Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Side 46
46 | Sport 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Tvöfalt stjörnulið Mancinis B láliðar Manchester- borgar í City hafa far- ið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Milljarðalið Robertos Mancini hefur unnið tvo fyrstu leiki sína sannfærandi, skorað í þeim sjö mörk og virkað afar sterkt. Nú þegar eru spark- spekingar farnir að spá þeim velgengni á tímabilinu, nokk- uð sem kannski er viðbúið í ljósi þess hversu sterkum og rándýrum leikmönnum liðið hefur sankað að sér síðustu ár. Pressan er mikil. Eftir tugmillj- arða fjáraustur í marga eftir- sóttustu leikmenn Evrópu er nú svo komið að Mancini get- ur með góðu móti stillt upp ógnarsterku byrjunarliði, skip- uðu heims klassaleikmönnum í hverri stöðu, og átt annað byrjunarlið til taks, skipað ekki lakari leikmönnum ef mark- mannsstaðan er undanskilin. Leikmannahópur City er ekki aðeins rándýr og vel mannaður hann er einnig afar stór. Ljóst er að einhver stór nöfn verða skilin eftir úti í kuldanum þegar kemur að því að Mancini þurfi að skera niður og skila inn 25 manna leikmannahópi sínum á næst- unni. Leikmenn sem eiga sér enga framtíð hjá liðinu, á borð við Emmanuel Adebayor og Craig Bellamy, eru líklegir til að finna sér ný lið á næst- unni ef marka má slúður síð- ustu daga. Áætlað markaðs- virði hópsins sem Mancini hefur úr að moða nú er um 410 milljónir punda, sem gera ríflega 76 milljarða íslenskra króna. Það má spila fótbolta fyrir svoleiðis upphæðir, en krafan er líka hvellskýr. Að allar þessar stjörnur skili ár- angri á vellinum og bikurum í hús í lok tímabils. Ætla má að leikmannahópurinn sé full- skipaður nú eftir að City festi kaup á franska miðjumann- inum Samir Nasri frá Arsenal í vikunni. Lúxusvandamál Mancinis er nú að koma öll- um þessum leikmönnum fyr- ir því hann er ekki undanskil- inn þeirri reglu að mega bara tefla fram 11 leikmönnum á vellinum í einu frekar en aðrir stjórar. Það var ekki dónalegt fyrir stjórann ítalska að geta stillt upp sterku liði milljarða- stjarna gegn Bolton í síðustu viku. Leikmenn á borð við Carlos Tevez, Mario Balotelli, Gael Clichy, Nigel de Jong og Adam Johnson máttu ýmist sætta sig við að sitja á bekkn- um eða vera ekki einu sinni Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fótbolti Alexsandar Kolarov James Milner Joe Hart Vincent Kompany Yaya Toure Edin Dzeko Joleon Lescott Gareth Barry Sergio Aguero Micah Richards David Silva Byrjunarliðið gegn Bolton 21. ágúst „Varaliðið“ Pablo Zabaleta Shaun Wright-Phillips Stuart Taylor Stefan Savic Nigel de Jong Mario Balotelli Kolo Toure Samir Nasri Carlos Tevez Gael Clichy Adam Johnson valdir í hópinn. DV ákvað að athuga hvort ekki væri hægt að stilla upp tveimur samkeppn- ishæfum liðum úr leikmanna- hópi Manchester City. Það var lítið mál eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. n Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur keypt fjölmargar stórstjörnur dýrum dómum n Gæti auðveldlega teflt fram tveimur byrjunarliðum Þessir komast ekki að Wayne BridgeEmmanuel Adebayor Roque Santa Cruz Craig Bellamy Leikir helgarinnar Enska úrvalsdeildin 27. ágúst 11.05 Aston Villa – Wolves 11.30 Wigan – QPR 14.00 Blackburn - Everton 14.00 Chelsea – Norwich 14.00 Swansea – Sunderland 16.30 Liverpool – Bolton 28. ágúst 12.00 Newcastle – Fulham 12.30 Tottenham – Man City 14.00 West Brom – Stoke City 15.00 Man Utd - Arsenal Aftur til starfa á Spáni Leikmenn spænsku La Liga- deildarinnar snúa aftur til starfa á laugardag eftir viku- langt verkfall. Á fimmtudag lýstu samtök leikmanna því yfir að ásættanlegt samkomulag hefði náðst við forráðamenn La Liga um tryggingasjóð vegna launa leikmanna fari svo að félög fari í þrot. Samtök leik- manna segja félög á Spáni skulda yfir 200 leikmönnum rúmlega 50 milljónir evra í ógreidd laun. Fyrsta umferð, sem frestað var, verður leikin eftir jól en önnur umferð hefst á laugardag samkvæmt áætlun. Riðlarnir klárir Dregið var í riðla Meistara- deildar Evrópu á fimmtudag og er að venju von á áhugaverðum viðureignum. Nokkrir riðlanna gera tilkall til titilsins „dauða- riðillinn“ alræmdi. Manches- ter City bíður erfitt verkefni í A-riðil þar sem enska liðið mætir Bayern Munich, Villar- real og Napoli. Grannar þeirra í Manchester United sluppu vel í C-riðli og mæta Benfica, Basle og Otelul Galati. D-rið- ill er athyglisverður þar sem Real Madrid, Lyon og Ajax eru saman og ljóst að Kolbeinn Sig- þórsson og félagar í Ajax munu standa í ströngu. Evrópumeist- arar Barcelona drógust í riðil með AC Milan. Chelsea mætir meðal annars Valencia og Ba- yer Leverkusen á meðan Arse- nal bíður erfitt verkefni í riðli með Marseille, Olympiakos og Borussia Dortmund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.