Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Qupperneq 46
34 Menning 3.–5. maí 2013 Helgarblað Úr reggí í blús Í blús er fjórða hljóðversplata tón- listarmannsins og hjartalækn- isins Helga Júlíusar Óskarsson- ar og kom út fyrr á árinu. Lög Helga Júlíusar hafa verið áberandi í útvarpi síðastliðið ár en þá sér- staklega lögin Þú ert mín, Stöndum saman og Kominn heim sem Valdi- mar Guðmundsson söng á síðustu plötu Helga Júlíusar, Kominn heim. Þar fékkst Helgi Júlíus við reggítónlist en á þessari plötu er blúsinn allsráðandi líkt og nafn hennar gefur til kynna. Þó svo að Helgi hafi yfirgefið reggíið á þessari plötu þá hefur hann ekki yfirgefið þá stefnu að yrkja texta sem berja baráttuandann í ís- lensku þjóðina. Í laginu Stöndum saman sem var á síðustu plötu Helga, hvatti hann þjóðina til upp- byggingar eftir efnahagshrunið og er hið sama uppi á teningn- um í laginu Viltu með sem Elvar Örn Friðriksson syngur afar vel. Elvar Örn á líka frábæra innkomu í laginu Völuspá, en textann yrkir Sigurður Albertsson, þar sem kall- að er eftir því að ekki verði gengið frekar á náttúru Íslands í nafni hag- vaxtar. Fram bærilegt lag sem verður eflaust spilað eftir marga fréttatím- ana á þessu kjörtímabili. Við hlustun á plötuna var þó eins og tíminn stæði í stað þegar kom að fjórða laginu sem nefnist Draumavon. Lagið syngur Sigríður Thorlacius eins og engill og lyftir því upp á hærra plan, gerir gott lag að frábæru. Þá er ekki hægt að fjalla um þessa plötu án þess að minnast á hljóðfæraleikinn í laginu Áin. Gítar- leikur Ómars Guðjónssonar og pí- anóleikur Tómasar Jónssonar eru til eftirbreytni í þessu lagi sem hljóm- ar eins og það sé flutt á sveittri krá löngu eftir lokun en besti vinur allra Íslendinga, Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, syngur það afar vel eins og hans er von og vísa. Eins áberandi og Valdimar Guð- mundsson var á síðustu plötu Helga Júlíusar þá syngur hann aðeins eitt lag á þessari. Lagið heitir Æviskeið og er alfarið eftir Helga Júlíus en lagið er eitt það allra besta á þessari plötu og skemmir tregafullur söng- ur Valdimars ekki fyrir. Helgi Júlíus gerir nefnilega afar vel í því að fá til liðs við sig hæfileikaríka söngvara sem syngja lög hans og lyfta þessari plötu verulega upp yfir meðal- mennskuna. Hljóðfæraleikurinn og útsetningarnar eru til fyrirmyndar sem gerir plötuna fjölbreytilega og áheyrilega. Aðdáendur fyrri verka Helga Júlíusar ættu alla vega ekki að verða sviknir af þessari. n Aukatónleikar með Kraftwerk Hljómsveitin Kraftwerk hefur bætt við tónleikum í Hörpu sem verða haldnir mánudaginn 4. nóvember. Hljómsveitin átti að halda lokatónleika Iceland Airwaves-tónleikahátíðarinn- ar og var gestum lofað stór- kostlegri þrívíddarupplifun og blöndu sjónarspils og tónlistar. Vegna mikillar eftirspurnar hef- ur nú verið bætt við tónleikum og hefst miðasala á þá í hádeg- inu á mánudaginn. Fórn keppir til verðlauna Stuttmyndin Fórn eftir Jakob Halldórsson hefur verið valin til að keppa á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Seattle í Bandaríkjunum – Seattle International Film Festival. Há- tíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þær myndir sem sigra á hátíðinni koma til greina þegar valdar eru tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna frægu. Leikarar myndar- innar eru Björn Hlynur Haralds- son, Víkingur Kristjánsson og Þorbjörg Þorgilsdóttir. Ný bók eftir Dag Bókaforlagið Bjartur hefur gef- ið út nýtt smásagnasafn eftir Dag Hjartarson. Bókin nefnist Eldhafið yfir okkur. Dagur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar haustið 2012 fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri ein- læg ljóð, en það var frumraun Dags. Bókin verður aðeins gef- in út í rafrænu formi og segir í tilkynningu frá Bjarti að ekki sé um að ræða mótmæli við prent- ara eða sparnaðaraðgerð – held- ur sé um tilraun með nýtt út- gáfuform að ræða. S ýningin Langa andartakið – ljósmyndasýning með verkum Söruh Cooper og Ninu Gorfer –er sú allra umfangsmesta sem Nor- ræna húsið hefur ráðist í. Vegna sýningarinnar