Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Side 6
6 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
Maðurinn ófundinn
n Ekkert spurst til Íslendingsins í S-Ameríku
Þ
að eru ýmsar sögur í gangi
og við viljum ekkert tjá okk-
ur um það. Það hefur ekkert
komið út úr þessari eftir-
grennslan, segir Friðrik Smári
Björgvinsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn aðspurður um Íslendinginn
sem enn er leitað í Suður-Ameríku.
Líkt og sagt hefur verið frá óskuðu
íslensk lögregluyfirvöld eftir því
við lögregluyfirvöld í Paragvæ og
Brasilíu að hafin yrði eftirgrennslan
eftir manninum. Maðurinn hefur
ekki verið úti lengi en fyrr í vikunni
var fullyrt í fjölmiðlum að leitað
væri tveggja manna og þeir hefðu
verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti
þar í landi.
Sagt hefur verið frá því að einnig
væri leitað af öðrum Íslendingum
í tengslum við hvarfið. Friðrik
segir það ekki vera rétt, lögregla
hafi einungis óskað eftir því að
reynt væri að hafa uppi á einum
Íslendingi, manni fæddum árið
1983. Lögreglan staðfestir að leit
hafi hafist eftir að lögreglu bárust
ábendingar um grunsamlegt hvarf
hans. Íslenska lögreglan hefur átt í
samstarfi við Interpol og lögreglu-
yfirvöld í Paragvæ við leitina. n
J
ón S. von Tetzchner, fjárfestir
og stofnandi norska hugbún-
aðarfyrirtækisins Opera, er
stærsti einstaki fjárfestirinn á
bak við hugbúnaðarfyrirtæki
Guðjóns Guðjónssonar í OZ. Félagið
heitir OZ, líkt og hugbúnaðarfyrir-
tækið fræga sem Guðjón var kennd-
ur við um síðustu aldamót. Nýlega
jók OZ hlutafé fyrirtækisins um 300
milljónir króna.
Aðspurður segir Guðjón að Jón
von Tetzchner hafi lagt fram mest
hlutafé allra sem settu fjármuni í
OZ. „Það voru um tíu aðilar sem
tóku þátt í þessari frumfjármögn-
un á félaginu.“ Jón er stærsti fjár-
festirinn en þar á eftir má nefna
fjárfestingarfélagið Investa, sem
er í eigu fyrrverandi starfsmanna
gamla OZ, meðal annars Hilmars
Gunnarssonar.
Meirihlutinn ,,englafjárfestar“
Guðjón segir að meirihluti þeirra aðila
sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni
séu svokallaðir „englafjárfestar“:
Menn sem koma snemma inn í fyrir-
tæki sem eru í þróun. „Allir sem eru
að fjárfesta í fyrirtækinu hjá mér eru
ekki að horfa til íslenska markaðar-
ins. Stóra myndin okkar er að keppa
við Netflix og Hulu á alþjóðlegum
markaði. Við ætlum að nota íslenska
markaðinn sem byrjunarskref til að
prófa og þróa vöruna áfram. Íslenskur
markaður ber ekki þá vöruþróun sem
við erum að vinna að. Þannig að við
þurfum að komast á erlendan mark-
að, helst á næsta ári,“ segir Guðjón.
Persónulegt sjónvarp
OZ sérhæfir sig í að smíða tækni sem
á að gera áhorfendum kleift að nota
sjónvarp án þess að þurfa að reiða sig
á krónólógískar útsendingar á hefð-
bundnum sjónvarpsrásum. Hug-
myndin er sú að sjónvarpsáhorf-
andinn horfi á það sem hann vill
þegar hann vill. Sjónvarpsnotandinn
kaupir aðgang að geymsluplássi í
gagnaveri sem gerir honum kleift að
vista efni sem hann hefur áhuga á að
horfa á og á hann svo að geta ákveðið
hvenær hann notar efnið. „Við erum
að hjálpa sjónvarpsstöðvum til að
umbreyta dagskrárútsendingunni
þannig að hún verði ekki línuleg leng-
ur. Þú átt að geta fylgst með þeim dag-
skrárliðum sem þú vilt þegar þú vilt.
Þeir dagskrárliðir sem þú vilt horfa á
safnast þá bara saman í þínu persónu-
lega geymsluplássi,“ segir Guðjón.
