Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Page 41
Smákökur 41Helgarblað 14.–16. desember 2012
Amerískar smákökur bestar
1 Amerískar kökur
Sendandi: Ingibjörg Sunna Þrastardóttir
Ummæli dómnefndar: Þessar eru klassískar – Þetta
eru þessar gömlu klassísku sem allir geta gert – Ekta
smákökur – Mjög góðar – Mættu vera aðeins minni
– Stökkar og góðar með góðum kaffibolla – Gott
eftirbragð
Uppskrift:
n 2 bollar haframjöl
n 1 ½ bolli hveiti
n 2 bollar sykur
n 1 bolli rúsínur
n 250 gr smjörlíki
n ½ tsk. natron
n ½ tsk. hjartarsalt
n ½ tsk. ger
n 2 egg
Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið smjöri og
eggjum saman við og hnoðið. Hnoðið rúsínur að lokum
upp í deigið. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu, þrýstið létt á
og raðið á bökunarplötu með góðu bili á milli.
Bakið við 180°C við blástur í 5–10 mín.
3-4 Sætir kókostoppar
Sendandi: Svava Gunnarsdóttir
Ummæli dómnefndar: Klassískur kókostoppur –
Góður – Aðeins of mikið súkkulaði, of þykkt
Uppskrift:
n 2/3 bolli niðursoðin sæt mjólk
n 1 stór eggjahvíta
n 1 ½ tsk. vanillusykur
n 1/8 tsk. salt
n 3 ½ bolli sætar kókosflögur
n 200 gr suðusúkkulaði
Hitið ofninn í 160°C. Hrærið saman
niðursoðinni mjólk, eggjahvítu, vanillusykri og salti þar til
allt hefur blandast vel saman. Bætið kókosflögum út í og
blandið öllu vel saman. Setjið deigið með teskeiðum á bök-
unarpappírsklædda ofnplötu og mótið það í toppa. Bakið
í 15–20 mínútur. Látið kökurnar kólna áður en botninn á
þeim er hjúpaður með súkkulaði. Bræðið suðusúkkulaði
yfir vatnsbaði og dýfið kókostoppunum í bráðið súkkulaðið
þannig að það fari aðeins upp á hliðarnar.
5-8 Rauð jól
Sendandi: Eyrún Eggertsdóttir
Uppskrift:
n 4 dl dökkt súkkulaði (2 plötur
70% og 1 plata 50%)
n 3 eggjahvítur við stofuhita
n 6 dl flórsykur
n 1 ¼ dl ósætt kakóduft
n 2 msk. maizena-mjöl
n ¼ tsk. salt
n 2 msk. kaffi (uppáhellt)
n 1 chili
5-8 Gullmolar
Sendandi: Hrönn Bjarnadóttir
Uppskrift:
n 300 gr hveiti
n 1 tsk. matarsódi
n 230 gr mjúkt smjör
n 50 gr sykur
n 115 gr púðursykur
n 1 tsk. vanilludropar
n 1 pakki Royal-vanillubúðingur
n 2 egg
Sett út í :
n Hvítir súkkulaðidropar
n Dökkir súkkulaðidropar
n Súkkulaðihjúpað karamellukurl
n Hakkaðar heslihnetur
Smjör, sykri, púðursykri og vanillu hrært saman. Vanillu-
búðingi hrært út í og eggin sett eitt í einu. Hveiti og
matarsóda bætt út í og hrært vandlega.
Súkkulaði, hnetum og sælgæti blandað út í deigið.
Magn fer eftir smekk hvers og eins. Mótið kringlóttar
kökur úr deiginu, um það bil 7–8 sentímetra í þvermál,
1– 2 sentímetra á þykkt.
Bökun: Bakið við 180°C í um það bil 10 mínútur. Athugið
að þær eiga að vera svolítið eins og hráar þegar þær koma
út. Þrýstið ofan á kökurnar með flötum spaða til að gera
þær þynnri um leið og þær hafa verið teknar út. Kælið.
2 Karamellukökur
Sendandi: Thelma Þorbergsdóttir
Ummæli dómnefndar: Þessar höfða örugglega
mjög til unga fólksins – Sætar, mjúkar og góður
karamellukeimur
Uppskrift:
n 225 gr smjör við stofuhita
n 200 gr dökkur púðursykur
n 100 gr sykur
n 2 egg
n 1 ½ tsk. vanilludropar
n 2 msk. síróp
n 150 gr hveiti
n 3 tsk. kanill
n 1 ½ tsk. matarsódi
n ½ tsk. maldon salt
n 350 gr dökkt súkkulaði, gróf saxað
n 200 gr H-berg pekanhnetur
n 200 gr hafrar
Karamella:
n 30 stk. Nóa Síríus ljósar töggur
n 6 msk. rjómi
n 4 msk. síróp
1. Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjöri, sykri og
púðursykri vel saman. Bætið við eggjum og hrærið
vel saman á milli. Bætið við vanilludropum og sírópi.
2. Blandið saman hveiti, kanil, salti og matarsóda og
bætið rólega saman við. 3. Grófsaxið súkkulaðið og
hneturnar niður og blandið saman með sleif. Bætið
saman höfrum og hrærið vel saman. 4. Setjið um það bil
30 gr í hverja köku. Myndið litla bolta og setjið á plötu
með smjörpappír. Bakið í 10–12 mínútur. Passið að baka
þær ekki of lengi. Kökurnar eru mjög linar þegar þær
eru teknar út úr ofninum. Þegar kökurnar eru teknar
út úr ofninum er stráð maldon salti yfir þær. Kælið í 15
mínútur. Á meðan kökurnar kólna er gott að undirbúa
karamelluna sem er svo hellt léttilega yfir hverja köku.