hefur rými á neðstu hæð hússins verið gjör- breytt. Salirnir málaðir dimmrauð- ir, gólfin teppalögð og veggir og skilrúm sett upp til að þjóna sýn- ingunni. Þá er í fyrsta sinn boðið upp á hljóðleiðsögn um sýninguna. Hverri mynd á sýningunni fylgir saga. Á sögurnar er hægt að hlýða í sérstökum heyrnartólum sem eru í sýningarsalnum. Umgjörðin er hin prýðilegasta og rýmið í kjallara Norræna hússins verður að gulli. Þær Sarah og Nina hafa sýnt myndir sínar víða og eru orðnar reyndar í sýningarhaldi. Sýningin í Norræna húsinu er eins konar yfirlitssýning verka þeirra í samstarfi við Dunkers Kulturhus í Helsingjaborg og Hasselblad-stofn- unina í Gautaborg. Umfjöllunar- efni sýningarinnar eru sameiginleg minni og þjóðsögur þriggja landa. Íslands, Katar og Kirgisistan. Ferðalagið hófst á Íslandi Þær Nina og Sarah ferðast til fram- andi og fjarlægra staða. Þar leita þær uppi áhugavert fólk og sög- ur þeirra. Söguna segja þær svo í uppstilltum ljósmyndum þar sem þær vísa í ævintýri og goðsagnir. Þær vinna jafnan mjög náið með því fólki sem þær mynda og náin kynnin eru auðsæ. Myndirnar eru persónulegar, mikið unnar og hlaðnar tilvísunum. Það er viðeigandi að halda yfir- litssýningu á verkum þeirra á Ís- landi, því þótt myndir þeirra hafi verið sýndar víða um heim þá hófust ferðalög Söruh og Ninu um heiminn á Íslandi. Hingað komu þær árið 2003 og hrifust af landi og þjóð. Þær kynntu sér þjóðsögur, draugagang og kynntust nokkrum Íslendingum sem þær gerðu skil í ljósmyndabók sem fékk virt lista- bókaverðlaun í Svíþjóð árið 2005. Þennan hluta sýningarinnar kalla þær Snjóhúsið. Þar má með- al annars sjá sjálfsmyndir af þeim stöllum þar sem þær eru afmynd- aðar. Þær lentu í lífshættu á Íslandi. Veltu bílnum á ferðalagi í kafalds- byl og myndirnar eru uppgjör við líðan þeirra á þessum tíma. Í kjölfarið ferðuðust Nina og Sarah til Katar og Kirgisistan og myndirnar lýsa samskiptum þeirra við fólk og gera sögum þess skil. Hreyfingar túlka tilfinningar Í myndum þeirra frá Katar nota þær hreyfingar til að túlka tilfinn- ingar. Konurnar sem eru klæddar í hefðbundnar búrkur hreyfa sig til að túlka líðan sína. Þannig fást áhrifamiklar myndir sem tjá tor- rætt líf þeirra kvenna sem búa í Katar. Áhrifamiklar myndir, en hreyfingarnar gefa jafnvel meira til kynna en andlitstjáningin gerði ef andlit þeirra fengju að sjást. Sorgmædd Shola Enn kraftmeiri eru myndirnar af Sholu frá Kirgisistan. Konu sem skildi við ofbeldismann og er eftir það sett skörinni lægra en aðrir í samfélaginu. Saga Sholu verður enn magnaðri þegar í ljós kemur að hún er enn ástfangin af ofbeldis- manninum, fyrrverandi eigin- manni sínum, og hversu mjög hún saknar dóttur sinnar sem hún fær ekki lengur að sjá. Dóttirin er í um- sjá föður síns, ofbeldismanns síns, enda orðin 12 ára og stendur til að gifta hana. Sonur Sholu, Islam, nokkurra ára gamall, er með í nokkrum myndum og reiði hans er vel grein- anleg meðan ásjóna Sholu lýsir tærri sorg. Falleg nánd Nándin sem þær Nina og Sarah ná fram í efnistökum sínum er kynngi mögnuð. Þær bíða ekki eftir rétta andartakinu. Þær leita þess og hlúa að því. Af ástríðu. Þaðan kemur nafn sýningarinnar; Langa andartakið. Fallegt og tært. Sýning þessi er sú albesta sem sett hefur verið upp í Norræna húsinu. Að sýningunni hefur verið hlúð í anda listamannanna. Það má mæla með þessari sýningu fyrir alla þá sem hafa áhuga á sögum, litrófi mannslífsins, glímu gamalla hefða og samtímans og fegurðinni sem glæðir lífið sorg jafnt sem gleði. n Kynngimögnuð sýning Listakonur Nina Gorfer og Sarah Cooper ferðast um heiminn og safna sögum. Myndlist The Long Moment Ljósmyndasýning Söruh Cooper og Ninu Gorfer Norræna húsið 9. mars–17. júní Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Lentu í lífshættu á Íslandi Þær Nina og Sarah sýna myndir frá Íslandi. Þessi mynd er uppgjör við líðan annarrar listakonunnar eftir bílslys sem þær lentu í hér á landi. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tónlist Í blús Helgi Júlíus Útgefandi: Cortone ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.