reykjavíkur og bankaráð Ís- landsbanka. Fyrri eiginkona hans var Þorbjörg Stefánsdóttir en seinni kona hans Anna María Jónsdóttir. Þ orsteinn fæddist að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, sonur hjónanna Óskars Thoraren- sen, bónda og síðar for- stjóra BSR í Reykjavík, og k.h., Ingunnar Eggertsdótt- ur Thorarensen. Meðal systk- ina Þorsteins má nefna Eggert, forstjóra á BSR; Guðrúnu, lengi starfsmann borgarfógeta; Skúla lög- fræðing og fulltrúa bæjarfógeta í Hafnarfirði; Odd, pr. á Hofsósi; Sól- veigu menntaskólakennara, og Ástu Guðrúnu, sem var lengi starfsmaður tollstjórans í Reykjavík. Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1952. Þorsteinn var blaðamaður á Morg- unblaðinu á árunum 1947–61, var fréttastjóri á dagblaðinu Vísi 1961– 66, var auk þess fréttaritari Reuters fréttastofunnar 1951–86 og kom þá sjónarmiðum Íslendinga á framfæri á alþjóðavettvangi í þorskastríðunum með eftirminnilegum hætti. Þorsteinn stofnaði Fjölvaútgáfuna árið 1966 er hann hætti á Vísi. Hann hélt þó áfram að skrifa sínar frægu föstudagsgreinar í Vísi en þær voru á áttunda áratugnum, einhver vinsælustu og nafn- kunnustu blaðaskrif hér á landi. Þorsteinn var afkasta- mikill rithöfundur og þýð- andi og lagði auk þess drjúgan skerf til íslenskrar sagnfræði eins og best sést á ritum hans um íslenska stjórnmálasögu í lok nítjándu aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu. Þá gaf hann m.a. út veraldarsögu í tutt- ugu binda ritröð. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vig- ur, fyrrverandi alþm. og mennta- skólakennari, systir Baldurs heitins Bjarnasonar sem var hreppstjóri og oddviti í Vigur við Ísafjarðardjúp, og systir Sigurðar Bjarnasonar, fyrrv. alþm., Morgunblaðsritstjóra og sendiherra. Börn Þorsteins og Sig- urlaugar eru þrjú: Ingunn, Björn, og Björg sem er prófessor í lögum við Háskóla Íslands. T orfhildur fæddist í Aspar- vík í Strandasýslu. Hún lést á hundraðasta og áttunda aldursári og hafði þá um nokkurt skeið verið elst Ís- lendinga. Einungis sex Íslendingar hafa náð hærri aldri en Torfhildur, allt konur. Hins vegar er ekki vitað um neina Vestfirðinga sem náð hafa hærri aldri en hún. Torfhildur ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði en hún var kornung er hún missti föður sinn. Eftir ferm- ingu var hún í vinnumennsku í Reyk- hólasveit í Austur-Barðastrandasýslu og síðar í vist og vinnumennsku víðar á Vestfjörðum. Hún flutti til Ísa- fjarðar á þriðja áratugnum þar sem hún giftist og var síðan húsmóðir þar. Torfhildur og eiginmaður hennar bjuggu lengst af á Bökkunum á Ísa- firði, í næsta nágrenni við fjöruna og bryggjulífið. Torfhildur var saumadama á Klæðskeraverkstæði Einars og Krist- jáns á Ísafirði um skeið. Hún var síð- an í fiskvinnslu og vann við rækju- vinnslu á Ísafirði í fjölda ára, auk þess sem hún sinnti heimilisstörfum á stóru heimili. Torfhildur var líkamlega hraust og virk fram á þetta ár. Hún hafði fótavist og gekk um ganga stofnun- arinnar daglega. Hún var alla tíð vön að hreyfa sig mikið, gekk daglega um gamla bæinn á Ísafirði þó hún væri orðin meira en hundrað ára, og tók þátt í Kvennahlaupinu þar árið 2008 er hún var hundrað og fjögurra ára. Hún var búsett á Hlíf, dvalarheimli aldraðra á Ísafirði, í nokkur ár en hafði dvalist á öldrunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði að und- anförnu. Hún mjaðmagrindarbrotn- aði viku fyrir andlátið, var þá flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem beinin voru spengd, og fór síðan aft- ur vestur á Ísafjörð Fjölskylda Torfhildur giftist 1.10. 