Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Síða 38
38 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Alveg hreint
ágætis afþreying“
„Kristján er listamaður sem
þjóðin getur verið stolt af“
Ófeigur snýr aftur
Ágúst Guðmundsson
Blam! Kristján Ingimarsson
og Jesper Pedersen
Pólskir kvik-
myndadagar
Bíó Paradís og Sendiráð Lýðveld-
is Póllands á Íslandi standa fyrir
Pólskum kvikmyndadögum í
þriðja sinn dagana 25.–28. apríl.
Boðið verður upp á fjórar nýjar
myndir sem eru þverskurður af
því besta sem pólskt bíó hefur
upp á að bjóða; allt frá opnunar-
myndinni My father’s bike/Mój
rower, grátbroslega gamanmynd
eftir leikstjórann Piotr Trzaskalski,
til myndarinnar You are god þar
sem fjallað er um hinn stórbrotna
hip-hop hóp Paktofonika, sem
breytti pólskri tónlistarsenu á sín-
um tíma. Myndirnar eru á pólsku
með enskum texta og frítt er inn á
allar sýningar.
Kirkjulistavika
á Akureyri
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju
2013 stendur yfir frá 21. til 28. apríl
en fjölmargir spennandi listvið-
burðir verða í Akureyrarkirkju og
Menningarhúsinu Hofi. Á þriðja
hundrað manns koma fram á við-
burðunum en það er listafólk á
öllum aldri, bæði áhugafólk og at-
vinnumenn. Aðgangur er ókeypis
að öllum viðburðum nema
lokatónleikum Kórs Akureyrar-
kirkju og Sinfóníuhljóm sveitar
Norðurlands.
Málþing um
Eirík Magnússon
Laugardaginn 20. apríl verður
haldið málþing auk þess sem opn-
uð verður sýning í Þjóðarbókhlöð-
unni í tilefni 100. ártíðar Eiríks
Magnússonar bókavarðar í
Cambridge. Eiríkur var menntað-
ur guðfræðingur en sinnti
fræðastörfum á mörgum sviðum.
Hann var mikilvirkur þýðandi og
útgefandi ýmissa fornrita, guð-
fræðirita, ljóða og sálma, þjóð-
sagna og ævintýra. Eiríkur hafði í
áraraðir merka samvinnu við
George Powell og William Morris
um þýðingar og útgáfu á íslensk-
um bókmenntum en þeir Powell
þýddu meðal annars flestar af
þjóðsögum Jóns Árnasonar.
L
eikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi í síðustu viku þrjá nýja
einþáttunga eftir þrjá höfunda
af yngstu kynslóðinni. Verkin
eru skrifuð að frumkvæði
Leikfélagsins sem réð sex höfunda í
fyrra til að skrifa stutt leikrit og valdi
síðan þrjú þeirra til áframhaldandi
þróunar. Þetta er afraksturinn af því.
Framtakið er lofsvert, öðrum til fyrir-
myndar.
Fésbók og vatnspyntingar
Leikirnir eru hver öðrum ólíkir. Sá
fyrsti í röðinni er eftir Sölku Guð-
mundsdóttur. Líklega á hann að
skoðast sem ádeila á tilfinninga-
leysi okkar gagnvart raunum ná-
ungans í því firrta samfélagi sem
við lifum í. Þetta er hálfgert kórverk
(eins og heitið bendir til), minnir á
kennsluleiki Brechts, ekki aðeins að
formi, heldur einnig þematík.
Í fyrri hlutanum eru fjórar persón-
ur á sviðinu, allar á fullu á Fésbók-
inni. Það er sem sé kórinn. Menn
blaðra út í loftið með skrækum gervi-
röddum, læka og dislæka og senda
broskalla í allar áttir; allir virðast
vera að skemmta sér eða á leiðinni
út á lífið, nema hún amma gamla
sem dúkkar allt í einu upp og hljóm-
ar eins og gamaldags sendibréf, voða
krúttleg auðvitað en um leið pínu
hallærisleg. Þessi kafli allur var ljóm-
andi skemmtilegur, hressilega skrif-
aður og vel unninn af leikendum og
leikstjóra; mátti vart vera lengri, en
slapp alveg. Leikmyndin, samsafn af
færanlegum stálgrindabúrum, upp-
háum, myndar einhvers konar völ-
undarhús á baksviði, sem nafnlausar
persónurnar þjóta af og til inn í og út
úr. Hún vinnur mjög vel með leikn-
um.
En svo tekur leikurinn nýja stefnu.
