Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 14
Fjármál við starfslok
VÍB hefur á undanförnum mánuðum
boðið upp á fræðslufundi um fjármál
við starfslok. Þegar starfsævinni lýkur
taka fjármálin meiri breytingum en
margir eru búnir undir og geta flækst
til muna.
A fundunum er farið yfir nokkur
atriði sem mikilvægt er að hafa á
hreinu.
Tryggingastofnun
Allar nauðsynlegar upplýsingar um
greiðslur og skerðingar Tryggingastofiv
unar er að finna á vefsíðunni www.
tr.is. Misskilningur vegna kerfisins er
afar útbreiddur en má auðveldlega leið-
rétta með því að eyða nokkrum mín-
útum á vefsíðunni. I reiknivél lífeyris,
á forsíðu tr.is, er hægt að fá nákvæma
mynd af þeim áhrifum sem tekjur
geta haft á greiðslur og þar má meðal
annars sjá að vextir hafa talsvert minni
áhrif á bætur en margir halda. Að auki
er mikilvægt að gleyma ekki að skila
inn tekjuáætlun, þannig má draga úr
líkum þess að stofnunin sendi rukkun
seinna meir.
Björn Berg Gunnarsson frá VIB.
Að fresta eða flýta
töku lífeyris
Því fer fjarri að allir hætti að vinna 67
ára og því er fullt tilefni til að kynna sér
reglur lífeyrissjóða varðandi töku lífeyr-
is. Reglurnar eru misjafnar milli sjóða
en þeir geta allir með lítilli fyrirhöfn
gefið upp skerðingu eða aukningu rétt-
inda vegna slíkrar tilfærslu. Petta eru
mikilvægar upplýsingar sem auðvelt er
að verða sér út um.
Er skynsamlegt að taka út
séreignarsparnað?
Séreignarsparnaði (viðbótarlífeyri) er
ætlað að vega á móti þeirn tekjumissi
sem við verðum flest fyrir þegar lífeyris-
sjóðsgreiðslur taka við af launum. Eftir
60 ára aldur er ráðstöfun sparnaðarins
frjáls og er heimilt að leyfa honum
að ávaxtast áfram (sem hann gerir án
fjármagnstekjuskatts) eða að fá hann
greiddann út. Lítið mál er að fá reglu-
legar greiðslur úr séreignarsparnaði,
stórar og srnáar og frjálst er að gera
breytingar á greiðslutilhögún. Vert er
að muna að við ráðum sjálf hvernig
séreignarsparnaður er ávaxt-
aður og ef sparnaðurinn
er á Islandi er lítið mál
að gera breytingar.
Við útgreiðslu er
mikilvægt að
muna eftir þrepaskipta tekjuskattskerf-
inu og vera meðvituð um þann skatt
sem þarf að greiða.
Fjármál við starfslok
Upptaka af námskeiði VIB um fjármál
við starfslok er aðgengileg á vefnum
www.vib.is. Á forsíðunni er smellt á
„Sjónvarp“ og er þar fjölmörg fræðslu-
myndbönd að finna.
Ráðgjafar eigna- og lífeyrisþjónustu
VÍB hafa sérhæft sig í ráðgjöf um fjár-
mál við starfslok. Velkomið er að
hafa samband í síma 440-4900
eða á vib@vib.is.
14