1930 Einari Jóni Jóelssyni, f. 4.7. 1902, d. 13.5. 1981, sjómanni og verkamanni á Ísa- firði. Hann var sonur Jóns Jóels Ein- arssonar og Kristínar Jónu Aradóttur. Börn Torfhildar og Einars: Krist- ín Einarsdóttir, f. 26.1. 1933, hús- móðir í Njarðvíkum, gift Eiði Reyni Vilhelmssyni; Jónína Guðrún Einars- dóttir, f. 10.10. 1938, d. 21.12. 1939; Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, vinnuvélstjóri í Keflavík, var kvæntur Sólveigu Sig- urbjörgu Jónu Þórðardóttur; Sigur- björn Sævar Einarsson, f. 13.1. 1942, verkamaður á Ísafirði, var kvæntur Bjarneyju Grétu Sigurðardóttur en þau skildu; Torfi Einarsson, f. 7.12. 1949, útibússtjóri Sjóvár-Almennra á Vestfjörðum, var kvæntur Elísabetu Jóhannsdóttur sem er látin en seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Systkini Torfhildar urðu tíu talsins en þau eru öll látin. Hálfbróðir Torfhildar, samfeðra, var Guðmundur á Drangsnesi. Alsystkini Torfhildar sem upp komust voru Ásgeir, sjómaður í Reykjavík; Loftur, á Hafnarhólmi; Þórdís, húsfreyja í Keflavík; Eymund- ur, vélstjóri á Ísafirði; Guðbjörg og Kristbjörg, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Torfhildar voru Torfi Björnsson, f. 5.7. 1854, d. 18.2. 1905, bóndi í Asparvík á Ströndum, og k.h., Anna Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 19.6. 1863, d. 13.11. 1949, húsfreyja. Ætt Torfi var sonur Björns, b. í Hlíð í Kollafirði Jónssonar, b. í Heiðarbæ Jónssonar. Móðir Björns var Guð- ríður Guðmundsdóttir. Móðir Torfa var Þórdís Guð- mundsdóttir, b. á Kleifum á Sel- strönd Einarssonar, dbrm. í Kolla- fjarðarnesi, bróður Ragnheiðar, langömmu Snorra skálds, Ásgeirs skólastjóra og Torfa, tollstjóra og ríkissáttasemjara Hjartarsona, en meðal barna Torfa eru Hjörtur, fyrrv. hæstaréttardómari og Ragn- heiður, fyrrv. rektor Menntaskólans í Reykjavík. Meðal bræðra Einars í Kollafjarðarnesi voru Ásgeir, alþm. á Þingeyrum, Torfi, alþm. á Kleifum, og Magnús, vþm. í Klift, afi Hjálmars Finnssonar, fyrrv. forstjóra Áburðar- verksmiðju ríkisins, og Gunnlaugs Finnssonar, alþm. og kennara í Hvilft. Einar var sonur Jóns, b. í Mið- dalsgröf í Steingrímsfirði Brynjólfs- sonar, á Heydalsá Guðmundsson- ar, af ætt Einars, prófasts og skálds í Heydölum. Móðir Guðmundar á Kleifum var Þórdís Guðmunds- dóttir, systir Guðrúnar, langömmu Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara. Móðir Þórdísar var Anna Einarsdóttir, er síðar varð kona Torfa á Kleifum. Anna Bjarnveig var dóttir Bjarna, b. í Klúku í Bjarnarfirði Sigfússonar, f. á Skarði í Bjarnarfirði Guðmunds- sonar. Móðir Bjarna var Agata Jóns- dóttir. Móðir Önnu Bjarnveigar var Sig- ríður Björnsdóttir. M argrét fæddist á Núps- stað í Vestur-Skaftafells- sýslu og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík á hundr- aðasta og áttunda aldurs- ári. Margrét