Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Page 10
10 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
Enskumælandi geta brátt gefið blóð
n Blóðbankinn kemur til móts við blóðgjafa eftir gagnrýni
N
ú styttist í það að þeir sem eru
enskumælandi geti gerst blóð-
gjafar hjá Blóðbankanum.
Hingað til hefur það verið
þannig að aðeins þeir sem tala ís-
lensku geta gefið blóð en eftir um-
fjöllun Reykjavík Grapevine um mál-
ið hefur Blóðbankinn lagst í að þýða
eyðublöð og bæklinga fyrir blóðgjafa
yfir á ensku.
DV grennslaðist fyrir um málið
þegar maður, sem vildi ekki láta nafn
síns getið, hafði samband við blaðið
og sagðist hafa verið hafnað sem
blóðgjafa vegna þess að hann talaði
ekki íslensku. Þegar málið var kann-
að kom í ljós að Sveinn Guðmunds-
son, yfirlæknir hjá Blóðbankanum,
hafði lofað bót og betrun á þessu
eftir umfjöllun Reykjavík Grapevine
árið 2010.
Þegar DV hafði samband við
Svein vegna málsins sagði hann að
verið væri að prenta út eyðublöðin
og bæklinga fyrir blóðgjafa og væri
upplagið væntanlegt innan fárra
daga.
„Við fórum yfir okkar praxís. Hann
var skýr en við vorum með eyðublöð,
upplýsingar og fleira sem við þurft-
um að endurbæta. Við höfum lagt
í vinnu og kostnað til að bæta þetta
með okkar takmarkaða mannafla og
fjármagn. Reglan á að vera skýr; að
einstaklingur sem vill gerast blóð-
gjafi þarf að geta gert sig skiljan legan
á íslensku eða ensku. Þarf að geta les-
ið upplýsingarbækling og spurninga-
lista á íslensku eða ensku og þarf að
geta tekið við upplýsingum og svar-
að spurningum heilbrigðisstarfs-
manns okkar á íslensku eða ensku,“
segir Sveinn sem segir að til séu lönd
sem gera mun betur en Íslendingar
en á móti eru lönd eins og Danmörk
og Svíþjóð sem eru mun strangari í
þessum málum.
„Við erum að reyna að teygja
okkur en þetta er skylda vegna til-
skipunar Evrópuráðsins. Við verðum
að geta tekið við upplýsingum og
miðlað þeim. Það er ekki réttlætan-
legt að vera með túlka því fólk þarf
að geta rætt persónuleg málefni við
okkar fólk án þess að nokkur annar
heyri. Við höfum reynt að koma til
móts við þetta, að því er ég veit best,“
segir Sveinn. n
birgir@dv.is
H
reiðar Már Sigurðsson, þá-
verandi forstjóri KB banka,
ákvað að fara í samkeppni
við Íbúðalánasjóð árið
2004 eftir að ljóst varð að ný
íbúðabréf (HFF-bréf) ÍLS yrðu óupp-
greiðanleg frá og með 1. júlí 2004.
Þar með vissi hann að ÍLS gæti ekki
brugðist við samkeppni frá bank-
anum og fór því í beina samkeppni
nokkrum vikum eftir breytinguna
samkvæmt heimildum DV. Það mat
Hreiðars Más reyndist rétt. Ýmsar
fleiri ástæður voru líka að baki
ákvörðun KB banka um að fara inn
á markaðinn. Heimildarmaður sem
DV ræddi við segir að þessi breyting
á verðbréfaútgáfu ÍLS hafi hins vegar
skipt höfuðmáli. Án hennar hefði
þessi innkoma verið of áhættusöm
fyrir KB banka.
Aðrar ástæður voru meðal annars
að lækka kostnað við útibúanet
sem hafði áður heyrt undir Búnað-
arbankann. Eitt af skilyrðum þess
að fá íbúðalán hjá KB banka var að
viðkomandi væri í almennum við-
skiptum við bankann. Með því að
bjóða hagstæð íbúðalán voru margir
sem færðu viðskipti sín til bank-
ans sem þannig jók markaðshlut-
deild sína. Þá hafi erlend matsfyrir-
tæki líka gagnrýnt hinn nýstofnaða
banka fyrir að lítið væri af veðhæf-
um eignum að baki útlánasafni hans.