Skyndilega er ein persónan, Hulda
(sú eina sem ber nafn) orðin alein á
sviðinu, búrin lykjast um hana þar til
hún er orðin eins og Guantanamo-
fangi, lent í þriðju eða fjórðu gráðu
yfirheyrslu með tilheyrandi vatns-
pyntingum. Þetta gerðist eiginlega
bara rétt si svona, eins og smellt væri
fingri, án sýnilegs aðdraganda. Hvað
konan hafði gert af sér lá ekki í aug-
um uppi; helst að skilja að hún hefði
aldrei gert neitt og væri beitt þessu án
tilefnis. Vildi höfundur með því segja
að svona væri almennt farið með fólk
sem félli ekki inn í rammann, ætti
jafnvel við geðræna örðugleika að
stríða? Eða vildi hann minna okkur
á hvernig væri farið með alsaklaust
fólk úti í hinum stóra heimi – og jafn-
vel stundum í okkar litla heimi?
Hvað sem því liður: leikritið datt
botnlaust niður. Þann botn hefði höf-
undur þurft að finna og leikhúsið að
bíða með að taka texta hans til flutn-
ings, þar til honum hefði tekist það.
Leikararnir fjórir stóðu sig all-
ir mjög vel, Lára Jóhanna Jónsdótt-
ir, sem leikur Huldu, Þröstur Leó
Gunnarsson, Valur Freyr Einarsson
og Hanna María Karlsdóttir, sem eru
kórinn.
Hrollvekja eða absúrdismi?
Í leik Kristínar Eiríksdóttur, Skríddu,
segir frá ungu pari í tiltölulega nýlegu
sambandi. Leikurinn fer fram í stofu
í blokkaríbúð þar sem maðurinn býr
einn. Hann er haldinn einhvers kon-
ar þráhyggju eða fælni, að því er best
verður séð, einangrar sig, vill ekki
hitta vini kærustunnar, fer undan í
flæmingi þegar hún vill ræða málin.
Hún fer út í búð og kemur aftur með
poka fullan af snærum sem má með-
al annars hengja sig í.
Maðurinn er mjög upptekinn af
því sem fer fram í íbúðinni fyrir neð-
an þar sem hann telur að kvenna-
morðingi hafi búið um sig; konurn-
ar sem hann sér fara inn, koma ekki
út aftur, að hans sögn. Við skiljum
fljótt að þetta getur vart verið annað
en ímyndun, brenglaðir hugarórar
mannsins sjálfs. Kærastan er ekki al-
veg með á nótunum til að byrja með,
áttar sig ekki á eða vill ekki kannast
við hvað sé í gangi, en loks dregst
hún inn í sjúkan leikinn og endar
með að leggja af stað í könnunarleið-
angur niður í hina dularfullu íbúð.
Þetta lítur sannarlega ekki vel út – en
þá er leikritið bara búið.
Hafi sú verið ætlun höfundar
að skrifa einhvers konar sálfræði-
trylli, jafnvel með absúrdísku ívafi,
þá vantaði töluvert upp á að það
tækist. Formið er vandasamt, miklu
vandasamara en höfundur kann að
hafa áttað sig á. Stigmögnunin þarf
að vera mjög útpæld, rökræn en þó
taka óvæntar sveiflur. Þá kýs leik-
stjórinn, Kristín Eysteinsdóttir, að
láta leikendurna, Val Frey og Unni
Ösp Stefánsdóttur, leika þetta á mikl-
um hraða, í uppkeyrðu farsatempói,
sem orkaði mjög ósannfærandi og
undarlegt. Ef til vill treysti hún því
ekki að textinn þyldi hægari flutn-
ing, raunsæislegri og einlægari nálg-
un. En það er gamla sagan, hvort
heldur sem er með hrollvekjuna eða
absúrd ismann, að leikurinn þarf að
vera í það minnsta á tveimur plönum
til að skapa réttan hugblæ. Munið
þið – sem það sáuð – hvernig Krist-
ján Ingimarsson og félagar fóru að í
Blam! hér á dögunum? Búningur-
inn var algerlega raunsær til að
byrja með, svo var honum flett utan
af, púkunum sleppt lausum. Það er
einmitt kúnstin: plata okkur fyrst,
svo að snúa okkur niður. Og við lát-
um plata okkur og snúa okkur niður,
af því það er svo gaman.
Ísland í Ameríku
Leikur Tyrfings Tyrfingssonar, Skúr-
inn á sléttunni, er langáhugaverð-
asta verk kvöldsins. Það gerist í
Bandaríkjunum, einhvers staðar í
námunda við Las Vegas. Þar hírast
konur tvær, upprunnar af Íslandi, í
því sem er víst skúrinn á sléttunni; á
vegg eru ljósmyndir af George Bush
og Ólafi Ragnari og frú. Sú eldri,
sem þarna ræður húsum, Halla, er
fordrukkin bredda, ættuð úr Njarð-
víkum, ein af þessum skelfilegu
kvenpersónum sem vilja drottna yfir
öllu og öllum. Þessi vill meðal annars
ráða yfir syni sínum sem er að láta
breyta sér í konu. Auðvitað tekur hún
ekki í mál að líta á hann sem kven-
mann, Gunnar sem Gunnu. Yngri
konan, Hróðný, sem virðist hálf-
gerður fáráður, er að elta ameríska
drauminn og ætlar sér að verða fræg
söngkona. Sú eldri elur á þeim tál-
vonum, en lætur hana á meðan sjá
fyrir þeim báðum með því sem liggur
víst beinast við að gera þarna á slétt-
unni. Í grennd eru vafasamir barir og
næturklúbbar, sá heimur sem kon-
urnar eru lentar í.