Guðjón segist vongóður um að
OZ geti byrjað að bjóða upp á þessa
þjónustu hér á landi eftir nokkr-
ar vikur eða mánuði. Hann segir að
um þessar mundir sé hugbúnaður-
inn til prófunar hjá 200 manna hópi
Íslendinga. „Þetta er svo gott sem
tilbúið. Við búumst við að opna þetta
eftir nokkrar vikur eða mánuði. Við
erum svo að horfa til Skandinavíu
þar sem Bandaríkjamarkaður er mjög
erfiður.“
Hefur komið með tvo milljarða
Jón S. von Tetzchner hefur komið
með um tvo milljarða króna hingað
til lands síðastliðin ár. Fjármagnið
hefur Jón komið með í gegnum fjár-
festingaleið Seðlabanka Íslands.
Jón hefur fjárfest fyrir hluta þessara
peninga, meðal annars í atvinnu-
húsnæði, tölvu- og hátæknifyrir-
tækjum, vefverslunum auk OZ
auðvitað. Líkt og DV greindi frá á
miðvikudaginn flutti félag Jóns,
Dvorzak á Íslandi ehf., meira en 650
milljónir til landsins í gegnum fjár-
festingaleið Seðlabanka Íslands í
byrjun mánaðarins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Tetzchner stærstur
hjá Guðjóni í nýja OZ
n 300 milljóna hlutafjáraukning n Vilja búa til persónulegt sjónvarp
„Það voru
um tíu
aðilar sem tóku
þátt í þessari
frumfjármögn-
un á félaginu.
Mest „englafjárfestar“ Guðjón segir
að flestir af fjárfestunum á bak við OZ séu
„englafjárfestar“, menn sem fara snemma
inn í fyrirtæki og gerast hluthafar.
Leitað Maðurinn er enn ófundinn.
Árétting
Á forsíðu miðvikudagsblaðs DV
var birt mynd af Eiríki Tómas-
syni, forstjóra Þorbjarnar hf.
í Grindavík, með forsíðutexta
sem vísaði til viðskipta annars
útgerðarfélags í Grindavík, Vís-
is hf. Áréttað er að textinn vís-
aði ekki til viðskipta Þorbjarn-
ar heldur til viðskipta Vísis í
Kanada. Eiríkur Tómasson er
beðinn afsökunar á þessum
mistökum.
Önnu er enn
leitað
Heil vika er nú liðin frá því að leit
hófst að Önnu Kristínu Ólafs-
dóttur. Hennar hefur verið sakn-
að frá því á fimmtudagskvöld fyrir
rúmri viku. DV greindi frá því á
miðvikudaginn að yfirhöfn, skór
og veski í eigu Önnu Kristínar hafi
fundist í fjörunni við Ægisíðuna,
skömmu eftir að leit hófst.
Leitin hefur af þeim sökum
aðallega beinst að strandlengj-
unni í Vesturbænum og út á Sel-
tjarnarnes. Þó hefur leitin teygt
anga sína að Gróttu, í norðri, og
út til Straumsvíkur, í suðri. Leitað
hefur verið á sjó, landi og úr lofti.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Önnu Kristínar er leitað því í nóv-
ember síðastliðnum var einnig
lýst eftir henni. Þá fannst hún
skömmu eftir að leit hófst.
Anna Kristín er 57 ára, stjórn-
sýslufræðingur að mennt og
starfar hjá Umhverfisstofnun.
Áhyggjur af
ójöfnuði
Á Prestastefnu, sem haldin var í
Háteigskirkju 16. til 18. apríl, var
meðal annars samþykkt ályktun
um baráttu gegn misskiptingu og
fátækt. „Sameinumst gegn mis-
skiptingu og fátækt á Íslandi og
í samfélagi þjóðanna. Baráttan
gegn fátækt og misskiptingu auðs
er eitt brýnasta mannréttindamál
samtímans,“ segir meðal annars í
ályktuninni. Þar var einnig lýst yfir
áhyggjum vegna aukinnar mis-
skiptingar eftir efnahagshrun, en
þess má geta að mjög hefur dregið
úr ójöfnuði frá efnahagshruni og
mælist hann nú minni en víðast
hvar í heiminum.