Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Qupperneq 56
Að barma
sér yfir
lýðræðinu!
Óákveðinn
Þorsteinn
n Leikarinn og uppistandarinn
Þorsteinn Guðmundsson virðist eiga
erfitt með að gera upp hug sinn
fyrir kosningarnar. Fréttamaður-
inn Jóhannes Kr. Kristjánsson birti
eftirfarandi mynd á Facebook-
síðu sinni en eins og sjá má á
henni þá hefur hann ákveðið að
gera ekki upp á milli flokkanna og
styðja þá alla. Þorsteinn hefur því
safnað að sér barmmerkjum allra
flokkanna og fest þau framan á
jakkann sinn og ber þau með stæl
fram að kosningum.
Dansa fyrir Davíð
n Zumbakennarar í World Class
ætla að styrkja söngvarann Davíð
Þorstein Olgeirsson og fjölskyldu
hans með því að hafa svokallaðan
Ofur-Zumbatíma í dag, föstudag,
í World Class Laugum. Davíð var
að spila fótbolta 14. febrúar síð-
astliðinn þegar hann fékk bolta í
höf- uðið sem olli heilablæð-
ingu. Blæðingin hafði
áhrif á talstöðvar og
hreyfigetu Davíðs
og hann lamaðist
á hægri hlið líkam-
ans. Hann er nú í
endurhæfingu. 2.000
króna aðgangsgjald
er í Zumba-
tímann og allur
ágóði rennur til
Davíðs og fjöl-
skyldu hans.
Bogomil Font
mun tromma
í tímanum.
Ekki sykursæt
n Marta María Jónasdóttir tekur til
varna fyrir nýjasta mataræðis-
æðinu sem tröllríður land-
anum þessa dagana. Í pistli á
Smartlandinu segist Marta María
hafa reynt að lágmarka sykur-
og kolvetnaneyslu undanfarin
fimmtán ár. Segir hún það hafa
bætt lífsgæði sín talsvert. Hún
skýtur föstum skotum á gagn-
rýnendur LKL-mataræðisins,
sem gengur út á að lágmarka kol-
vetnaneyslu og kallar Steinar B.
Aðalbjörnsson „ljósbekkjabrúnan
næringarfræðing“ og segir hann
vísa í gamaldags fræði. „[...] ekki
leið á löngu þar til ljósabekkja-
brúnn næringar-
fræðingur reis upp
á afturlappirnar og
vísaði í löngu úrelt-
an fæðupíramída.
Sá ljósabekkja-
brúni vill endi-
lega að við
höldum áfram
að dæla í okk-
ur kornvör-
um og sykri,“
segir hvassyrt
Marta María
alsæl og sykur-
snauð.
L
ogi Bergmann hefur átt í mjög
stífu og einkennilegu sambandi
við Facebook-ið mitt,“ segir
sjónvarpskonan Sigríður Elva
Vilhjálmsdóttir í samtali við DV. Sig-
ríður varð fyrir hressilegum hrekk
af hans hálfu á fimmtudaginn. Logi
komst inn á Facebook-síðu hennar
og sendi inn spurningu á Beina línu
DV þar sem Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, sat
fyrir svörum. „Hvernig finnst þér ég
standa mig í sjónvarpinu? (Ísland
í dag)“ spurði Logi í nafni Sigríðar.
Það stóð ekki á svari frá Bjarna: „Æ,
bara alveg óaðfinnanlega. Alltaf svo
einlæg.“
Þetta er langt frá því að vera í fyrsta
skipti sem Logi hrekkir Sigríði á Face-
book, en hann virðist vera mjög lunk-
inn við að komast inn á síðuna hennar.
„Þar sem ég er ekkert voðalega dug-
leg á Facebook þá hefur Logi eiginlega
bara séð um þetta síðustu vikur,“ segir
Sigríður hlæjandi.
„Hann hefur á löngum Facebook-
misþyrmingarferli bætt við svona þús-
und manns sem heita Rodriguez á síð-
una mína. Og þegar hann var búinn
klára alla Rodriguez þá fór hann yfir í
fræga Íslendinga og „addaði“ öðrum
hverjum manni sem hefur birst í sjón-
varpi eða skrifað bók.“
Það er ljóst að metnaðurinn hjá
Loga er mikill en hann tók sig líka til á
dögunum og bætti langflestum fram-
bjóðendum í Alþingiskosningunum
á vinalistann hjá Sigríði. En þeir eru
ófáir líkt og flestir vita.
„Best væri náttúrulega ef Logi gæti
fengið sér dagvinnu og þyrfti ekki að
hafa eitthvað svona sér til dundurs.“
Sigríður segir að flestir sem þekki
hana séu orðnir vanir því að hún segi
skrýtna hluti á Facebook og þeir geri
sér grein fyrir því að hún ber ekki
ábyrgð á nema litlum hluta. „Restin er
algjörlega í boði Loga Bergmann.“ n
„Alltaf svo einlæg“
n Logi Bergmann hrekkti Sigríði á Beinni línu
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 19.–21. Apríl 2013 44. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Ekki á Beinni línu Sigríður birti mynd af
sér á Facebook þar sem hún er önnum kafin
við að slípa gólf, til að sanna að hún hefði
aldeilis ekki verið á Beinni línu.