Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Síða 32
32 Viðtal 19.–21. apríl 2013 Helgarblað alþjóðasamfélagsins við mansali og í því gat hún tekið dæmi úr eigin persónulegu reynslu. Með tímanum fann hún sér líka nýja drauma að eltast við. Meðan hún vann í sjálfstraustinu og óttan- um ákvað hún að láta til sín taka. „Ég þurfti að trúa á að ég hefði eitthvað að segja. Framboðið til stjórnlagaþings hjálpaði mér. Það kom mér á óvart að einhver vildi hlusta á það sem ég vildi segja. Það efldi mig í að halda áfram. Það er ekki oft í lífinu sem maður lend- ir í því að einhver ýtir á þig og segir: Þú átt að fara hingað.“ Fékk sól og meðvind Kannski fékk ég loks sól og meðvind,“ segir hún og brosir. „Ég sat nú bara heima hjá mér og heyrði viðtal við Guðrúnu Péturs- dóttur í útvarpinu um að þjóðin fengi að bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Ég hugsaði strax að þetta væri eitt- hvað sem gæti átt vel við mig. Ég var með BA-próf í stjórnmálafræði og var á þessum tíma að hefja meistaranám mitt. Ég hef alltaf verið í því að vilja réttlátara og sanngjarnara samfélag og losna við spillingu og ráðandi hags- muni. Ég sá þarna tækifæri. Ég er heit fyrir því að koma ungu fólki til tæki- færa þannig að ég ákvað að láta það ekki stöðva mig að ég var ung og al- gjörlega óþekkt og ákvað að vaða bara í þetta. Ég átti smávegis sparifé inni á bankabók og ákvað að fjárfesta í sjálfri mér. Það tókst með samhentu átaki fjölskyldunnar. Það vissu allir eitthvað og þessu var potað skref fyrir skref. Það var ofboðsleg gleðistund að frétta að ég hefði náð kjöri. Þetta var rétt fyrir jólin. Mamma hitaði súkkulaði og við vorum með smákökur og pipar- kökur. Settumst fyrir framan sjónvarp- ið. Ég hef aldrei haft neitt keppnisskap í neinu en þarna fann ég að mér var orðið flökurt. Ég var farin að svitna. Ég hefði aldrei trúað því að mér stæði ekki á sama. Mig langaði þetta svo of- boðslega mikið. Ég hoppaði upp úr stólnum og knúsaði kærastann minn. Systir mín sem var ófrísk sat hágrátandi í sófan- um. Þetta var rosaleg gleðistund því við vorum öll fjölskyldan búin að vera í þessu. Fjölskyldan vissi það reyndar ekki þá en þá var ég orðin ólétt og gleðin því margföld.“ Ástrós er heppin að eiga góða að. Kærasti hennar er Hugi Halldórsson, eigandi framleiðslufyrirtækisins Stór- veldið ehf., saman eiga þau soninn, Auðun Sölva, sem er nú tveggja ára. Ástfangin upp fyrir haus „Ég er ástfangin upp fyrir haus,“ segir Ástrós og glöggt má sjá á svip hennar hve heit ástin er. Ástrós og Hugi kynnt- ust fyrir tilviljun þegar systir hennar tók þátt í sjónvarpsþættinum Leitin að strákunum. „Ég fór með systur minni í lokapartí. Það var haldið á Prikinu og þar sá ég Pétur Jóhann og Huga ganga inn. Svo sá ég þá ganga aftur út og ég hugsaði ekki frekar um það. Hópurinn ákvað svo að ljúka kvöldinu á Ölveri í Glæsibæ og fór ég með þangað. Þá sá ég Huga sitja þar og við röbbuðum saman. Við fórum svo niður í bæ og þegar leið að því að fara heim þá sammæltumst við um að taka leigubíl heim saman og hann bauðst til að borga. Hann lét leigubílinn keyra sig heim. Svo bara hoppaði hann út úr bíln- um, þakkaði fyrir kvöldið og þakkaði reyndar fyrir kvöldið eins og herra- manni sæmir. En ég hugsaði bara: Hvað er að þessum gæja? Lætur mig borga leigubílinn heim til sín. Bað ekki um númerið mitt eða neitt. Svo var leigubílstjórinn að bakka út úr göt- unni, þá kom Hugi hlaupandi á eftir bílnum, augljóslega miður sín og sagð- ist alveg hafa gleymt sér. Þá bað hann mig um símanúmerið og upp frá því fórum við að hittast þrátt fyrir baga- lega byrjun.