Einnig hefur verið nefnt að þar sem
ÍLS hugðist fara í að bjóða öllum 90
prósenta fasteignalán myndi slíkt
eyðileggja stöðu bankanna á íbúða-
markaði. Bankarnir voru með um
20 prósent markaðshlutdeild í formi
svokallaðra viðbótarlána sem fólk
gat fengið á hærri vöxtum en ÍLS
bauð ofan á þau 65–70 prósenta lán
sem tekin voru hjá ÍLS.
Uppgreiðsluvandi stærsta
ógn ÍLS
Í þessu samhengi má nefna að 1.
júlí 2004 breytti ÍLS verðbréfaút-
gáfu sinni. Hóf sjóðurinn að gefa út
svokölluð HFF-íbúðabréf sem eru
óuppgreiðanleg en á móti gátu þeir
sem voru með lán hjá sjóðnum greitt
upp sín lán. Eins og áður hefur komið
fram í fréttum má rekja stærsta vanda
ÍLS í dag til uppgreiðsluáhættu sjóðs-
ins en á árunum 2004 til 2006 námu
uppgreiðslur hjá sjóðnum 240 millj-
örðum króna. Einungis nokkrum vik-
um eftir breytingu á verðbréfaútgáfu
ÍLS eða í ágúst 2004 hóf KB banki
síðan innreið á íbúðalánamarkað-
inn með krafti. Varð það til þess að
Íbúðalánasjóður fór þegar í árslok
2004 að bjóða 90 prósenta íbúða-
lán til allra óháð tekjum en áætlanir
höfðu gert ráð fyrir að sú framkvæmd
yrði ekki að fullu gengin í gegn fyrr en
vorið 2007 þegar framkvæmdum við
Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðar-
firði yrði að fullu lokið.
Frá því í júlí 2004 og fram að
bankahruninu í október 2008 veitti
ÍLS um 265 milljarða króna í ný
íbúðalán. Á sama tímabili veittu
bankarnir 450 milljarða króna í ný
íbúðalán. Þannig veitti ÍLS 40 pró-
sent af íbúðalánum á þessu tímabili
á móti 60 prósentum hjá bönkunum.
Þá lánaði ÍLS fjármálastofnunum um
100 milljarða króna sem þær lánuðu
síðan sjálfir áfram í formi íbúðalána.
Fóru gegn ráðleggingum
sérfræðinga
Nefnd um endurskipulagningu
verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs
lagði til í október 2003 að brugðist
yrði við þessum uppgreiðsluvanda
með því að skuldarar sem nýttu
sér uppgreiðsluheimild yrði gert
að greiða að fullu þann vaxtamun
sem hlytist af uppgreiðslu láns
fyrir lokagjalddaga. Við þessu varð
Árni Magnússon, þáverandi félags-
málaráðherra, ekki þegar frum-
varp hans um breytingu á verð-
bréfaútgáfu var lagt fram í mars
2004. Er það rökstutt í frumvarpinu
að sú leið sem nefnd um endur-
skipulagningu verðbréfa útgáfu
lagði til, sé talin hafa í för með sér
ýmis vandkvæði, enda geti hún
mögulega sett íbúðakaupendur í
erfiða stöðu, torveldað sölu fast-
eigna vegna áhvílandi lána og veikt
samkeppnisstöðu banka í útlánum
til húsnæðiskaupa. Þetta bauð hins
vegar hættunni heim eins og síðar
kom í ljós þegar KB banki hóf inn-
reið sína á íbúðalánamarkaðinn
eins og áður var rakið. n
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
n Hreiðar Már vissi að ÍLS gæti ekki brugðist við samkeppni frá KB banka 2004
INNKOMA KB BANKA
VAR ENGIN TILVILJUN
Hafði rétt fyrir sér
Samkvæmt heimildum
DV ákvað Hreiðar Már
Sigurðsson, þáverandi
forstjóri KB banka,
að fara í samkeppni
við Íbúðalánasjóð um
leið og hann heyrði að
íbúðabréf ÍLS yrðu ekki
lengur uppgreiðanleg.
