Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Qupperneq 18
18 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
Sjálfstæðar konur settu síðan á flot
innan flokksins. Það voru aldeilis ekki
allir sammála þeirri nálgun en stór
hópur fólks náði að knýja þetta í gegn
meðal annars með dyggum stuðn-
ingi manna eins og Geirs H. Haarde
og Péturs Blöndal. Það var ómetan-
legt að fá stuðning þessara manna í
svona mikilvægu baráttumáli en það
er engin spurning í mínum huga að
þarna var einn stærsti sigurinn í jafn-
réttisbaráttunni unninn.
Ólöf: Ég get bara svarað fyrir mig.
Mér hefur ekki þótt svo vera. Kannski
fyrst þegar ég var að byrja, þá fannst
mér eins og fólk tryði mér ekki eins
vel og næsta manni þegar ég talaði
um efnahagsmál en það breyttist.
Bæði af því að ég hef lagt mig í líma
við að tala um þau og svo af því að ég
öðlaðist meira sjálfstraust og þar með
meiri styrk.
Lilja: Ég upplifði mun meiri dóm-
hörku gagnvart konum bæði í fjöl-
miðlum og meðal kjósenda. Þetta
varð til þess að margar konurnar á
þingi lögðu meiri áherslu á að kynna
sér ítarlega mál í stað þess að eyða
tíma í að kanna eða móta afstöðu
annarra þingmanna til mála. Mér
fannst kjósendur oft sýna konum sem
ekki voru með eitthvað á hreinu meiri
ósvífni en körlum á fundum.
Útlit og klæðnaður kvenna
Er almenn umræða um þingkonur að
einhverju leyti frábrugðin umræðunni
um þingmenn?
Siv: Já, það er talsvert meira rætt
um fatnað kvennanna, útlit, radd-
beitingu og framkomu heldur en karl-
anna. Faðir minn hefur klippt út alla
umfjöllun um mig í dagblöðum frá
upphafi og á nú 25 úrklippubækur.
Þar má sjá þetta með skýrum hætti,
svo sem umfjöllun um klæðnað minn
og útlit. Ég gerði það að leik mínum
í jafnréttisfyrirlestri fyrir nokkrum
árum, sem bar heitið Rauðir pinna-
hælar og gráir rykfrakkar, að taka
nokkur slík úrklippudæmi og setti inn
nafn karlkyns þingmanns í stað míns.
Þá varð umfjöllunin sprenghlægileg
og eiginlega absúrd. Svo sem, Páll
Pétursson mætti brosandi á Bessa-
staði í glæsilegum, stílhreinum silki-
buxum og svo framvegis.
Þorgerður Katrín: Ég held að fólk
sé orðið meðvitað um að það er ekk-
ert rosalega smart að tala bara um út-
lit og klæðnað kvenna sem koma fram
í sjónvarpinu. Þar var umræðan fyrir
tíu árum og þegar ég tók þátt í um-
ræðum um pólitísk mál í sjónvarpssal
þá fannst mér helvíti fúlt þegar það
fyrsta sem ég heyrði var að ég hefði
verið í flottum jakka eða ég hefði fitn-
að á meðgöngu. Þetta er hluti af
þessari sögu, svona var þetta á fyrstu
árunum mínum á þingi en við erum
komin lengra núna. Sumir segja þó að
það séu gerðar meiri kröfur til kvenna
og ég held að það megi að mörgu leyti
taka undir það.
Enn er það einnig algengt að á kon-
ur í íslenskri pólitík eru hengd ýmis
viðhengi eins og stjórnlyndir karlar í
flokknum, makar, feður eða bara hver
sem hentar hverju sinni. Við fáum
ekki alltaf að vera þessir sjálfstæðu
einstaklingar sem við erum og í póli-
tík á eigin forsendum og verðleikum.
Það er ákveðin pólitík að veikja kon-
ur með þessum hætti, það hentar ekki
alltaf, en stundum.
Ólöf: Mér finnst enn of mikið rætt
um útlit þingkvenna og eins þykir
enn of merkilegt að þingmenn séu að
skipta á bleyjum. Það þarf að breyta
þessu. Ég nenni ekki að lesa meira
um að þessi og hin þingkonan sé
rosa smart og vel til höfð og hann svo
svakalega duglegur í eldhúsinu.
Lilja: Mér hefur oft fundist þekk-
ingu og málflutningi þingkvenna sýnd
minni virðing en þingkarla. Menntun
mín og hagfræðiþekking var mjög
oft dregin í efa í umræðum um flók-
in efnahagsmál af fólki sem hafði afar
litlar forsendur til að gera það.
Þekktir bloggarar og fjölmiðlar
fjalla auk þess mun meira um um-
mæli og tillögur karla í pólitík en
kvenna. Þöggunin takmarkar mjög
möguleika kvenna til að eiga samtal
við kjósendur með sama hætti og
karlar í pólitík. Ég fór framhjá þessari
hindrun með því að tjá mig á Face-
book um hugmyndir mínar og tillögur
ásamt því að leiðrétta rangfærslur og
útúrsnúninga. Nú í aðdraganda kosn-
inga er nánast eingöngu fjallað um og
vitnað í karla í almennri umræðu um
kosningarnar. Það eru vonbrigði hvað
þessi kynjahalli vekur litla athygli.
Haldið frá ákvarðanatöku
Stundum er talað um að konum sé
haldið frá ákvarðanatöku, að ákvarð-
anir séu teknar á óformlegum vett-
vangi en ekki á formlegum fundum
þar sem konur hafa rödd. Hvernig
er þín reynsla úr pólitíkinni, standa
konur jafnfætis körlum þegar það
kemur að ákvarðanatöku á þingi eða
öðrum störfum þingmanna?
Siv: Maður hefur orðið var við það
alveg frá upphafi að oft eru ákvarð-
anir teknar í illsýnilegum hópum þar
sem karlar eru aðallega með í ráðum.
Þeir virðast stundum eiga léttara
með að ráðfæra sig við sitt eigið kyn.
Í gegnum þessi ár hefur maður til
dæmis orðið var við það að karlarnir
hringjast talsvert á til að ráðfæra sig
við hvern annan eða ganga frá hlut-
um. Það er síður haft samband við
konurnar með þessum óformlega
hætti. Þær eru þá settar í þá stöðu að
þurfa að samþykkja eða andmæla á
fundum eða síðari stigum þegar aðrir
hafa meira og minna klárað málin.
Þorgerður Katrín: Við getum
kallað það glerþak, við getum kallað
það múra en konur mættu ósýnileg-
um hindrunum á sínum tíma. Það var
ekki alveg sjálfgefið að maður væri
inni í ákvarðanatökum þó að maður
væri í einhverri tiltekinni stöðu. En
mér finnst það hafa breyst til batnað-
ar. Á endanum snýst þetta alltaf um
það hvernig samskipti þú átt við fólk
og hvernig tengslanet þú byggir upp.
Í dag tel ég að konur standi jafn-
fætis körlum varðandi ákvarðanatöku
en það hefur ekki alltaf verið sjálf-
sagt og það hefur heldur betur ekki
gerst baráttulaust. Við höfum þurft
að vera í hlutverki fílsins í postulíns-
búðinni og það hefur ekki alltaf verið
skemmtilegt, en það var alltaf þess
virði að taka slaginn. Ég held að það
eigi ekkert frekar við um minn flokk
en aðra flokka, ég hef horft upp á kon-
ur í öllum öðrum flokkum reita hár
sitt vegna þessa.
Það var mikilvægt fyrir mig að sjá
að konur voru í sama strögglinu og ég
sjálf annars staðar, en það var jafnvel
enn mikilvægara að sjá sterkar konur
taka við forystunni, eins og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir gerði á sínum tíma.
Ég var ekki alltaf sammála henni en
hún hafði áhrif og það var ekki hægt
að líta lengur fram hjá mikilvægi þess
að hafa konur í fremstu röð. Hún
sýndi það líka að hún var ekki einhver
táknmynd heldur gerandi og leiðtogi.
Ég tel að allar konur sem hafa ver-
ið í forystusveit flokksins sendi mikil-
væg skilaboð til kvenna og karla. Þær
hvetja konur til þess að halda áfram
og karlana til þess að fá fleiri konur
inn til þess að styrkja flokkinn og auka
breiddina, ekki veitir af.
Ólöf: Ég hef verið mjög lánsöm í
mínum störfum í stjórnmálum. Ég hef
unnið með góðu fólki, konum jafnt
sem körlum. Við höfum lagt áherslu á
að ákvarðanir séu teknar í samráði við
sem flesta – hjá okkur höfum við kom-
ist sameiginlega að niðurstöðu í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins.
Lilja: Mín reynsla er að karlar voru
oftar búnir að „heyra hljóðið“ í öðr-
um þingmönnum þvert á flokka varð-
andi afstöðu til ákveðinna mála í um-
ræðu eða vinnslu mála í þinginu. Mér
fannst konurnar halda sig meira við
samskipti við þingmenn í eigin flokki.
Grimmdin kom á óvart
Hvað kom þér mest á óvart þegar þú
settist á þing?
Siv: Það kom mér skemmtilega á
óvart hvað þingmenn voru oft góðir
vinir þvert á flokka og hvað andinn
gat verið góður í nefndarstörfunum.
Það kom mér líka á óvart hvað bar-
áttan gat verið grimm innan flokka og
samkeppnisumhverfið slítandi. Odd-
vitar lista eru sjaldan í skjóli og margir
tilbúnir til að ná því sæti af þér. Þetta
er eðli stjórnmálanna, en baráttan
er harðari en margan grunar. Maður
hefur því safnað þykkum skráp á
þessum árum.
Ólöf: Að geta ekki vitað hvenær
vinnudegi lýkur – ég skildi það ekki.
Að geta ekki svarað fjölskyldunni um
eitt né neitt.
Lilja: Hvað hæfni þingmanna
skiptir litlu máli og hvað valdakerfið
er fast í sessi innan veggja þingsins.
Framkvæmdavaldið ræður öllu í
krafti meirihlutans en þingmenn
meirihlutans eru að mestu leyti valda-
laust tæki þess. Stjórnarmeirihlutinn
hafði aðeins samráð við stærstu
þingflokkana, Sjálfstæðisflokkinn og
Framsókn. Aðrir vissu varla hvað var
í gangi.
Skemmtilegasta starf í heimi
Hvað er það jákvæðasta við vinnu-
staðinn?
Siv: Það eru forréttindi að fá að
koma hugmyndum sínum á framfæri
og í verk í þingstörfunum. Þingmenn
eru flestir eldhugar og brenna fyrir
því að koma hugmyndafræði sinni og
flokka sinna í gagnið. Þingið er vett-
vangur þessarar vinnu. Mér finnst líka
mjög jákvætt hvað starfsfólk Alþingis
er hæfileikaríkt og duglegt. Aðstoð
þeirra er ómetanleg.
Þorgerður Katrín: Það sem mér
fannst jákvæðast við Alþingi var að
þar fékk ég ótrúlega gott tækifæri til
að hitta alls konar fólk, sem sumt var
skemmtilegt en annað fúllynt, sumt
var skapandi annað neikvætt, en allt
lifði það og hrærðist í samfélaginu og
hafði sögu að segja. Það skiptir máli
fyrir stjórnmálamenn að hlusta og
reyna að beita stöðu sinni til þess að
bæta hag þessa fólks. Það er það sem
situr eftir og gerir þetta að skemmti-
legasta starfi í heimi.
Ólöf: Það er einhver óskiljanleg
dínamík á Alþingi. Eitthvað gott þrátt
fyrir allt argaþrasið. Ég hef eignast
vini í öllum flokkum sem ég veit að
munu fylgja mér og það finnst mér
dásamlegt.
Lilja: Upplýsingaskyldan sem
framkvæmdavaldið hefur gagnvart
þinginu. Ég fékk upplýsingar sem
veittu mér einstakan skilning á stöð-
unni í efnahagsmálum sem ég reyndi
síðan að einfalda og miðla í gegnum
blogg, Facebook og viðtöl. Starfsfólk
Alþingis var afskaplega hjálplegt og
reyndist mér faglega vel og var gott að
starfa með því. Ég er líka þakklát eins-
tökum embættismönnum sem létu
mig fá upplýsingar sem ég þurfti sem
þingmaður.
Óvissan og skítkastið erfiðast
En það neikvæðasta?
Siv: Vinnutíminn er oft óútreikn-
anlegur.
Þorgerður Katrín: Af því að ég er
frekar glöð og bjartsýn þá finnst mér
erfitt að benda á það neikvæða við
starfið en auðvitað var óvissan erfið
sem og þetta persónulega skítkast.
