Listin að lifa - 01.06.2014, Page 32
Frá sameiginlegum kvöldverði fulltrúa frá félögum eldri borgara á Norðurlöndum.
Fréttir frá Samstarfsnefnd eldri borgara
á Norðurlöndum
Formaður LEB á sæti í Norrænu samstarfsnefndinni sem Landssamtök eldri borgara á
Norðurlöndunum hafa myndað. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem komið hafa fram á þeim
fundum uppá síðkastið.
Færeyjar:
Ný lög um eldri borgara eru í vinnslu
og eiga að taka gildi 1. janúar 2015. Þar
er áætlað að flytja málaflokkinn frá
ríki til sveitarfélaga. Petta hefur verið
í vinnslu frá 2012. Landsfélag Pension-
ista í Færeyjum telur að löggjöfin komi
ekki til móts við þeirra tillögur um
sjálfsákvörðunarrétt og þarfir aldraðra.
Peir telja einnig að fátækt sé ríkjandi
meðal eldra fólks í Færeyjum.
Noregur:
Þar er mikið rætt um hreyfingu og hollt
mataræði. Pann 12. jan. sl. var ráðstefna
í Noregi sem bar heitið: Omsorg gjen-
nom mat og maltider. Par var fjallað um
mat, máltíðir og heilsu. Pví verður fylgt
eftir með annarri ráðstefnu 16. septem-
ber n.k. þar sem sjónum er beint að
heilsu og næringu. Peir leggja áherslu á
að velferðartækni fyrir aldraða sé þjón-
usta sem býðst en ekki vara sem á að selj-
ast. Peir vilja fá umboðsmann aldraðra
og meiri fjármuni til að efla hreyfingu
aldraðra og helst að fá „Aktivitetssen-
ter“ sett á fót. Pó að rannsóknir sýni að
í Noregi sé best að eldast þá eru 25%
með lágmarkseftirlaun og margir sagðir
undir fátæktarmörkum. Par er algengt
að fara á eftirlaun 61 árs, en fólk kemur
líka seint út í atvinnulífið. I Noregi er
búið að lögleiða notkun GPS tækja við
vöktun alzheimersjúklinga.
Danmörk:
í Danmörku var sett aukafjárveiting í fjár-
lögin um betri heimilishjálp. Par er lögð
áhersla á endurhæfingu aldraðra, einnig
menntun starfsfólks i heimaþjónustu.
Sveitarfélögin sóttu það stíft að fá meira í
þennan málaflokk og Danir telja að hin
nýju öldungaráð hafi þar áhrif. Brýnt sé
að virkja öll öldungaráð og að þar fari
fram pólitísk umræða um stöðu eldri
borgara. Lélegt tölvulæsi eldri borgara
er vandamál vegna síaukinnar tölvuvæð-
ingar og verið að stofna tölvumiðstöðvar
til að leiðbeina eldri borgurum. Samtök
eldri borgara vilja einnig vera meira sýni-
leg meðal framtíðarfélaga sem eru nú á
milli 50 og 60 ára.
Svíþjóð:
Umræður um aðbúnað aldraðra hafa
verið háværar í Svíþjóð. Par virðist lítill
pólitískur áhugi á málefnum aldraðra.
I rannsókn kom fram að 16% kvenna
og 13% karla eldri en 65 ára eru beitt
ofbeldi í Svíþjóð. Par hefur verið
hleypt af stokkunum herferð sem ber
yfirskriftina: „Ofbeldi gegn öldruðum
á ekki að líðast.“ I Svíþjóð eru helstu
áherslumál hjá Samtökum eldri borg-
ara eftirfarandi: Heimilislæknar fari
í heimavitjanir. Ókeypis tanneftirlit
annað hvert ár. Mikilvægi góðrar heilsu
og næringar. Leggja áherslu á fjölgun
heilsuræktarstöðva fyrir eldri borgara.
Málefni aldraðra verði EKKI flutt til
sveitarfélaga. Leggja meiri áherslu á
menningu og frelsi. Pá vilja þeir að
allir sem þurfa af heilsufarsástæðum að
dvelja á hjúkrunarheimilum eigi hafa
til þess lagalegan rétt.
Finnland:
Par gengu ný öldrunarlög í gildi 1. júlí
2013. Tilgangur þeirra er m.a. að bæta
heilsufar og velferð eldri borgara og
draga úr misskiptingu velferðarinnar; að
styðja þátttöku aldraðra í samfélaginu;
að bæta sjálfstæði aldraðra með því að
grípa snemma til aðgerða til að koma
í vég fyrir minnkandi hreyfigetu; að
aldraðir hafi greiðan aðgang að mati
á þeirri þjónustu sem þeir þarfnast.
Öldungaráð er lögfest sem ópólitískt og
ráðgefandi ráð. í Finnlandi er þó eins
og hjá flestum öðrum talið að of litlu fé
sé varið til öldrunarmála.
JVK tók saman.
Alþýðusamband íslands óskar eldri borgurum til hamingju með
25 ára afmæli Landssambandsins og þakkar öflugt samstarf á liðnum árum.
Alþýðusamband ísland:
32