Upphlaup í Hörpu:
Kallaði Teit
drullusokk
Teitur Atlason, frambjóðandi
Samfylkingarinnar, segir Gunn-
laug Sigmundsson, fyrrverandi
þingmann Framsóknarflokks-
ins og föður Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, hafa kallað sig
„drullusokk“ á fundi Samtaka
atvinnulífsins í Hörpu á fimmtu-
dagsmorgun.
Teitur var staddur þar til að
dreifa bæklingum um efnahags-
stefnu Samfylkingarinnar. „Þarna
var saman-
kominn fríð-
ur hópur af
allskonar rík-
um köllum í
jakkafötum og
konum í drögt-
um. Ég var
þarna, upplifði
mig svolítið
eins og kræki-
ber í helvíti. Ég var að heilsa fólki
sem ég þekki og sá Gunnlaug Sig-
mundsson skjótast þarna um. Ég
rétti fram höndina og segi: Sæll
Gunnlaugur! Hann reiddist svona
svakalega við það og sagðist ekki
ætla að taka í höndina á mér af því
ég væri drullusokkur og sagði mig
mannorðsræningja. Svo fór hann
bara, mér leið eins og ég hefði
fengið kalda vatnsgusu framan
í mig,“ sagði Teitur í samtali við
DV.is.
Hann segir Gunnlaug hafa
horfið á brott en komið svo aftur
til Teits. „Með fúkyrðaflaum. Þá
sagði ég að ég hefði ekki mik-
ið við hann að segja því okkar
samskiptum hefði lokið í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur fyrir ári þar
sem ég vann sigur í raun og veru
gegn honum í meiðyrðamáli. Þá
var eins og við manninn mælt að
hann rauk á brott. Síðan vorum
við að koma okkur inn í salinn þar
sem var svolítið þröngt og ég var
þarna í dyrunum. Þá æpti hann
þarna yfir mig og alla sem voru í
kringum mig: Farðu burt drullu-
sokkur! Þá var þarna kona sem
var á milli mín og Gunnlaugs og
hún snéri sér við og sagði: Varstu
að tala við mig? Og Gunnlaugur
sagði: Nei! og byrjaði að útskýra.
En þá sagði hún hátt og snjallt: Þú
getur sjálfur verið drullusokkur
Gunnlaugur! Þannig að ókunnug
kona stóð upp mér til varnar og
mér þótti óskaplega vænt um það.
Síðan hélt fundurinn áfram og
ég hafði engar spurnir af honum
aftur,“ segir Teitur. Ekki náðist í
Gunnlaug vegna málsins.
Stefna Gunnlaugs Sigmunds-
sonar og eiginkonu hans gegn
Teiti Atlasyni var vísað frá dómi í
Héraðsdómi Reykjavíkur í sept-
ember í fyrra.
Krafðir um
16 milljarða
Slitastjórn Glitnis krefur þá
Lárus Welding, fyrrverandi for-
stjóra bankans, og Guðmund
Hjaltason, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Glitnis, um samtals sextán millj-
arða króna í skaðabætur. Málið
má rekja til þess að Lárus og
Guðmundur voru í desember
dæmdir fyrir að misnota að-
stöðu sína með því að lána Mile-
stone rúmar 102 milljónir evra í
febrúar 2008 í Vafningsmálinu.
Fengu þeir níu mánaða fang-
elsisdóm, þar af þrjá skilorðs-
bundna. Þeim dómum var áfrýj-
að til Hæstaréttar. RÚV greindi
frá málinu á fimmtudag.
Enskan tekin gild Brátt geta
enskumælandi einstaklingar gefið blóð
hjá Blóðbankanum án allra vandkvæða.