Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað n Leikarinn Damon Younger segist hafa kýlt mann í sjálfsvörn „Ég legg þetta bara í dóm“ É g held það viti hálf þjóðin að ég geng undir því nafni,“ svaraði leikarinn Ásgeir Þórðarson, betur þekktur sem Damon Younger, þegar ákæruvaldið spurði hvort hann í héraðsdómi á fimmtudag hvort hann gengi undir því í nafni. Virtist leikarinn hálf hneykslaður á spurningunni. Í héraðsdómi fór fram framhald aðalmeðferðar í líkamsárásarmáli gegn Damon. Honum er gefið að sök að hafa slegið karlmann í höfuðið fyrir utan skemmtistaðinn Kaffibar­ inn aðfaranótt 17. ágúst árið 2011 svo hann féll í götuna. Við höggið og fallið hlaut brotaþoli meðal annars heilahristing, staðbundinn heila­ áverka, rifbrot og mar á augnloki. Damon hefur bæði í skýrslutök­ um og við meðferð málsins borið fyrir sig að brotaþoli hafi átt upptök­ in af ryskingum á milli þeirra og hafi átt fyrsta höggið. Brotaþoli blandaði sér í samtal Vitni sem gaf símaskýrslu fyrir dómi lýsti því sem fyrir augu hans bar þetta kvöld. Sagðist vitnið bæði vera vinur brotaþola og kunningi Damon. Upphafið af ryskingunum má rekja til þess að brotaþoli blandaði sér í samtal Damon og stúlku á reyk­ svæðinu á Kaffibarnum snemma umrætt kvöld. Vitnið sagði það hafa farið fyrir brjóstið á Damon þegar stúlkan fór að ræða við brotaþola og í kjölfarið hófust strákalæti á milli þeirra. Vitnum ber ekki saman um hvort brotaþoli hafi slegið til Damon en sjálfur segist hann hafa fengið eitt högg frá honum í andlitið. Önn­ ur vitni sögðu hann hafa talað um það síðar um kvöldið að hann skuld­ aði brotaþola högg. Sagði Facebook-skilaboð slitin úr samhengi Vitnið sagðist hafa reynt að fá Damon til að sættast við brotaþola sem hafi ekki tekið vel í það. Fór vitnið fljótlega heim á leið en brota­ þoli varð eftir á barnum. Það næsta sem vitnið frétti af vini sínum var að hann lægi illa haldinn fyrir utan Kaffibarinn eftir barsmíðar. Sagðist vitnið hafa hringt strax í Damon því hann grunaði að hann hefði átt hlut að máli. Var Damon þá mjög æstur og viðurkenndi að hafa lamið brotaþola. Vitnið sagði Damon einnig hafa sent sér skila­ boð á Facebook snemma morgun­ inn eftir þar sem hann sagði brota­ þola hafa átt þetta skilið. Voru umrædd skilaboð lögð fyrir dóminn en Damon sagði þau vera slitin úr samhengi og að augljóslega væri um að ræða svar við spurningu. Hann virtist þó ekki muna frekar eft­ ir þessum samskiptum við vitnið. „Ég veit ekki í hvaða samhengi þetta er,“ svaraði hann aðspurður. Þá mundi hann heldur ekki eftir sím­ talinu við vitnið um nóttina. Damon bað um sjúkrabíl Annað vitni hafði svipað sögu að segja að um upphaf ryskinganna, sá var starfsmaður á Kaffibarnum þegar atvikið átti sér stað og er vinur brotaþola. Hann sagðist hafa fund­ ið að málin væru ekki útkljáð á milli Damon og brotaþola og það hefði verið spenna í loftinu. Fram kom fyrir dómi að Damon hefði yfirgefið Kaffibarinn fljótlega eftir ryskingarnar og farið á ann­ an bar. Hann hafi hins vegar snúið aftur skömmu eftir lokun til að út­ kljá málin við brotaþola. Starfsmaðurinn sat með brota­ þola inni á barnum eftir lokun staðarins en skrapp út til að reykja. Þegar hann kom til baka var brota­ þoli horfinn. Skömmu síðar reif Damon hins vegar upp hurðina og sagði að það þyrfti að hringja að sjúkrabíl því hann væri búinn að rota mann fyrir utan. Hneykslaður yfir orðinu „hefnd“ Verjandi Damon gerði lítið úr áverk­ um brotaþola í munnlegum mál­ flutningi sínum og gerði mikið úr ölvun hans. Þá sagði hann Damon hafa mátt þola mikil óþægindi vegna málsins og hann hefði meðal annars misst vinnu vegna þess. Verj­ andinn ítrekaði að skjólstæðingur hans hefði eingöngu verið að verja sig og krafðist lægstu mögulegrar refsingar. Ákæruvaldið benti á að Damon hefði komið aftur nokkrum klukku­ tímum eftir ryskingarnar og þetta liti því frekar út fyrir að vera hefnd en bein sjálfsvörn. Damon virtist bæði hneykslaður og skemmt yfir því að orðið hefnd væri notað í þessu sam­ hengi og flissaði örlítið. Farið var fram á 60 daga skil­ orðsbundið fangelsi og að Damon greiddi sakarkostnað. Damon virtist sáttur við frammistöðu verjanda síns og þegar dómari spurði Damon undir lok þinghaldsins hvort hann vildi bæta einhverju við svaraði hann: „Ég legg þetta bara í dóm.