5-8 Jólafjólur
Sendandi: Hugrún Jóhannesdóttir
Uppskrift:
n 500 gr hveiti
n 375 gr smjör
n 250 gr púðursykur
n 1 egg
n ½ tsk. hjartarsalt
n ½ tsk. vanilludropar
n 2 tsk. kanill
n 1 tsk. kakó
n 1 msk. birkifræ
Hnoðið allt saman og geymið í kæli í klukkutíma.
Búið til litlar kúlur og raðið á smurða plötu og gerið
holu í hverja þeirra. Bakið í miðjum ofni við 250°C
í 8–10 mínútur. Fylgist vel með. Takið út, þrýstið
teskeið eða sleifarskafti ofan í hverja köku svo
holan haldist og kælið síðan.
Krem:
n 4 eggjarrauður
n 2 dl rjómi
n 1 dl sykur
n 50 gr smjör
n ½ tsk. vanilla
Setjið allt í pott og hitið og hrærið kröftuglega
og alveg stöðugt þar til kremið er orðið þykkt og
gullið. Ef það skilur sig skal setja eina matskeið af
sjóðandi vatni út í. Kælið.
Skraut: Hitið rólega saman 50 gr möndluflögur og
150 gr sykur. Hrærið stöðugt og hellið á disk þegar
blandan er orðin fallega brún. Kælið.
Þegar allt innihaldið er orðið kalt er krem sett á
hverja köku með teskeið. Krókantið mulið í morteli
og sett vel á hverja köku. Takið nokkrar kökur
og myljið í morteli og stráið yfir kökurnar ásamt
örlitlu af birkifræi. Kökumylsnan minnkar líkur á að
kremið smitist út.
5-8 Stúfur
Sendandi: Eva María Hallgrímsdóttir
Uppskrift:
n 1 1/3 bolli hveiti
n 1 tsk. lyftiduft
n 1 tsk. matarsódi
n ¼ tsk. salt
n 1 bolli haframjöl
n 200 gr hvítir Nóa
Síríus dropar
n ½ bolli púðursykur
n ½ bolli sykur
Allt sett í skál og hrært vel saman með sleif.
Bætið svo við:
n 1 egg
n 1 tsk. vanilludropar
n ½ bolli mjög lint smjör
Hnoðið þetta vel saman í höndunum ofan í skál-
inni. Búið til kúlur og setjið í 170°C heitan ofn í 10
mínútur. Leyfið kökunum að kólna í 10–15 mínútur
en búið til karamelluna sem fer ofan á á meðan.
Karamella:
n 30 stk. Nóa Síríus töggur
n 4 msk. síróp
n 6 msk. rjómi
3-4 Spesíurnar hans afa
Sendandi: Elín Hróðný Ottósdóttir
Ummæli dómnefndar: Góð smákaka – Minnir á
mömmu og gamla tíma
Uppskrift:
n 400 gr smjör
n 500 gr hveiti
n 150 gr flórsykur
n 200 gr Síríus-
suðusúkkulaði
Hnoða saman mjúkt
smjör, hveiti og flórsykur. Gott
að vinna hráefnin saman fyrst í hrærivél. Skera
suðusúkkulaðið í hæfilega bita og blanda að endingu
saman við deigið. Búa til lengjur úr deiginu og kæla
í að minnsta kosti klukkustund. Lengjurnar skornar
í sneiðar og raðaða á smjörpappír á bökunarplötu.
Bakað við 175°C í um það bil 12–15 mínútur.
Fallegasta kakan
Líkt og fyrir ári valdi
dómnefndin fallegustu
kökuna. Var það samhljóma
ákvörðun þeirra að Pekan-
karamellukaka Völu Hauks-
dóttur væri sú fallegasta.
n 1 bolli hveiti
n 1/3 bolli kakó
n ¼ tsk. salt
n 110 gr lint smjörlíki
n 2/3 bollar sykur
n 1 eggjarauða
n 2 eggjahvítur
n 2 msk. mjólk
n 1 tsk. vanillusykur
n 150 gr pekanhnetur
Karamella:
n 250 gr rauðar töggur
n 2 msk. rjómi
Þeytið vel saman smjörlíki og sykri. Bætið
eggjarauðum og mjólk út í og þeytið vel.
Blandið hveiti, kakói, salti og vanillusykri
saman við og hrærið. Setjið deigið í plast-
filmu og inn í ísskáp í klukkustund. Þeytið
eggjahvítur saman þar til þær freyða og
setjið í skál. Saxið pekanhnetur smátt
og setjið í aðra skál. Búið til kúlur, um 2,5
sentímetra í þvermál, dýfið í eggja-
hvíturnar og rúllið svo upp úr hnetunum.
Setjið kúlurnar á bökunarpappír og búið
til holu í miðja kökuna. Gott er að nota
mæliskeið, stærð ½ teskeið. Bakið í 12
mínútur við 180°C. Þegar kökurn-
ar eru teknar út þarf að móta
holuna aftur.
Karamella: Setjið
karamellurnar
og rjómann í pott og
bræðið yfir lágum hita.
Setjið svo um það bil ½ teskið af
karamellu á hverja köku. Skreytið með
bráðnuðu súkkulaði.
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað