Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Qupperneq 20
S tjórnmálaflokkurinn Dögun býður nú fram í öllum kjör­ dæmum landsins. Flokk­ urinn var lengi í smíðum og hófst vinnan á bak við fram­ boðið fyrir um einu og hálfi ári. Bak­ grunn Dögunar má meðal annars rekja til Borgarahreyfingarinnar sem síðar varð Hreyfingin og til Hagmuna­ samtaka heimilanna. Dögun býr vel að því að hafa tekið við rekstri Borg­ arahreyfingarinnar sem átti um 15 milljónir króna samkvæmt ársreikn­ ingi fyrir árið 2011. Þá fékk Borg­ arahreyfingin yfir 20 milljónir króna árlega í ríkis framlög frá árinu 2010 vegna setu þingmanna á Alþingi eða alls meira en 80 milljónir króna á kjör­ tímabilinu. Dögun tekur hins vegar ekki við fjárframlögum frá lögaðilum en er heimilt að taka við framlögum frá einstaklingum og úr sjóðum hins opin bera sem styrkja stjórnmálasam­ tök. Breytt viðhorf til nýrra framboða Samkvæmt síðustu könnun Capacent Gallup mælist Dögun með 2,5 pró­ senta fylgi sem myndi ekki skila flokknum manni inn á þing. Um miðjan mars mældist flokkurinn hins vegar með einungis 0,7 prósenta fylgi í sömu könnun og hefur því verið að bæta töluvert við sig fylgi. Einnig mældist Dögun með 3,6 prósenta fylgi í síðustu könnun MMR. Í sam­ tali við DV segist Margrét Tryggva­ dóttir þingmaður sem skipar efsta sæti Dögunar í Suðvesturkjördæmi vera ánægð með kosningabaráttuna hingað til. Aðspurð um fylgi flokks­ ins í skoðanakönnunum segist Mar­ grét bjartsýn á að Dögun muni fá nægt fylgi til að ná inn þingmönnum. Flokkurinn hafi fundið fyrir mikilli já­ kvæðni hjá almenningi. Fólk sé þakk­ látt fyrir það hversu margir sýna því áhuga að taka þátt í stjórnmálum. Það sem sé breytt núna snúi einnig að öðru viðhorfi fólks til nýrra framboða en áður var. Það hafi verið erfitt fyrir Borgarahreyfinguna árið 2009 að vera nýtt framboð en stemningin í þjóðfé­ laginu núna, árið 2013, sé allt önnur. Nú sé fólk miklu opnara fyrir nýjum framboðum. Margrét tekur undir það að fjöl­ miðlar hafi ekki sýnt nýju framboðun­ um nægilega mikla athygli. Eins sé mjög erfitt fyrir ný framboð að fara í skipulega kosningaherferð með aug­ lýsingum í fjölmiðlum líkt og stærri framboðin, sem njóta ríkisfjárfram­ laga, hafi getað gert. En eins og áður kom fram býr Dögun vel að því að hafa tekið við rekstri Borgarahreyf­ ingarinnar sem hefur fengið ríkisfjár­ framlag allt kjörtímabilið. Skuldavandi, stjórnarskrá og auðlindamál „Dögun er nýtt framboð og ég held að það sé mikil eftirspurn eftir nýjum stjórnmálaöflum,“ segir Margrét. Þau hafi verið í um eitt og hálft ár að undir­ búa framboðið líkt og áður kom fram. Björt framtíð sé líklega eina framboðið af nýju framboðunum sem hafi staðið jafn lengi að undirbúningi. „Allt okkar málefnastarf hefur verið unnið í opnu og lýðræðislegu ferli. Uppbygging starfsins er með flötum strúktúr sem er öðruvísi en í hefðbundnum stjórn­ málaflokkum. Við erum ekki eins­ málsflokkur og ekki einsmanns flokk­ ur. Við erum með breiða stefnu í öllum málaflokkum. Hjá Dögun er líka fólk úr öllum áttum og allir sitja við sama borð vegna þess fyrirkomulags sem er á starfi okkar,“ segir hún. Helstu stefnumál Dögunar snúa að leið­ réttingu á verðtryggðum íbúðalánum landsmanna, afnámi verðtryggingar, nýrri stjórnarskrá og auðlindamálum. Margrét segir að Dögun leggi mikla áherslu á lýðræðisumbætur og auðlindamál. „Dögun vill berjast fyrir nýrri stjórnarskrá sem tryggir réttindi borgaranna og skyldur stjórnvalda. Í henni er margt sem er mjög til bóta, svo sem aukinn upplýsingaréttur fólks og mun virkari tæki til að veita stjórnvöldum aðhald hverju sinni og koma málum á dagskrá. Ein helsta bomban er svo auðlindaákvæðið sem myndi tryggja þjóðinni eignarhald á auðlindum sínum og raunverulegan arð af þeim,“ segir hún. Skuldavandi heimilanna í fyrirrúmi Margrét segist persónulega leggja mesta áherslu á skuldamál heimil­ anna. Hún segir að fólk á Reykjanesi sé í verstu stöðunni fjárhagslega. At­ vinnuleysi sé þar mikið og margir séu að sligast undan fasteignaskuldum. DV greindi nýlega frá því að íbúar í Sandgerði og í Sveitarfélaginu Vogum skulduðu mest að meðaltali í íbúða­ lán af öllum íbúum landsins eða að meðaltali 76 prósent. Margrét óttast að ef ekki verði farið í frekari aðgerðir fyrir skuldug heim­ ili muni enn fleiri Íslendingar flytja af landi brott á næstu árum. Slík þró­ un yrði afar slæm fyrir íslenskt samfé­ lag. „Það er ekki hægt að segja annað en að stjórnvöld hafi haft nóg að gera á kjörtímabilinu. Hins vegar var ekki nægilega mikið gert til þess að létta á skuldavanda heimilanna. Núna þurf­ um við raunverulegar lausnir. Fólk vill ekki óbreytt ástand,“ segir hún. Byggja verði upp nýtt húsnæðis­ lánakerfi á Íslandi. Seðlabankinn geti ekki beitt stýritækjum sínum nægi­ lega vel vegna þess að of mikið að lán­ um á Íslandi séu verðtryggð. Það sé ein helsta ástæða þess að afnema verði vertrygginguna að mati Margrétar. Hugmynd Alþýðusambands Íslands um að taka upp danskt húsbréfa­ kerfi sé einnig mjög góð. Það sé síðan nauðsynlegt að fólk hafi val um hvort það vilji vera á leigumarkaði eða búa í sínu eigin húsnæði. Að mati Margrétar eru vextir á íbúðalánum allt of háir á Íslandi. Fá lán séu þó öruggari fyrir lánveitendur því yfirleitt séu íbúðalán þau lán sem fólk hætti seinast að borga vegna fjár­ hagsvandræða. Allir þurfi jú að búa einhvers staðar. „Hugsanlega þarf að setja á eitthvert vaxtaþak til að byrja með en ég held að það þurfi ekki til langs tíma,“ segir hún aðspurð um hvaða vaxtakjör muni bjóðast fólki ef verðtrygging verði bönnuð á Íslandi. Í því samhengi má nefna að frá því að krónan var sett á flot árið 2001 hafa óverðtryggðir vextir að meðaltali ver­ ið um 11 prósent sem er mun hærra en í flestum nágrannalöndum Íslands. Margrét telur líka nauðsynlegt að stytta lánstíma á íbúðalánum hérlendis. Á það megi þó benda að þótt Íslendingar búi að meðal tali í stóru húsnæði sé ein ástæða einnig sú að við eyðum mikl­ um tíma innan veggja heimilisins og þar skipti veðrið hérlendis miklu máli. Ýmsar lausnir í boði „Við höfum ekki viljað einskorða okkur við eina lausn á þessum vanda. Hreyfingin lagði fram þingsályktunar­ tillögu um sérstakan afskriftasjóð sem tæki yfir reiknaðar verðbætur frá 1. janúar 2008 af öllum verðtryggðum íbúðalánum landsmanna umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Önnur leið væri svokallað skiptigengi þar sem íbúðaskuldir yrðu færðar yfir á nýju verði og miklar peningalegar eignir skrifaðar niður á móti. Síðan er sú