Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Side 10
ástæða „til að ætla að hann sé að ljúga“ 10 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað Iceland hangikjötið best í ár n Kjarnafæði framleiðir kjötið fyrir verslunina V ið erum afskaplega ánægðir með þessa viðurkenningu,“ segir Ólafur Már Sigurðs- son, sölustjóri Kjarnafæðis, en fyrir tækið framleiðir Iceland hangikjötið. Hangikjötið fékk hæstu einkunn í árlegri hangikjötssmökkun DV með 8,7 í meðaleinkunn. Ólafur segir viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. „Þetta er virkilega gott framtak og gaman að vera með. Svo kemur alltaf sölukippur í kjölfarið, það er alveg ljóst.“ Kjarnafæði átti fleiri tegundir af hangikjöti í smökkuninni og má þar nefna Kofareykt hangilærið sem hreppti þriðja sætið. Jónatan Friðriksson, verslunar- stjóri Iceland-verslunarinnar við Fiskislóð tekur í sama streng og Ólafur og segir að þar á bæ séu menn alsælir. „Þetta er sérstaklega ánægju- legt fyrir okkur þar sem þetta er fyrsta árið okkar. Það er ekki dónalegt að fá þetta,“ segir hann. Smökkunin fór fram í fyrr í mánuðinum og voru það valinkunnir matreiðslumenn sem voru fengnir í dómnefndina. n gunnhildur@dv.is Segir kýrnar hafa það gott „Fjölmiðlar hafa farið offari. For- dæming mikil. Ég tók þátt í því. Því miður!“ segir Árni Stefán Árna- son, lögfræðingur og sérfræðingur í dýrarétti, á bloggsíðu sinni og vísar þar til umræðu um að starfs- leyfi tveggja mjólkurbúa hafi nýverið verið afturkallað vegna brota á reglum um hollustuhætti við framleiðslu mjólkur og með- ferð sláturgripa. Um er að ræða Ingunnarstaði í Reykhólahreppi og Brúarreyki í Borgarfirði. Fjall- að hefur verið ítarlega um mál- ið í fjölmiðlum undanfarna daga og hafa myndir úr fjósinu á Brú- arreykjum farið fyrir brjóstið á mörgum. Í samtali við DV.is segir Árni að hann hafi ákveðið að heimsækja Brúarreyki til að sjá sjálfur hvernig aðstæðurnar væru. Hann segir að það hafi verið auð- sótt að fá heimsóknarleyfi og hafi Bjarni og kýrnar tekið vel á móti honum. Hann segir að kýrnar hafi verið afar hressar. S tjórnarmaður í stéttarfé- laginu VR, Ragnar Þór Ing- ólfsson, hefur farið fram á það að óháður aðili verði fenginn til að skoða tölvu- póstsamskipti og símasamtöl for- manns VR, Stefáns Einars Stefáns- sonar, vegna ráðningar Söru Lindar Guðbergsdóttur til félagsins. Þetta segir Ragnar Þór í samtali við DV. Ragnar Þór segist hafa borið þetta erindi upp á stjórnarfundi hjá VR á miðvikudagskvöldið. Ragnar Þór segist telja að Stefán Einar hafi ekki sagt sannleikann um ráðningu Söru Lindar: „Ég hef ástæðu til að ætla að hann sé að ljúga.“ Líkt og DV greindi frá á mánu- daginn í síðustu viku var Sara Lind, sem er 27 ára, ráðin úr hópi meira en hundrað umsækjenda í stöðu deildarstjóra ráðgjafardeildar VR í apríl síðastliðnum. Sara Lind hafði á þessum ekki lokið lögfræðinámi sínu frá Háskóla Íslands og hafði tak- markaða starfsreynslu. Um fimmtán starfsmenn vinna undir Söru Lind hjá VR. Sara Lind er sambýliskona Stefáns Einars um þessar mundir en formaðurinn ber því við samband þeirra hafi ekki verið hafið þegar hún var ráðin. Ragnar Þór hefur efasemd- ir um að þetta sé rétt. Ætti