var næstelst Íslendinga er hún lést en aðeins sjö Íslendingar hafa náð hærri aldri en Margrét. Margrét flutti til Reykjavíkur 1921 og lærði þar fatasaum. Í Reykjavík var hún fyrst búsett á Þórsgötunni en hún og eiginmaður hennar byggðu sér hús í Kleppsholtinu, að Lang- holtsvegi 15, árið 1941. Þar var síðan heimili Margrétar og þar bjó hún ein síðustu þrjátíu og fimm árin. Margrét starfaði við fiskvinnslu í Reykjavík um skeið og stundaði versl- unarstörf skamma hríð en lengst af sinnti hún húsmóðurstörfum. Hún var mikil hannyrðakona, var ljóðelsk og hafði áhuga á garðyrkju. Fjölskylda Margrét giftist 20.9. 1930 Samúel Kristjánssyni, f. 8.10. 1899, d. 26.7. 1965, sjómanni. Hann var sonur Kristjáns Péturssonar, sjómanns í Grunnavík og á Ísafirði, og Stefaníu Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Margrétar og Samúels: Hanna Þóranna Samúelsdóttir, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, húsmóðir, var búsett í Borgarnesi, var gift Hauki Gíslasyni sem einnig er látinn en hún átti fjögur börn með fyrri manni sín- um, Hreggviði Guðgeirssyni; Jón Val- ur Samúelsson, f. 21.8. 1933, búsettur í Kópavogi, kvæntur Lovísu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjá syni; Elsa Samúelsdóttir, f. 23.11. 1935, búsett í Garðabæ og á hún þrjú börn með fyrrv. manni sínum, Hreini Árna- syni; Auður Helga Samúelsdóttir, f. 21.12. 1941, d. 15.1. 1993, var búsett í Hafnarfirði, var gift Sverri Lúthers og eignuðust þau sex börn; Margrét Samúelsdóttir, f. 11.3. 1944, búsett í Kópavogi, gift Sveini Sveinleifssyni og eignuðust þau þrjá syni en tveir þeirra eru á lífi. Systkini Margrétar: Dagbjört Hannesdóttir, f. 29.10. 1905, d. 7.4. 1998, var búsett á Bíldudal; Eyjólf- ur Hannesson, f. 22.6. 1907, d. 23.6. 2004, var búsettur á Núpsstað; Filipp- us Hannesson, f. 2.12. 1909, d. 23.5. 2010, var búsettur á Núpsstað; Mar- grét Hannesdóttir, f. 23.12. 1910, d. 8.10. 2006, var búsett á Keldunúpi á Síðu og síðan á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannesson, f. 14.11. 1913, búsett- ur í Svíþjóð; Málfríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, d. 5.5. 2002, var búsett í Reykjavík; Sigrún Hannesdóttir, f. 7.1. 1920, d. 1.6. 1982, var búsett á Húsa- vík; Jóna Aðalheiður Hannesdóttir, f. 30.3. 1923, búsett í Reykjavík; Ágústa Þorbjörg Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Margrétar voru Hannes Jónsson, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og k.h., Þór- anna Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Ætt Hannes var sonur Jóns Jónssonar, b. á Núpsstað og Valgerðar Einarsdótt- ur. Hálfsystir Hannesar, samfeðra, var Ásta, amma Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Þóranna var dóttir Þórarins Ólafs- sonar, sem drukknaði í sjómennsku frá Eyrarbakka. Útför Margrétar fór fram frá Foss- vogskirkju 11.8. sl. Torfhildur Torfadóttir Húsmóðir á Ísafirði f. 24.5. 1904 – d. 22.8. 2011 Margrét Hannesdóttir Húsmóðir í Reykjavík f. 15.7. 1904 – d. 3.8. 2011 Klemens Jónsson Alþingismaður og ráðherra f. 27.8. 1862 – d. 20.7. 1930 Þorsteinn Thorarensen Rithöfundur og þýðandi f. 26.8. 1927 – d. 26.10. 2006 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.