leið, sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram, að láta erlenda kröfu­ hafa gömlu bankanna greiða fyrir leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána,“ segir Margrét, sem og rífleg skattlagn­ ing á hagnað bankanna. Segja má að Dögun og Fram­ sóknarflokkurinn séu með svipaðar áherslur hvað varðar skuldavanda heimilanna. Margrét segir að stór­ aukið fylgi Framsóknarflokksins í síð­ ustu skoðanakönnunum komi sér að vissu leyti á óvart. Hún tekur und­ ir að þessir tveir flokkir leggi báðir mikla áherslu á frekari aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Það hafi Hreyfingin og Framsókn gert allt kjör­ tímabilið ásamt því að leggjast gegn samningum um Icesave. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn verið að auka fylgi sitt miklu meira en Dögun að undanförnu samkvæmt skoðana­ könnunum. Aðspurð um mögulegt stjórnarsamstarf segir Margrét að það sé afstaða Dögunar að samkvæmt ályktun flokksins sé vilji til að fara í samstarf við önnur ný framboð. Þegar Margrét er spurð hvort hún verði ekki þreytt á því að taka þátt í stjórnmálum segir hún að stemn­ ingin í kosningabaráttunni um þess­ ar mundir sé mjög jákvæð líkt og komið var inn á fyrr í umfjöllun. Það sé hins vegar sín afstaða að fólk eigi ekki að sitja á þingi lengur en tvö til þrjú kjörtímabil. Það eigi að vera hluti af fulltrúalýðræði. Nauðsyn­ legt sé að reglulega komi nýtt fólk inn á þing. n 20 Viðtal 19.–21. apríl 2013 Helgarblað „Fólk vill ekki óbreytt ástand“ „Dögun er nýtt framboð og ég held að það sé mikil eftir­ spurn eftir nýjum stjórn­ málaöflum. n Dögun leggur mesta áherslu á skuldavanda heimilanna, nýja stjórnarskrá og auðlindamál Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Margrét Tryggvadóttir þingmaður sem skipar efsta sæti Dögunar í Suðvesturkjör- dæmi segist persónulega leggja mesta áherslu á skuldamál heimilanna. Það sé það mál sem hún muni berjast mest fyrir næstu fjögur árin ef hún fær aftur kosningu inn á þing. „Það þarf að koma á réttlæti í því sem snýr að skuldavanda heimilanna. Það verður líka að koma á kerfi sem hægt er að búa við til framtíðar þannig að fólk geti gert raunhæfar fjárhagslegar áætlanir,“ segir Margrét sem þekkir af eigin raun að glíma við fjárhagserfiðleika. Á miðvikudaginn birti DV grein eftir hana sem vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að árið 1996 hefðu hún og maður hennar verið í miklum fjárhags- vandræðum. Þau höfðu átt fyrirtæki sem gekk ekki sem skyldi. Einn daginn hafi hún verið stopp á rauðu ljósi á Sæbrautinni, hágrátandi, og hafi velt því fyrir sér að aka í veg fyrir flutningabíl og binda þannig enda á líf sitt. Af því lét hún hins vegar ekki verða og þar hafi ungur sonur hennar í aftursætinu skipt höfuðmáli. Nokkrum árum síðar voru þau hjónin hins vegar laus við skuldir sínar og segir Margrét að frá þeim tíma hafi þau verið mjög aðhaldssöm í öllu sem snýr að fjármálum. Þessi lífsreynsla geri það hins vegar að verkum að hún eigi auðvelt með að setja sig í spor þess fólks sem nú glími við mikla fjárhagserfiðleika. Sigraðist á skuldavandanum Þekkir vandann Margrét Tryggvadóttir, oddviti Dögunar í Suðvesturkjördæmi, þekkir vel af eigin raun að eiga við skuldavanda að etja. Mynd EyÞór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.