Sjálf hef ég byggt upp þykkan skráp
en það gerir það kannski að verkum
að umræðan getur magnast og farið
á erfiðara plan. Sumt var eflaust rétt
annað var rangt en ég hafði enga leið
til þess að leiðrétta eitt eða neitt. Mín-
ir nánustu tóku það nærri sér og það
var vont. Ég held að það sé það erfið-
asta við að vera í pólitík, að sjá vanlíð-
an hjá þeim sem maður elskar. Amma
sagði að það væri mannlegt að reiðast
en djöfullegt að vera langrækinn og
ég hef alltaf hugsað þetta á erfiðum
stundum. Það eina sem gildir er að
halda áfram með gleðina í farteskinu.
Ólöf: Að við skulum ekki hafa bor-
ið gæfu til að sýna landsmönnum
betri hlið á Alþingi. Sú góða vinna
sem fer fram í nefndum og það sem
ekki sést á sjónvarpsskjánum. Það er
mikill skaði.
Lilja: Klækjastjórnmál og að vera
skilgreind út frá fjölskyldutengslum
og hollustu við flokksforystuna í VG.
Mér sárnaði mest þegar ég fékk áskor-
un frá hópi fólks úr menningar- og
menntaelítunni sem skoraði á mig að
segja mig frá þingmennsku vegna af-
stöðu minnar til Icesave I. Þetta fólk
átti að vita betur. Afstaða mín til Ice-
save I og II var líka oft útskýrð af for-
ystu VG með tilvísun til þess að for-
eldrar mínir og nokkrir ættingjar
hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn í ára-
tugi. Ég gleymi því heldur aldrei þegar
forysta VG setti mig af sem formann
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
þremur dögum áður en ég átti að fara
til Strassborgar og flytja ræðu sem full-
trúi flokkahópsins míns um skýrslu
OECD um efnahagsmál.
Taka slag á eigin forsendum
Hvað þarf maður að hafa til brunns að
bera til að ná langt í pólitík á Íslandi?
Þorgerður Katrín: Ef ég á að tala út
frá eigin reynslu hefur það alltaf kom-
ið mér vel að vera glöð, raunsæ og hafa
trú á samfélagið og því að við getum
náð lengra. Án þess að vera einhver
Pollýanna þá skaðar það ekki að vera
bjartsýnn eða vongóður.
Sumir segja að ég sé strákastelpa,
ég veit ekki hvort það er jákvætt eða
neikvætt en ég held að við stelpurn-
ar eigum að gera það sem okkur líður
best með að gera og við trúum á. Það
hefur hjálpað mér að vera strákastelpa
að því leytinu til að þá er ég eins og ég
er. Á meðan ég er ekki að þykjast vera
önnur en ég er styrkist ég.
Það að ég sé strákastelpa tengist
ekki bara því að ég fékk strákalykil í
sundlaugunum þar til ég var fjórtán
ára heldur þykja mér ákveðnir hlutir
skemmtilegri en aðrir og það er búið
að kyngera þá sem strákahluti. En það
þarf ekkert endilega að vera strákalegt
að hafa áhuga á bílum og smíðum og
rífa kjaft. Það getur líka verið stelpu-
legt.
Við megum ekki halda að við séum
allar eins, við nálgumst hlutina með
mismunandi hætti en við getum háð
slagi á okkar forsendum.
Mér þótti vænt um það þegar vin-
kona mín sendi mér tilvitnun í Noru
Ephron því þegar hún las það þá hugs-
aði hún strax til mín: „Whatever you
choose, however many roads you tra-
vel, I hope that you choose not to be a
lady. I hope you will find some way to
break the rules and make a little trou-
ble out there. And I also hope that you
will choose to make some of that trou-
ble on behalf of women.“
Ég held til dæmis að ég hafi aldrei
verið nein sérstök dama. Af því að
þessi ákveðna vinkona mín getur líka
verið hálfgerð samviska mín þótti mér
vænt um að fá þetta. Að vita að ég var
ekki alltaf þæga stelpan. Ég er sjálf-
stæðismaður en ég er líka femínisti
og ég skammast mín fyrir hvor-
ugt. Femínisti er bara ákveðið póli-
tískt spektrum og það er ekki hægt
að njörva alla femínista niður í sama
„Maður hefur orðið
var við það alveg
frá upphafi að oft eru
ákvarðanir teknar í ill-
sýnilegum hópum þar
sem karlar eru aðallega
með í ráðum.
Siv Friðleifsdóttir
Alþingi Þrátt
fyrir allt, óvissuna
varðandi vinnutím-
ann, baráttuna og
karlaveldið er einhver
óskiljanleg dínamík á
Alþingi sem konurnar
kunnu að meta.