“ Fór „út að æfa sig“ Damon er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Hann hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína og þótti einstak­ lega sannfærandi í hlutverkinu. Í ljós þessa dómsmáls gegn Damon er athyglisvert að rifja upp viðtal við hann í Fréttablaðinu í mars í fyrra. Þar lýsti hann því hvernig hann hefði undirbúið sig fyrir hlutverkið. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt,“ sagði hann. Þá sagðist Damon einnig hafa fengið hjálp við undirbúninginn frá lögreglunni og mönnum úr undir­ heimum Reykjavíkur. „Sérsveitar­ menn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim,“ sagði hann. Tökum á Svörtum á leik lauk í byrjun júní árið 2011 svo undir­ búningnum fyrir hlutverkið mun væntan lega hafa verið lokið þegar líkamsárásin átti sér stað. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Tók upp nafnið Damon Younger Eins fram hefur komið var Damon gefið nafnið Ásgeir og er hann Þórðarson. Erlenda nafnið tók hann upp eftir að hann lauk leiklistarnámi í The Webber Douglas Academy of Dramatic Art á Englandi árið 2001. Þegar útskriftin nálgaðist kallaði skólameistarinn hann inn til sín og sagði að nú væri kominn tími til að hann veldi sér leikaranafn. Hann fengi aldrei vinnu í Englandi sem Ásgeir Þórðarson. Úr varð að hann tók upp nafnið Damon Younger. Segist hafa varið sig Damon sagði að hann skuldaði brotaþola högg. Hann kom aftur nokkrum tímum síðar á Kaffibarinn til að útkljá málin. „Ég veit ekki í hvaða sam- hengi þetta er Mál Örvars fellt niður Embætti ríkissaksóknara hefur lokið rannsókn á máli Örvars Geirs Geirssonar, manns sem kærði lögreglumenn á höfuð­ borgarsvæðinu fyrir ólöglega handtöku og ólögmæta meðferð þegar fíkniefni fundust á heim­ ili hans í fyrra. Ríkissaksóknari telur málið ekki líklegt til sakfellis og hefur því fellt það niður. Hann gerir þó nokkrar athugasemdir við háttalag lögreglunnar. Í gögnum ríkissaksóknara viður­ kenna lögreglumennirnir að hafa læst Örvar inni í fangaklefa, klætt hann úr öllu nema nærfötunum og tekið teppi út úr klefanum. Þeir segjast hafa gert þetta tilneyddir í ljósi þess að Örvar hafi gert sig líklegan til að svipta sig lífi. Hann þvertekur hins vegar fyrir það og segir lögregluna fara með rangt mál. Þá sakar hann lögreglumennina um að hafa bleytt sig með köldu vatni, en þeir segja það aðeins hafa verið ætlað honum til drykkjar. Eftir að Örvar tjáði sig nafnlaust um málið í fjölmiðlum í fyrra var tekið viðtal við Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuð­ borgarsvæðinu, í þættinum Reykja­ vík síðdegis á Bylgjunni. Þar svaraði hann ásökunum kæranda og full­ yrti að Örvar hefði einungis verið klæddur úr fötunum vegna þess að hann hafi virst ætla að skaða sjálf­ an sig. Jafnframt hafi hann verið færður á viðeigandi stofnun. Örvar kærði Hörð fyrir ærumeiðingar og í samtali við DV segir hann Hörð hafa logið blákalt í útvarpinu. Ríkis­ saksóknari telur ekki að í orðum Harðar hafi falist ærumeiðandi móðganir eða aðdróttanir en gerir þó athugasemd við orð hans um að kærandi hafi verið færður á við­ eigandi stofnun, enda sé þar um að ræða viðkvæmar persónuupplýs­ ingar. Örvar segir þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ekki reyndist mögulegt að færa sönnur á málflutning Örvars þar sem upptökur úr eftirlitsmyndakerfi lögreglunnar liggja ekki fyrir. Þeim hafði verið eytt þegar kæran barst ríkissaksóknara um fjórum mánuð­ um eftir atvikið. Ríkissaksóknari telur að hugsanlega sé tilefni til að fara yfir verklag í málum þar sem fangar eru taldir í sjálfsvígshættu. Meiri atvinna við flugvöllinn Fram kom á aðalfundi ISAVIA, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, að afkoma ársins 2012 hafi verið 738 milljónir króna. Fé­ lagið undirbýr nú aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli samhliða því að farþegafjöldi eykst ár frá ári. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti fjögurra til fimm milljarða fjár­ festingu næstu tvö ár. Það fé verður notað til að byggja upp flugvöllinn, flugstöðina og ekki síst í endurnýjun á tæknibún­ aði flugleiðsöguþjónustu, eins og segir í frétt á vef félagsins. Um eitt hundrað manns muni vinna við fyrirhugaðar framkvæmdir að jafn­ aði og að framtíðarstörfum muni fjölga um þrjátíu til sextíu vegna þessa. Á meðal þess sem fyrirhug­ að er að gera er að koma upp nýrri fríhafnarverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.