Listin að lifa - 01.06.2014, Page 33

Listin að lifa - 01.06.2014, Page 33
Margttil lista lagt Landssamband eldri borgara verður 25 ára þanri merka dag 19. júní og er því rétt komið af unglingsaldri. Eg óska sambandinu og félögum þess innilega til hamingju með áfangann og afmælið. Prátt fyrir ungan aldur hefur Lands- samband eldri borgara náð að sanna sig sem öflugt félag sem hlustað er á. Lands- sambandið á fulltrúa í mikilvægum lögbundnum nefndum. Fulltrúi sam- bandsins situr í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og einnig í samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem meðal annars skal vera ráðherra og ríkisstjóm til ráðuneytis um málefni sem varða aldraða. Lands- samband eldri borgara er jafnan kallað til í verkefnanefndir þar sem málefni aldraðra eru til umfjöllunar, ályktanir sambandsins vekja jafnan athygli og fjöl- miðlar eru fljótir að leita álits hjá for- Kristján Pór Jiílíusson heilbrigðisráðherra svarsmönnum þess ef opinber umræða býður upp á slíkt. I ljósi þessa finnst mér réttmætt að segja að Landssambandi eldri borgara er margt til lista lagt. Pað hefur sýnt sig í gegnum tíðina að öflug félagasamtök sem starfa af ábyrgð og fagmennsku geta áorkað miklu og unnið gagn, ekki aðeins félögum sínum heldur samfélaginu öllu. Pannig lít ég á Lands- samband eldri borgara og fagna því tilveru félagsins og spTknum sem það býr yfir. Auðvitað er ég ekki alltaf sammála öllum áherslum þess og stundum ganga forsvars- menn þess hart fram og eru óvægnir í gagnrýni sinni á stjómvöld. Þetta er hins vegar eðlilegt. Það þarf sterka rödd svo heyrist og Landssamband eldri borgara hefur þá rödd, lætur í sér heyra og vinnur ötullega að bættum hag aldraðra. Ég ítreka hamingjuóskir mínar til Landssambands eldri borgara og allra þeirra sem að félaginu standa og vonast eftir farsælu samstarfi framundan við þetta öfluga félag. Komdu tíL okkar og upplifðu stemninguna. TroðfulLur sýningarsalur af hjólhýsum við allra hœfiá frábœru verði. Opið Laugardaga og sunnudaga frá 12 tiL 16. VIKUR VIKURHVARF 6 • 203 KOPAVOGUR • SIMI557 7720 • VIKURVERK@VIKURVERK.IS • WWW.VIKURVERK.IS 33

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.