Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Síða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 19.–21. apríl 2013
Stóllinn Spói Hugmyndin var að
brjóta upp þær hefðbundnu leiðir
er varða jafnvægi.
n Neonlitir úti í kuldanum n Kopar vinsæll efniviður
Heitir straumar
Í Hönnun 2013
Á
rið 2012 einkenndist af
rómantík, pönki og ævin-
týrum, hlýjum litum, hring-
laga og lífrænum formum.
Á síðasta ári voru neonlitir
vinsælir, blómamynstur og gull var
heitasti efniviðurinn.
Á þessu ári eru allar áherslur
kaldari og framsæknari. Neonlitir
hverfa af sjónarsviðinu og náttúru-
legri litir verða í brennidepli. Hug-
hrifin eru frá bláma hafsins, geo-
metríu, glysrokki og Salvador Dali.
DV tók saman heitustu straumana
árið 2013 og leitaði í smiðju
veftímaritsins Houzz og vinsællar
vefsíðu um hönnun, Cool Hunter.
kristjana@dv.is
Verre églomisé (Gyllt gler) Innan-
hússhönnuðurinn Melanie Turner telur
það allra heitasta í dag vera að nota gler
til skreytinga. Nánar tiltekið gler sem er
meðhöndlað með gulli. „Þetta eru fallegir
skartgripir í stofuna sem gefa henni sterkan
svip.“
Kopar með antíkáferð Álitsgjafar Houzz sammæltust um að kopar með antíkáferð yrði
eftirsóttur efniviður innanhússhönnuða.
Ljós viðargólf Máluð eða lýst með efna-
meðferðum. Ljós viðargólf eru í tísku.
Lúxus á lágu verði Þrátt fyrir skell
kreppunnar er eftirspurn eftir hágæða
vefnaðarvöru. Framleiðendur hafa tekið við
sér og æ fleiri bjóða upp á fjöldaframleiddan
vefnað í miklum gæðum. Fyrirtæki á borð
við Thrive Furniture og Crane &Canopy hafa
einfaldað framleiðsluferli sitt í þessi skyni.
Bláir litir hafs og himins Skærir bláir
litir eru í tísku. Þá sérstaklega í keramík. Kyla
Shuneman segir bláa litinn vera þann sem
einkennir árið 2013. „Bláir litir hafsins og
himinsins án grænna tóna verða heitir í ár,“
segir Kyle. Aðrir litir sem álitsgjafar nefna
eru flöskugrænn og laxableikur.
Minna er betra Hönnuðir sammælast
einnig um að allt sé að minnka í heimi innan-
hússhönnunar. Stærð húsa, bíla, húsgagna.
„Fólk vill búa í minna rými og nær vinnu-
staðnum. Það vill tengja rýmin lífsstíl sínum
og reiða sig minna á notkun einkabílsins,“
segir Jessica Helgerson hönnuður.
Súrrealismi Listræn sýn á húsgögn er
það sem koma skal að mati Cassidy Hughes.
„Fólk sækist í æ meira mæli eftir framsækinni
hönnun sem hefur djúpstætt listrænt gildi.“