“ Ólétt í stjórnlagaráði Að loknu kjöri til stjórnlagaráðs dæmdi Hæstiréttur kosninguna ógilda. Niðurstaðan var Ástrós mikil vonbrigði þótt ræst hafi úr á endan- um. Hún hafði eytt sparifénu í kosn- ingabaráttuna, tekið sér frí frá námi og sat nú ólétt heima. „Ég átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum því ég var námsmaður og hefði setið atvinnu- laus heima þar til ég hefði átt barnið. Eins og staðan var þá var ég umboðs- laus og ég hugaði að því að leita rétt- ar míns. En sem betur fer rættist úr þessu og ég er reynslunni ríkari eftir vinnu mína í stjórnlagaráði. Í fyrstu var ég svolítið feimin og varkár. Þarna hafði ég fengið sæti með fólki með víðtæka reynslu og þekkingu. Fólki á borð við Þorvald Gylfason og Ómar Ragnarsson. Það tók mig nokkra daga að ná jarðtengingu og koma mér í gang,“ segir hún og brosir. Vill auka réttindi barna Móðurhlutverkið segir hún hafa breytt sér. Þessi skilyrðislausa ást hefur orðið henni enn frekari hvatning til þess að móta samfélag sitt. Hún vill auka réttindi barna til þess að eiga góðar samverustundir með foreldrum sín- um. „Það er merkilegt að hitta einstak- ling sem maður hefur búið til sjálf- ur. Þetta er svo skilyrðislaust ást sem maður skilur ekki fyrr en maður er for- eldri. Ég held ég hafi bara tapað mér í móðurhlutverkinu,“ segir hún með bros á vör. „Mér finnst þetta alveg frá- bært. Ég gæti hugsað mér að eiga 10 börn. Eftir að ég varð móðir fór ég að hafa miklu meiri áhuga á réttindum barna til að eiga samverustundir með foreldrum sínum. Fólk þarf að vinna og allt það en mér finnst leiðinlegt hvað börnin verða útundan í samfé- laginu. Fólk steypir sér í skuldir á unga aldri og nær svo ekki að rækta fjöl- skyldu sína með góðum hætti.“ Lífið er maraþonhlaup Mest af öllu vill Ástrós auka áhrif ungs fólks. „Við vöknum ekki bara 18 ára og höfum þá allt í einu áhuga á stjórnmálum. Ég held að krafturinn og hugmyndaauðgin sem býr í ungu fólki sé vannýtt. Ég myndi vilja hafa ungmennaráð á Alþingi, það er hægt að nota netið til að koma hugmynd- um þeirra á framfæri. Það er svo mikil vitneskja sem býr í ungu fólki sem þarf að nýta.“ Henni er einnig hugleikið að jafna rétt fólks. „Það er réttlætismál. Það sitja ekki allir við sama borð, ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim- inn. Mér líður stundum eins og lífið sé maraþonhlaup og það eru einhverj- ir sem eru með 20 kílómetra forskot á mig. Það er ekki sanngjarnt. Ég vil leggja mína krafta í að breyta þessu. Það breytist ekkert nema maður gerir eitthvað sjálfur.“ n „Heimurinn hrundi og ég hringdi heim til foreldra minna. Kennir sig við móður sína Það voru auðvitað einhverjir skuggar í tilverunni sem leiddu til þess að ég hef nú skipt um eftirnafn og kenni mig nú við móður mína,“ segir Ástrós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.