að fagna athuguninni „Ég bað um að óháður aðili yrði fenginn til að fara yfir tölvupóst- og símasamskipti Stefáns Einars við Söru Lind fyrir ráðningu hennar, eða frá 1. janúar 2012. Þegar ég bar þetta upp á fundinum þá hélt ég að hann ætlaði að drepa mig með augunum. En ég sagði við hann að ef hann hefði ekkert að fela þá myndi hann fagna þessu,“ segir Ragnar Þór. Í síðustu viku var samþykkt álykt- un í stjórn VR þar sem lýst var yfir óánægju með umfjöllun DV um ráðn- ingu Söru Lindar. Orðrétt sagði í álykt- uninni: „Stjórn VR lýsir yfir óánægju vegna fréttar DV mánudaginn 3. desember 2012 þar sem ráðist er að starfsheiðri framkvæmdastjóra og einkalífi formanns VR. Stjórn VR fór yfir ráðningarferlið á fundi sínum 5. desember og telur að rétt hafi verið staðið að ráðningu deildarstjóra Ráð- gjafardeildar VR. Stjórn VR lýsir því fullum stuðningi við störf formanns og framkvæmdastjóra.“ Ragnar segist ekki vera sammála þessari ályktun og að hann hafi verið staddur erlendis þegar hún var sam- þykkt. „Ég styð ekki stjórnina í því að styðja hann í þessu máli. Ég hef rök- studdan grun um að samskipti Stef- áns Einars og Söru Lindar hafi verið hafin áður en hún var ráðin til VR. Ég sé enga ástæðu til að fela það að það er ekki eining um þetta mál innan stjórnar VR.“ Niðurstaða liggur fyrir í janúar Ragnar segir að niðurstaða um hvort orðið verði við þessari beiðni hans um athugun óháðs aðila á samskipt- um Stefáns Einars og Söru Lindar muni liggja fyrir á næsta stjórnar- fundi hjá VR, í janúar 2013. „Ég er búinn að biðja um þessar upplýs- ingar um samskipti Stefáns Einars og Söru Lindar fyrir ráðninguna til að fá úr því skorið hvort hann þekkti hana eða ekki. Ég hef ástæðu til að ætla að samskipti þeirra hafi verið öðruvísi en hann lýsir. Ég get ekki sætt mig við það að Stefán Einar komist upp með þetta.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „En ég sagði við hann að ef hann hefði ekkert að fela þá myndi hann fagna þessu. n Stjórnarmaður í VR krefur Stefán Einar Stefánsson um upplýsingar Beðið um athugun Stjórnarmaður í VR vill að óháður aðili fari yfir síma- og tölvupóst- samskipti formanns stéttarfélagsins, Stefáns Einars Stefánssonar, vegna ráðningar á starfsmanni sem í dag er sambýliskona hans. MYND HÖRÐUR SVEINSSON Efins Ragnar Þór segist telja að Stef- án Einar hafi ekki sagt sannleikann um ráðningu Söru Lindar. Fá gjafir sem þeir vilja ekki Meira en fjórði hver lands- maður fær jólagjöf sem hann vill ekki eða nýtist hon- um ekki. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir UNICEF á Íslandi. Spurt var hversu margar jólagjafir fólk fékk í fyrra sem það vildi ekki eða nýttust ekki. Í ljós kom að 29 prósent fólks fengu eina eða fleiri slíkar gjaf- ir. Athygli vekur að fimm pró- sent landsmanna fengu fimm eða fleiri gjafir sem þeir kærðu sig ekki um eða höfðu engin not fyrir. Samkvæmt könnun- inni má ætla að fólk á Íslandi fái um það bil 155.000 gjafir fyrir jólin sem það vill ekki eða nýtast ekki. Viðurkenning veitt Fulltrúar Iceland, Jóna- tan, t.v., og Kjarnafæðis, Ólafur Már, t.h., tóku á móti viðurkenningum í höfuðstöðvum DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.