Í leiknum ber það til tíðinda
að Gunna kemur í heimsókn með
eldri manni, Haraldi, sem virð-
ist vera ástmaður hans, þó að hann
sýni Gunnu reyndar engan áhuga.
Þetta er í meira lagi skuggalegur
karakter; þegar hann er spurður um
atvinnu segist hann gera „ýmislegt
fyrir ýmsa“, greinilega maður sem
talar ekki af sér. Og allt endar þetta í
ástar þríhyrningi, enda hæfir kjaftur
skel þar sem Halla og Haraldur eiga
í hlut. (Eiga nöfnin kannski að vera
írónísk vísun í Fjalla-Eyvind Jóhanns
og Skugga-Svein Matthíasar? Sé svo,
finnst mér það sniðugt hjá skáldinu).
Leikurinn er frumraun höfundar
á sviði og engum blöðum um það að
fletta að hann hefur burði til að skrifa
leikrænan texta. Sagan náði strax
tökum á okkur og hélt okkur við efnið
allt til loka. Verkið er að sönnu samið
undir sterkum áhrifum frá Tennes-
see Williams: Halla, sem er best unn-
in af persónum leiksins, á sér mörg
skyldmenni í verkum hans, auk þess
sem vandamál og ráðgátur kynvit-
undarinnar skipa í þeim háan sess.
En það er ástæðulaust að finna að
því; ungur höfundur getur fundið sér
snöggtum verri fyrirmyndir en þenn-
an stórbrotna og gallaða banda-
ríska meistara, og svo er eitt að stæla
höfunda, annað að nýta sér bestu
þætti þeirra á sjálfstæðan hátt. Það
er til dæmis skondið hvernig Tyrf-
ingur teflir því íslenska og banda-
ríska hvoru gegn öðru, eins og
þegar gestirnir koma með þau mat-
föng sem mamma gamla þráir helst,
bjúgu (eða grjúpán eins og það heit-
ir á mínu máli) og lifrarpylsu. Matur-
inn og áfengið verða táknræn fyrir
innri sóðaskap þessa fólks, algeran
skort þess á innri sem ytri menn-
ingu. Rauðvínið er þambað úr risa-
stórum glermálum; búsið flýtur um
allt úr flöskum sem er eins gott að
eru í margfaldri stærð.
Hefði þurft að vera lengra
En þegar upp er staðið hefðum við
viljað kynnast þessu fólki miklu
betur, fá fyllri og dýpri mynd af því
sem einstaklingum, baksviði þess
og örlögum. Ég er til dæmis viss um
að Williams hefði látið heimsóknina
standa lengur og gert hana stórum
dramatískari. Leikslokin voru alltof
of snubbótt, þríhyrningurinn af-
greiddur á of ódýran hátt. Í verkinu
er sterkur raunsæisþáttur, en leik-
stjórinn fylgdi honum lítt eftir, lét
kómedíuna duga í stað þess að draga
fram þann sjúskaða nöturleika sem
líf fólksins er sokkið í.
Að einhverju leyti kann leik-
endavalið að eiga þátt í því. Hanna
María, sem leikur Höllu, er leikari
sem gerir aldrei illa, en ég er ekki
sannfærður um að hún hafi það til
að bera sem þarf í týpur sem þessar.
Ég skal ekkert útiloka að hún hefði
getað náð því með meiri vinnu og
stífari leikstjórn, ég er samt ekki
viss – og ég er ekki heldur viss um
að Leikfélagið eigi einmitt nú réttan
leikara í slík hlutverk. Unnur Ösp
leikur ungu stúlkuna, það hlutverk
virtist ekki mjög mótað af höfundi
og hvarf svolítið í skuggann af hin-
um. Sigurður Þór Óskarsson leikur
Gunnu; leikarinn var augljóslega
mjög tvístígandi gagnvart hlutverk-
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
Núna!
Svona er það þá að vera þögnin í kórnum eftir Sölku
Guðmundsdóttur, Skríddu eftir Kristínu Eiríks-
dóttur, Skúrinn á sléttunni eftir Tyrfing Tyrfingsson
Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist og hljóðmynd: Frank Hall
Sýnt í Borgarleikhúsinu / Leikfélag Reykjavíkur
Þrjú ný leikskáld –
og eitt efnilegast