Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 39
gang. Þetta er mitt verkefni og ég
verð að fylgja eigin sannfæringu.“
Aðspurð um álit sitt á listafólki
sem notar útlit sitt og kynþokka til
að ná langt hugsar hún sig lengi
um. „Fyrsta orðið sem mér dettur í
hug er fyndið. Ég myndi aldrei gera
þetta. Ég er alltaf í síðerma lufsukjól á
sviðinu. Ég held líka að ég sé að spila
fyrir allt annan hóp. Þeir sem koma
á mína tónleika eru ekkert að spá í
slíkt. Auðvitað kemur til mín fólk, og
þá aðallega stelpur, eftir tónleika og
hrósa mér fyrir flott hálsmen eða kjól.
Það er hægt að vera í flottum fötum
án þess að reyna vera kynþokkafull
og sexí. Persónulega myndi ég aldrei
fara þá leiðina en ég veit ekki hvort
mér finnst það beint kjánalegt. Það
hentar mér ekki en aðrir mega gera
slíkt fyrir mér. Allir þeir listamenn
sem ég fylgist með eru nokkurn veg
inn í klæðum á sviðinu en fólk má
gera það sem það vill. Alveg eins og
ég má gera það sem ég vil.“
Minna djamm – meiri hlaup
Sóley er í sambúð með myndlistar
manninum Héðni Finnssyni en
parið hefur verið saman í fjögur ár.
„Héðinn er að klára myndlist í Lista
háskólanum og svo vinnur hann líka
í Máli og menningu. Hann er svona
bókanörd. Og tónlistarnörd líka,“
segir hún en þau Héðinn eru barn
laus. Aðspurð viðurkennir hún að
langa til að eignast fjölskyldu í fram
tíðinni. „Maður sér bara hvað ger
ist. Það er allt hægt varðandi ferða
lög og fleira. Slíkt krefst bara meira
skipulags.“
Hún segir minna um djamm
þegar hún ferðast um heiminn í
dag en þegar Seabear var á tón
leikaferðalagi. „Þá var ég miklu
meira túrpartýdýr. Ég hef aldrei
prófað eiturlyf og hef engan áhuga
á því en auð vitað fær maður sér
bjór eða eitthvað. Seabear var partí
hljómsveit og með þeim var mikið
stuð. Þar spilaði ég líka bara á hljóm
borð og söng bakraddir. Núna þarf
ég að passa mig meira. Ef maður er
að partíast mikið getur röddin farið.
Þessi ferðalög eru mikil vinna.
Maður er að spila mjög mikið og
oftast á hverjum degi. Því gefst ekki
mikill tími til að hvíla sig. Annars
er ég með yndislega drengi með
mér. Þeir eru báðir mjög rólegir
auk þess sem annar drekkur ekki.
Við fáum okkur því í mesta lagi eitt
rauðvínsglas og erum svo farin að
sofa. En svo tekur maður betur á
því þegar við erum ekki að fara að
spila. Þetta hefur því verið rólegt.
Ég hef líka verið dugleg að taka með
mér hlaupaskóna á tónleikaferða
lög. Maður getur nefnilega tjúllast
á löngum ferðalögum að sitja í bíl
allan daginn. Því er gott að halda í
geðheilsuna með því að halda lík
amanum gangandi og fara út að
hlaupa og borða hollt.“
Vill halda í virðinguna
Sóley fékk sérkennilegt tilboð á
dögunum þegar henni var boðinn
tveggja ára samningur hjá hinum
heimfræga Cirque du Soleil. „Ég
hefði kannski íhugað þetta betur ef
ég hefði verið beðin um að koma
til að semja músík og flytja mína
eigin. Þeir vildu fá mig sem söng
konu. Ég er ekki lærð söngkona og ef
ég hefði farið hefði ég þurft að setja
mitt verkefni á „hold“ í tvö ár,“ segir
hún og bætir við að hún hafi rætt
tilboðið við plötufyrirtæki sitt. „Ég
hefði eflaust fengið einhvern pen
ing fyrir þetta en ég held að þetta
hefði allt saman verið á skjön við
mína ímynd. Þetta er svona eins og
með kynþokkann. Maður er búinn
að búa sér til ákveðna ímynd og vill
einnig halda í virðinguna sína. Ég vil
frekar vera virt sem manneskja sem
býr allt til sjálf, semur og spilar, túrar
og rótar heldur en einhver strengja
brúða sem skoppar á milli.“
Sóley vinnur sem tónlistar
kennari meðfram tónlistarsköpun
inni. „Ég tók mér frí frá venjulegu
vinnunni minni í haust. Mér finnst
gaman að kenna en ég var það
mikið í útlöndum að það var ekki
að ganga upp. Núna er ég ekki að fá
neina mánaðarlega innkomu en ég
sé hvað gerist,“ segir hún og bætir
við að hún stefni á að byrja að vinna
að nýrri plötu fljótlega. „Planið var
að hún kæmi út næsta haust en ég
er ekkert byrjuð af viti. Við Héðinn
vorum að flytja og fengum bíl
skúr með sem við ætlum að inn
rétta sem stúdíó og vinnurými. Það
er lítið að gerast í þeirri vinnu svo
ég held að platan komi ekki út fyrr
en á þar næsta ári. En þetta kemur í
ljós. Kannski verð ég „on fire“ þegar
ég fæ bílskúrinn. En mér finnst samt
óþarfi að vera eitthvað að flýta sér.“
Á peninga einhvers staðar
Hún segir mikla pressu á nýrri plötu
en að það sé hægara sagt en gert.
„Nú bíða allir spenntir en maður
þarf peninga til að lifa. Það tekur
langan tíma að gera plötu og ég
klúðraði öllum styrkjum í haust. Það
var svo mikið að gera og ég gleymdi
að sækja um. Ætli Héðinn verði ekki
bara að hætta í skólanum og fara að
vinna,“ segir hún brosandi en bæt
ir við að hún eigi peninga einhvers
staðar í heiminum. „Ég held að
þannig séð séu einhvers staðar pen
ingar sem ég á. Eins og með þetta
You Tube dæmi. Ég veit ekki hvernig
þetta virkar með greiðslur og slíkt en
umboðsmaðurinn minn er að garfa í
því öllu saman. Ég lifi ekkert hræði
legu lífi, ekki ennþá, og mér líður vel
eins og þetta er núna. Ég held líka að
maður verði ekkert hamingjusamur
með of mikla peninga. Þeir gera
mann bara gráðugan. Nema maður
sé það góður og viljasterkur að geta
gefið til góðgerðarsamtaka eða eitt
hvað þannig.“ n
Menning 39Helgarblað 14.–16. desember 2012
„Hljómfagur Hljómskáli“ „Veisla í veröld hugmyndasögu“
„Áræðið verk
frá Hjaltalín“
Hljómskálinn
RÚV
ð ævisaga
Höfundar margir
Enter-4
Hjaltalín
Myndi aldrei nota kynþo kann
Sóley Sóley finnur fyrir
mikilli pressu að koma
út nýrri plötu en segir
það hægara sagt en
gert. Mynd Sigtryggur Ari