Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 44
13:30-13:40 Setning ráðstefnu: Pétur Magnússon,
formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
13:40-13:50 Ávarp: Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum
og birtingarmyndir á Íslandi
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi.
14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur
hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.
14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum?
– Út frá sjónarhorni fjármála Gísli Jafetsson,
framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík
og fyrrverandi bankamaður.
15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf
fyrir slíkt meðal aldraðra? Kristjana Sigmundsdóttir,
réttindagæslumaður fatlaðs fólks
15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit: Ólafur G. Skúlason,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson,
formaður Landssambands eldri borgara.
Ofbeldi gagnvart
öldruðum á Íslandi
Ráðstefna › Grand Hótel › föstudagur 27. nóv. 2015 › kl 13:30-15:30
alliR velkOmniR - aðGanGuR ókeypis
Þ
egar ég fékk ég
þetta verkefni í
hendurnar var búið
að taka upp mikið
efni, sem var aðal-
lega myndir af fólki í þorpinu
við vinnu sína og nokkur við-
töl,“ segir Ásdís Thoroddsen
sem frumsýndi í gær heimilda-
myndina Veðrabrigði. „Það voru
erlendir kvikmyndagerðamenn,
Þjóðverji og Bandaríkjamaður,
sem byrjuðu að taka upp á
Flateyri árið 2009 en þeir komu
hingað til lands á höttunum eftir
sögum þar sem „innflytjenda-
vandinn“ kæmi við sögu. Þeir
voru sem sagt að velta fyrir sér
sambýli Íslendinga, Pólverja og
Filippseyinga, og
völdu til þess Flat-
eyri. Þessir menn
lentu svo í vandræð-
um með fjármögn-
un og leituðu því
til íslensks fram-
leiðanda, Hjálmtýs
Heiðdals hjá Seyl-
unni, sem gat fjár-
magnað verkefnið
með því skilyrði að
leikstjórinn væri ís-
lenskur.“
Dramatísk
atvinnusaga
„Efnið sem ég fékk
í hendurnar hafði
verið tekið upp á
þeim tíma þegar
sem fólk var enn að
jafna sig á því að kvótinn hafði
horfið úr þorpinu árið 2007 og
óöryggið var viðvarandi. Það
var verið að reyna að halda uppi
atvinnustarfsemi í þorpinu og
þetta kom skýrt fram í mynd-
unum,“ segir Ásdís sem fékk
frjálsar hendur með efnistök og
ákvað að kjarni myndarinnar
væri hvarf kvótans úr þorpinu
frekar en sambýli Íslendinga
og innflytjenda, enda þar allt
í sómanum. „Ég fékk að móta
efnið á minn eigin hátt, sem mér
líkaði mjög vel. Það er dálítið
eins og myndhöggvarar vinna,
maður horfir á steininn, finnur
hvað er inni í honum og byrjar
svo að meitla,“ segir Ásdís
sem bætti svo við sínum eigin
upptökum. „Við fórum þangað
fimm sinnum, fyrst í desember
2013 og síðast haustið 2014,
og á þeim tíma
var þessi drama-
tíska atvinnu-
saga þorpsins í
gangi. Það var
verið að reyna að
rétta úr kútnum
eftir þessi áföll
og framvindan
kemur í ljós í
myndinni.“
Lýsir tilfinning-
unni í þorpinu
Ásdís segist ekki
hafa lagt upp með
að lýsa þorpinu á
einhvern ákveð-
inn hátt heldur
miðli hún því sem
fyrir augu bar.
„Og því miður var
ástandið frekar dapurt, vegna
þessa atvinnuóöryggis. Afdrif
kvótahafans sem fór burt koma
til dæmis ekkert fram í mynd-
Leikstjóraverk
Ásdísar thoroddsen
2015 Veðrabrigði. Heim-
ildarkvikmynd um Flateyri.
2010 Súðbyrðingur – saga
báts. Heimildarmynd.
1995 Draumadísir, leikin
mynd.
1992 Ingaló, leikin mynd.
Fór á Cannes og hlaut
meðal annarra verðlauna
GRAND PRIX á norrænu
hátíðinni í Rúðuborg.
Ásdís hefur auk þess
komið að gerð styttri
mynda, framleiðslu, hand-
ritagerð og gerð útvarps-
leikrita.
Kjarni myndar-
innar er hvarf
kvótans
Heimildamyndin Veðrabrigði gerist á Flateyri og lýsir því
hvernig tilfinning situr eftir í litlu sjávarþorpi þegar kvótinn er
seldur í burtu. Myndin átti upphaflega að fjalla um annað en
Ásdís Thoroddsen leikstjóri segir ekki hafa verið hægt að fjalla
um sjávarþorp án þess að taka á þessu máli sem engin sátt sé
um. Sjálf hefur Ásdís komið sér fyrir á Raufarhöfn þar sem hún
prófar sig áfram í nýsköpun og ferðamennsku.
44 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015