Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 26
Við fjármögnum kröfur og bætum sjóðstreymið Faktoría er framsækið fjármálafyrirtæki sem skapar ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja og liðkar fyrir rekstri þeirra með betra fjárstreymi. Við auðveldum fjármögnun í gegnum útistandandi viðskiptakröfur sem minnkar óvissu um greiðsluflæði og gerir reksturinn þægilegri. Nánari upplýsingar á faktoria.is LEIÐIN AÐ EINFALDARI FJÁRMÖGNUN Hlíðasmári 4 | 201 Kópavogi | 415 8900 | faktoria@faktoria.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Nú getur þú skipt um framhlið umgjarðarinnar og breytt þannig um útlit - allt eftir þínu skapi! Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS viðmóti hjá kerfinu þegar ég var að sækja um leikskóla og annað og fékk oftar en ekki þá spurningu hvers vegna móðirin væri ekki með börnin. Svaraði þá gjarna á þá leið að ég væri foreldri þeirra líka en það mætti ekki miklum skilningi.“ Mikael talar mikið um það í bók- inni að mamma hans hafi horfið, hvarf hún alveg út úr lífi ykkar? „Hún hvarf smá tíma í skemmtana- lífið en svo giftist hún mjög góðum manni og byrjaði aftur í Vottunum og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir strákana. Það liðu stundum nokkrar helgar sem áttu að vera mömmuhelgar sem heyrðist ekk- ert frá henni, það komu hvorki frá henni afmælis- né jólagjafir og ég held að strákarnir hafi tekið það mjög nærri sér. En ég ásaka hana ekki, mér fannst fólk vera mjög dómhart og leiðinlegt við hana vegna þessa en mér finnst engin ástæða til þess að ætla að allar konur séu fyrir börn. Það eru margar þeirra sem kæra sig ekk- ert um að eiga börn en samfélagið heimtar að þær séu allar fullar af móðurlegum tilfinningum. Ég held það hljóti að vera mjög erfitt að mæta því viðhorfi og mér finnst það ranglátt.“ Flagari og fyllibytta? Í bókinni er Torfa lýst sem hálf- gerðum flagara og fyllibyttu, sam- þykkir hann þá lýsingu? „Já, já, ég var það. Vottar Jehóva segja að ef menn fari úr söfnuðinum sé eins og djöfullinn taki sér bólfestu í þeim og þeir verði lauslátir og drykkfelldir. Áður en ég fór í Vott- ana var ég náttúrulega á sjónum, var á varðskipinu Óðni í þrjú ár og þá vorum við fjórtán daga úti á sjó og svo fullir þegar við vorum í landi, það þótti bara eðlilegt. Hins vegar seig á ógæfuhlið hjá mér í drykkjuskapnum og það kom að því að Mikael var farið að blöskra, enda var ég þá farinn að drekka lítra af Vodka á dag, þannig að hann skráði mig í meðferð, keyrði mig upp á Vog og ég hef ekki drukkið síðan.“ Torfi er búddisti til margra ára og segir það hafa verið reglurn- ar um fullkominn heiðarleika sem drógu hann að þeim trúar- brögðum. „Heiðarleikaprógramm- ið gengur út á það að ljúga ekki og reyna ekki að vera betri en maður er. Mér hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að vera of opinskár um mitt líf, en ég er að verða 65 ára gamall núna í desember og það væri fáránlegt ef ég gengist ekki við því að hafa lifað þessu lífi eins og ég hef gert. Mikael finnst allavega interessant að skrifa um það, þannig að það hefur þá haft einhverja merkingu. Bókin hans, Heimsins heimskasti pabbi, er auðvitað að hluta til um mig og mér finnst bara fínt að taka þann titil af herðum allra hinna pabb- anna.“ Spurður hvort samband þeirra feðga hafi ekki á köflum verið stormasamt, harðneitar Torfi því. „Það er einhver misskilningur í Mikka, hann heldur að hann hafi verið svo erfiður unglingur en mér fannst það alls ekki. Ég segi reyndar alltaf að strákarnir hafi mestmegnis alið sig upp sjálfir og ef hann hafi eitthvað yfir upp- eldinu að klaga þá geti hann bara kennt sjálfum sér um. Þeir gengu mikið til sjálfala, eins og börn gerðu gjarna á þeim tíma en svo fóru þeir alltaf í sveit á sumrin og ég held að það hafi þroskað þá mikið. Þeir komu að minnsta kosti alltaf mun gáfaðri og yfirvegaðri úr sveitinni á haustin heldur en úr skólanum á vorin.“ Heimska að mótmæla ekki læknum Ég spyr Torfa hvort hann sé alveg sáttur við það að sonur hans sé að nota ævi föðurins sem uppi- stöðu í bækur og hann fullyrðir að hann sé pollsáttur. „Ef það gerir það að verkum að hann skrifi betri bókmenntaverk, þá bara fyrir alla muni. Ég held ég sleppi nú að mestu í næstu bók, en er ekki viss. Ég verð kannski vondi pabbinn sem sendir börnin í sveit á sumrin, það kemur í ljós. Það verður spenn- andi að sjá hvernig hann heldur þessu áfram.“ Það er komið að lokum þessa spjalls en einnar spurningar er óspurt: Er Torfi sáttur við þá ákvörðun að neita blóðgjöfinni sem fullyrt var að myndi bjarga lífi sonar hans? Hvernig myndi hann bregðast við í dag? „Ég myndi aldrei, sama hvort ég væri Vottur Jehóva eða ekki, taka allt gott og gilt sem læknarnir segðu, ég myndi alltaf rökræða við þá og vilja fá að vita hvers vegna og hvað. Það er alveg 100%. Þannig að í sjálfu sér finnst mér ég ekkert hafa gert rangt í þeim efnum. Við eigum ekki að láta vaða yfir okkur eins og læknastéttin gerði á þeim tíma. Núorðið er sem betur fer hægt að rökræða við lækna, þeir eru ekki guð almáttugur eins og þeir voru, og að sjálfsögðu eigum við að vera gagnrýnin á það sem þeir stinga upp á. Annað væri mun meiri heimska en að aðhyllast ákveðin trúarbrögð.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.