Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Vinkonurnar til varnar Vikan sem nú er að ljúka ein- kenndist heldur betur af dramatík og særðu egói fjöl- miðlakvenna sem hófst á lýsingu Ellýjar Ármanns á væntanlegum sjónvarpsþætti hennar og Tobbu Marinós. Femínistum þótti strax nóg um en Tobba gerði allt vitlaust þegar hún sagðist stolt í út- varpsviðtali hafa fært jafnréttis- baráttuna aftur til ársins 1980. Nú hafa nýjar raddir tekið þátt í umræðunni en bæði Marta María, ritstjóri Smartlands, og Björk Eiðsdóttir blaðamaður hafa skrifað pistla vinkonum sínum til varnar. Eflaust hafa færri áhuga á þessu orðaskaki þeirra en þær grunar enda týp- ískt dæmi um það þegar fjöl- miðlar fá sjálfa sig á heilann. Bryndís skammar Icelandair „Ég get svo svarið það að ég hef engan áhuga á að ferðast nokkurn tímann aftur með Icelandair,“ segir Bryndís Gyða Michelsen fyrirsæta sem hefur verið á ferðalagi um heim- inn. Hún er nýkomin heim og segir frá því á Facebook- síðu sinni að flugfélagið hafi týnt töskunni hennar í þriðja skiptið og að hún sé orðin ansi illa farin eftir barninginn. Í töskunni voru lyf sem Bryndís Gyða tekur að staðaldri og hún fékk hana ekki í hendur fyrr en þremur dögum eftir að hún kom til landsins. Þess utan er taskan stórskemmd og stórt gat á henni. Bryndís Gyða seg- ir einnig frá sms-skilaboðum sem hún fékk frá flugfélaginu og ollu henni vonbrigðum. Í skilaboðunum stóð: „Taskan kom, en var óvart send aftur til köben.“ Hleypur í kringum Mont Blanc n Veðurfréttakonan Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í fjallamaraþoni V eðurfréttakonan og hlaupagarpurinn Elísabet Margeirs- dóttir tók á fimmtu- daginn þátt í ofurfjalla- maraþoninu Ultra-Trail du Mont-Blanc þar sem hlaup- ið er í kringum Mont Blanc sem er hæsta fjalla Alpanna og hæsta fjall í Vestur-Evr- ópu. Þrjár vegalengdir eru í boði í hlaupinu og mun Elísabet hafa reynt við 112 km sem þykir ansi gott. Þeir sem til þekkja segja hlaup- ið eitt það erfiðasta sem er í boði en hækkunin í hlaupinu eru 7.100 metrar. Samkvæmt síðu kapphlaupsins, ultratra- il.mb.com, taka yfir 2.000 hlauparar þátt en hægt er að fylgjast með gangi mála á síð- unni. Heimildir DV herma að Elísabet hafi æft stíft síðustu mánuði fyrir hlaupið en hún tekur þátt ásamt litlum hópi Íslendinga. Það getur ekki hver sem er fengið að taka þátt í Ultra-Trail du Mont- Blanc heldur er aðeins um vana hlaupagarpa að ræða. Þegar blaðið fór í prent var Elísabet búin að hlaupa í átta og hálfan tíma og var þá í 276 sæti sem hlýtur að þykja frá- bær árangur. Þeir allra bestu eru um 20 tíma að klára hlaupið en langflestir hlaup- ararnir koma í mark eftir 30 til 45 klukkutíma. Engir peningar eru í verðlaun fyrir efstu sætin. Hlaupagarpur Samkvæmt heimildum DV er Elísabet búin að æfa stíft í marga mánuði enda ekki hlaupið fyrir hvern sem er.Ultra-Trail du Mont-Blanc Myndin er tekin í keppninni árið 2010 en útsýnið á greinilega ekki eftir að svíkja Elísabetu og félaga. Fær ekki staðist sushi Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son er sem kunnugt er á ströngum en alíslenskum mat- arkúr og bíður eftir að kílóin renni af sér. Ein helsta freisting sælkerans Sigmundar er hins vegar japanskt sushi sem er nú strangt til tekið forboðin fæða. Sigmundi finnst sushi algert sælgæti og getur ekki hugsað sér að sleppa því úr hinu ís- lenska mataræði og samkvæmt nánum aðstandendum stenst hann ekki freistinguna en fær sér bara sashimi. En sashimi- bitar eru einfaldlega hrár fiskur og þá er hráefnið alíslenskt! V ið vorum þarna úti að kynna Okk- ar eigin Osló. Þetta er ein stærsta kvik- myndahátíðin í Skandinavíu,“ segir leikstjór- inn Reynir Lyngdal en hann er nýkominn heim af kvik- myndahátíð í Haugasundi í Noregi. Þar var myndin hans Okkar eigin Osló sýnd ásamt tveimur öðrum íslenskum kvikmyndum, Roklandi eftir Rúnar Rúnarsson og Eldfjalli eftir Martein Þórisson. Svo skemmtilega vill til að eigin- kona Reynis, Elma Lísa Gunn- arsdóttir, leikur í öllum þess- um myndum. „Mér fannst það eiginlega merkilegast. Þessar þrjár íslensku myndir voru valdar inn og Elma leik- ur í þeim öllum. Ég er ofsalega stoltur af henni,“ segir Reynir einlægur. Hann segir Norðmenn hafa verið ánægða með Okk- ar eigin Osló. „Ég held þeir hafi bara tekið ágætlega í þetta. Annars erum við með norskan meðframleiðanda að myndinni þannig við erum í ágætis málum í Nor- egi. Nú bíðum við bara og sjáum hvort hún fari í bíó eða í sjónvarp. Annars var það frekar fyndið að ég kveikti á sjónvarpinu þarna úti og þá var verið að sýna Hamarinn sem ég gerði í norska sjón- varpinu,“ segir hann hlæj- andi. Það er nóg að gera hjá Reyni og margt í pípunum. Meðal annars vinnur hann að skemmtilegu verkefni ásamt Elmu Lísu. „Við feng- um nýlega kvikmyndaréttinn að Fólkinu í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur. Við erum að vinna handrit að því í sam- vinnu við Ólaf Egilsson,“ seg- ir hann. Elma Lísa leikur ein- mitt í leikhúsuppfærslunni af Fólkinu í kjallaranum í Borg- arleikhúsinu þar sem það verður tekið aftur til sýninga í haust, annað leikárið í röð. En þetta er ekki eina verk- efnið sem Reynir vinnur að. „Ég er að vinna ásamt Pega- sus að handriti upp úr bók- inni Garðinum eftir Gerði Kristnýju. Kristófer Dig- nus skrifar handritið. Þetta verður svona unglingahroll- vekja eða draugasaga ef svo má segja. Það er fjármögn- un í gangi núna og við von- umst til að komast í þetta sem fyrst. Ég held þetta verði mjög skemmtileg mynd fyrir unglinga og fullorðna líka.“ viktoria@dv.is Ofsalega stOltur af elmu lísu Stoltur af Elmu sinni Reynir var ánægður með eiginkonu sína en hún leikur í öllum íslensku myndunum sem sýndar voru á hátíðinni. Mörg járn í eldinum Það er nóg af verk- efnum framundan hjá Reyni og má þar nefna kvikmynd eftir bókinni Fólkinu í kjallaranum og unglingahrollvekju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.