Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 37
Pepsi-deildin 2013 11Helgarblað 3.–5. maí 2013 Reynslunni ríkari frá fallárinu 2011 V ið erum bara í góðum gír en reyndar ennþá lokaðir inni vegna veðurs. Það er kannski það eina sem við erum ekkert voða- lega sáttir við,“ segir Páll Viðar Gíslason, þjálfari nýliða Þórs á Akureyri. Þórsarar mæta reynsl- unni ríkari í Pepsi-deildina eftir fall sumarið 2011. Liðið gerði vel í fyrstu deildinni í fyrrasumar og vann deildina með yfirburðum. Liðið hefur haldið öllum sínum mönnum frá síðasta sumri og fengið til sín nokkra leikmenn sem styrkja liðið mikið. Þórsarar fá það erfiða verkefni í fyrsta leik að mæta Breiðablik í Kópavoginum á sunnudag áður en kemur að fyrsta heimaleiknum gegn FH þann 12. maí. Tilbúnari en 2011 „Óneitanlega erum við sterkari á pappírnum en í fyrra. Við erum orðnir þéttari og sáttir með leik- mannahópinn. Við ætlum okkur að vera tilbúnari en síðast þegar við fórum upp,“ segir Páll. Þó svo að Þórsarar geti unnið öll lið deildar- innar á góðum degi spá spekingar DV liðinu falli í fyrstu deild aftur. Þórsarar hafa þó klárlega mann- skap og reynslu til að gera betur. „Við vitum að það verða margar brekkur í sumar og við erum ekki að fara í mótið haldandi að við fáum fullt hús stiga. Markmið okk- ar er að gera góða hluti í fyrsta leik og svo koll af kolli. Það er aldrei markmið hjá einum eða neinum að falla. Við tökum bara einn leik í einu og sjáum svo hver uppskeran verður í haust.“ Stuðningsmennirnir mikilvægir Stuðningsmannasveit Þórsara, Mjölnismenn, setti skemmtilegan svip á deildina sumarið 2011 og segir Páll að stuðningur áhorfenda geti gert gæfumuninn. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Við höfum verið heppnir að eiga flotta og fjölmenna stuðningsmenn sem hafa verið áberandi. Þeir eru okk- ar 12. og 13. maður – það er alveg skjalfest,“ segir Páll. Hann segir að miðað við undir- búningstímabilið virðist FH, KR og Breiðablik vera með sterkustu liðin. „Ég held að það séu all- ir sammála um að þau ættu að berjast um dolluna. Það er ekkert leyndarmál. En eins og alltaf verða eitt eða tvö lið sem gefa öllum spá- mönnum langt nef.“ Sterkari hópur Þórsarar fengu til sín nokkra sterka leikmenn fyrir tímabil- ið og má þar nefna Edin Besli- ja, sem kom frá Víkingi Ólafsvík, Hlyn Atla Magnússon, sem kom frá Fram, Jóhann Þórhallsson frá Fylki og Mark Tubæk frá BÍ/Bol- ungarvík. Þórsarar fengu svo góð- ar fréttir á dögunum þegar í ljós kom að bandaríski framherjinn Chuck Chijindu muni leika með Þórsurum í sumar. Chuck lék níu leiki fyrir Þór í fyrstu deildinni í fyrra og skoraði fimm mörk og ljóst að hann mun styrkja liðið mikið. n n Þórsarar mættir aftur í deild þeirra bestu n Stuðningsmennirnir þeirra tólfti maður Lykilmaður Orri Freyr Hjaltalín Orri er mikill reynslubolti og gríðarlega mikil- vægur hlekkur í Þórsliðinu. Getur leyst nánast allar stöður á vellinum en verður vænt- anlega á miðjunni í sumar. Fylgstu með Orra Sigurjónssyni Orri er yngri bróð- ir Atla Sigurjóns- sonar hjá KR og mun eflaust fá tækifæri með Þórsliðinu í sumar. Þessi 19 ára miðjumaður er mjög efnilegur og getur náð langt. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Reynslunni ríkari Þórsarar mæta reynslunni ríkari í Pepsi- deildina í sumar. Þeir eru með öflugan hóp og vonast til að blása á hrakfararspár. Mynd THoRSpoRT.iS „Þeir eru okkar 12. og 13. maður – það er alveg skjal- fest. E f undirbúningstímabil- ið hefur eitthvað að segja þá er það gott, segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík. Liðið tryggði sér nokkuð örugglega sæti í 1. deildinni í fyrra þar sem liðið vann 13 leiki af 22. Félagið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarin ár. Ejub tók við liðinu árið 2002 og komst liðið strax upp um tvær deildir en féll niður í 2. deild þegar hann tók sér hlé árið 2009. Víkingar réðu Ejub strax aftur. Hann hefur stýrt liðinu síðan og er kominn með liðið í efstu deild. Óhætt er að segja að liðið hafi þegar valdið usla á meðal þeirra bestu. Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu A-riðil Lengjubikarsins, sem spilaður var í vor. Liðið vann sex af sjö leikjum, þar á meðal FH, Fylki og Grindavík og fékk aðeins á sig fjögur mörk, fæst allra. Þrátt fyrir þetta spá sérfræðingar DV því að liðið fái það hlutskipti að falla í sumar. Ejub segist í samtali við DV gera sér hóflegar væntingar fyrir sumar- ið. Hann er ánægður með undirbún- ingstímabilið en segist renna svo- lítið blint í sjóinn í sumar. „Við erum í erfiðri deild en vonandi gengur það sem best. Það á ýmislegt eftir að koma í ljós.“ ný stúka í Ólafsvík Víkingar leika eins og áður segir í fyrsta skipti í deild þeirra bestu. Í Ólafsvík búa ríflega 1.000 manns og því skiljanlega mikil eftir- vænting í bænum. Ejub segist skynja spennuna. „Þetta er mjög sérstakt og þú sérð að það er eitthvað í loft- inu. Þetta er svolítið öðruvísi en venjulega,“ segir hann. Hann vonast til að sumarið verði spennandi og skemmtilegt. „Það eru allir að tala um þetta og vonandi verður fullt af fólki á leikjunum.“ Ólsarar eru búnir að byggja nýja stúku og gera ráð fyrir því að setja aðsóknarmet í fyrsta leik, þegar Framarar koma í heimsókn á sunnudaginn. Ejub segir aðspurður að völlurinn líti vel út og að hann sé farinn að líta út eins og völlur hjá liði í úrvalsdeild. Hann á von á því að ástandið á grasinu verði gott á sunnudag, í það minnsta miðað við aðra velli á þessum árstíma. Erfitt að styrkja liðið Ejub segir aðspurður að liðið hafi misst nokkra sterka leikmenn frá því í fyrra. Á hinn bóginn hafi liðið fengið fáeina nýja leikmenn. „Við vorum að reyna að styrkja okkur en það gekk ekki eins vel og við vildum. Maður er bara ánægður með það sem maður hefur, það þýðir ekk- ert annað.“ Hann bendir til dæmis á að liðið hafi misst mann úr hjarta varnarinnar eftir tímabilið í fyrra en hafi ekki tekist að fylla það skarð með nýjum manni. Hann segir að- spurður að liðið hafi ekki eins mikla breidd og önnur og að hann myndi vilja styrkja liðið, bæði í vörn og sókn. „Við misstum tvo framarlega á vellinum og þyrftum mann þar.“ Ejub er þess vegna ekki hissa á að liðinu sé spáð falli. Það trufli hann hvorki né særi. „Mér finnst þetta ósköp eðlileg spá.“ Hann sýnir það kannski ekki út á við, en hann viðurkennir að hann sé spenntur fyrir sunnudeginum. „Auðvitað er ég spenntur, umhverfið hefur áhrif á mann. Þetta verður bara að koma í ljós. Við reynum að spila eins og í deildarbikarnum. Ég hlakka til, eins og allir.“n „AuðvitAð er ég spenntur“ n Víkingur Ólafsvík í efstu deild í fyrsta sinn n Liðið sló í gegn í vor en er samt spáð falli Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Lykilmaður Guðmundur Steinn Hafsteinsson Leikmaður sem hefur vaxið með hverjum leik. Hann kom að láni frá Val 2011 samdi við liðið eftir leiktíðina. Hann hefur blómstrað undir stjórn Ejub. „Þetta er stór strákur sem heldur bolta rosalega vel. Hann kemur sér alltaf í færi og hefur gott markanef,“ segir maður sem þekkir vel til liðsins. Guðmundur varð markakóngur 1. deildar- innar í fyrra og markahæstur í A- riðli í Lengjubikarnum í vor. Fylgstu með Alfreð Már Hjaltalín Alfreð er aðeins 19 ára og hefur leik- ið með unglinga- landsliðum Ís- lands. Sveitastrákur sem hefur alltaf spilað með Víkingi. Alfreð er bakvörður og hefur lagt gríðarlega hart að sér undanfarin ár. Hefur fyrir vikið uppskorið byrjunarsæti í liðinu. 11. sæti 12. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.