Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 23
Erlent 23Helgarblað 14.–16. desember 2012
Svipmyndir
liðinnar viku
n Brot af því besta frá ljósmyndurum Reuters-fréttastofunnar víðs vegar að úr veröldinni
Gordon
Brown var
sybbinn
Gordon Brown,
fyrrverandi
forsætisráðherra
Bretlands, virðist
hafa verið ansi syfj-
aður á ráðstefnu
Sameinuðu þjóð-
anna um menntun
barna. Ráðstefnan
var haldin í höfuð-
stöðvum Menn-
ingarmálastofn-
unar Sameinuðu
þjóðanna og sér-
staklega tileinkuð
Malölu Yousafazi,
pakistönsku tán-
ingsstúlkunni sem
varð fyrir skotárás
herskárra talibana
eftir að hún
hafði barist fyrir
menntun stúlkna.
Myndin í bakgrunni
er af Malölu en hún
liggur þungt haldin
á breskum spítala.
Gengið frá dómsátt Hér sést Diallo, hótelþernan sem kærði Dominique
Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir nauðgun, yfirgefa
Hæstarétt í New York ásamt lögmanni sínum. Gengið hefur verið frá dómsátt í málinu og
óstaðfestar fregnir herma að Strauss-Kahn verði látinn borga þernunni upphæð sem jafn-
gildir meira en 700 milljónum íslenskra króna.
Átök við landamærin Líbanskir hermenn taka sér stöðu í Trípólí í norðurhluta Líbanons, en þar hafa geisað
hörð átök milli súnní- og sjíta múslima. Nýlega voru fjórtán líbanskir og palestínskir hermenn drepnir af sýrlenskum öryggis-
sveitum við landamæri Sýrlands og Líbanons.
Kátir leiðtogar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands,
voru í sjöunda himni á hátíðarathöfn friðarverðlauna Nóbels sem haldin var í byrjun vikunnar. Eins og
kunnugt er hlaut Evrópusambandið verðlaunin í ár vegna þess stöðugleika og friðar sem ríkt hefur meðal
aðildarríkja sambandsins allt frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frakkland og Þýskaland eru einhver
valdamestu ríki sambandsins og voru leiðtogar þeirra kampakátir við athöfnina.
Harmleikur í London
Hér sést Lisha Barboza ásamt
föður sínum sem heldur á mynd af
eiginkonu sinni heitinni, hjúkrunar-
fræðingnum sem framdi sjálfsvíg
eftir að hafa orðið fyrir barðinu á
símahrekk ástralskra útvarpsmanna.
Málið vakti heimsathygli í vikunni.