Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 4
Salan á Skeljungi á lokametrunum 4 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Eyddu 400 milljónum n Útlendingar helmingur hátíðargesta A lls sóttu um 4.000 manns árlega hátíð EVE Online, sem haldin var í Hörpu um síðustu helgi. Þar af voru erlendir gestir tæpur helm- ingur og ætla má að þeir hafi eytt um 400 milljónum króna samtals. Gert er ráð fyrir því að útgjöldin á sólarhring hafi verið um 24 þús- und krónur, sem er sú fjárhæð sem hver erlendur gestur eyddi á Iceland Airwaves 2011. Ef flugfargjöld eru frádregin má ætla að gestir hafi eytt um 264 milljónum króna innan borgar- markanna. Tíu ára afmæli EVE-heimsins var fagnað nú í ár en rúmlega hálf milljón manna spilar tölvuleikinn EVE Online um allan heim. Það er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem stendur fyrir hátíðinni og í fréttatilkynningu frá honum er tekið fram að mikil ánægja ríki með hátíðina um helgina, sem er sú stærsta til þessa. Sérstakt útsendingarstúdíó, EVE TV, var sett upp í Hörpu þar sem beinar útsendingar og við- töl fóru fram alla helgina. Loka- hnykkur hátíðarinnar – Party at the Top of the World-tónleikarnir með Skálmöld, Retro Stefson, Z-Trip og fleirum – voru jafnframt sendir beint út gegnum EVE TV. Um 1.800 manns sóttu fyrir lestur Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, laugardaginn 27. apríl, þar sem ýmis framtíðaráform fyrirtæk- isins voru kynnt undir heitinu CCP Presents! Rúmlega fjörutíu þúsund manns fylgdust með fyrirlestrin- um gegnum netið, EVE TV og vef- síðuna Twitchtv.com. Alls fylgdust 281.240 manns með útsendingum frá hátíðinni. n Eyddu miklu EVE-heimurinn fagnaði tíu ára afmæli um helgina. Karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn. Árásin átti sér stað í fangaklefa, eftir að maðurinn hafði verið handtekinn, þann 2. júlí 2011. Hann réðst á tvo lögregluþjóna; kýldi annan þeirra ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að maðurinn nef- brotnaði og hlaut aðra áverka. Maðurinn var líka sakfelldur fyrir að ráðast á annan lögreglu- mann við skyldustörf, með því að þrífa í hálsmál hans, þrengja að hálsinum og slá hann hnefa- höggi í andlit. Degi áður hafði of- beldismaðurinn verið handtekinn fyrir að ráðast á mann og sparka í liggjandi mann á veitingahúsi. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að árásin á annan lögreglu- manninn í klefanum hafi verið afar fólskuleg og hættuleg. Árásin á hinn hafi verið gróf og árásin á þann þriðja algjörlega tilefnislaus. Ofbeldismaður fer í fangelsi H jónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, meirihluta- eigendur olíufélagsins Skelj- ungs, eiga í viðræðum við framtakssjóðinn SÍA II, sem rekinn er af Stefni, sjóðsstýringarfyrirtæki Arion banka um sölu á 92 prósenta hlut hjónanna í Skeljungi. Morgun- blaðið greindi frá því í síðustu viku að viðræðurnar væru langt komn- ar og búið væri að semja um helstu samningsatriði. Þau keyptu 51 prósents hlut í Skeljungi í ágúst árið 2008 í gegn- um félagið BG Partners en með- eigandi þeirra þá var Birgir Bielt- vedt, núverandi eigandi Domino‘s Pizza. Kaupverðið var einn og hálf- ur milljarður króna og var hluti kaupverðsins greiddur með verð- litlum fasteignum í Danmörku sem nokkuð ljóst þótti að hefðu hrunið í verði á þessum tíma. Skeljung- ur hafði verið í eigu Glitnis frá árs- lokum 2007 eftir að bankinn sölu- tryggði allt hlutafé í því fyrir Pálma Haraldsson í Fons fyrir um 8,7 milljarða króna. Bankinn tapaði því miklu á viðskiptunum, líklega rúmum sex milljörðum króna hið minnsta. Löng leit Árið 2010 keyptu þau Guðmundur Örn, Svanhildur og Birgir síðan 49 prósent af hlutafé Skeljungs af Ís- landsbanka sem boðin voru í opnu söluferli. Birgir seldi hins vegar sinn hlut árið 2011 og eftir það réðu hjónin yfir 92 prósenta hlut í olíufé- laginu sem þau eru nú á lokametrun- um með að selja. Samkvæmt heimildum DV hafa hjónin leitað kaupanda á 92 pró- senta hlut þeirra í Skeljungi í rúmt ár. Þau eiga þrjú eignarhaldsfélög sem halda utan um þennan hlut. Skel In- vestments ehf. sem fer með 51 pró- sents hlut í Skeljungi, SNV Holding ehf. sem fer með 29,5 prósenta hlut og BBL-II ehf. sem fer með 11,6 pró- senta hlut. Þess skal getið að Skel In- vestments, stærsti hluthafinn, tapaði rúmum 400 milljónum króna árið 2010 og 320 milljónum króna árið 2011. Störfuðu saman hjá Straumi Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn störfuðu bæði hjá Straumi- Burðarási en hættu störfum þar árið 2007. Hún var fram- kvæmdastjóri fjárstýringar bank- ans og hann framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. DV greindi síðan frá því í árslok 2011 að Straumur- Burðarás, fyrrverandi vinnuveit- andi þeirra hjóna, hefði þurft að afskrifa rúman 1,1 milljarð króna af skuldum eignarhaldsfélagsins GOGS ehf. sem var í eigu þeirra. Straumur var eini kröfuhafi félags- ins og fundust engar eignir í búinu samkvæmt tilkynningu sem birt var í Lögbirtingablaðinu. Samtals námu kröfurnar 1.130 milljónum króna. GOGS var stofnað árið 2007 átti það 50 prósenta hlut í eignarhalds- félaginu BG Partners, á móti eignarhaldsfélagi sem var í eigu Birgis Bieltvedt. Á árinu 2008 var meðal annars greint frá því að BG Partners hefði fjárfest í danska hönnunar fyrirtækinu Metropol. Þá fjárfestu Guðmundur og Birgir einnig í danska fasteignafélaginu Property Group með fjármögnun frá Straumi. Hundraða milljóna hagnaður Samkvæmt ársreikningi Skeljungs hagnaðist olíufélagið um 630 milljón- ir króna árið 2011 og um 820 milljón- ir króna árið 2010. Velta félagsins nam um 30 milljörðum króna árið 2011. Eignir félagsins nema um 12 millj- örðum króna, skuldir 8,4 milljörðum króna en eigið fé nemur um 3,7 millj- örðum króna. Fram kemur í ársreikn- ingnum fyrir 2011 að þá hafi Skeljung- ur verið með um fimm milljarða króna skuldir við Íslandsbanka. „Til tryggingar greiðslu skulda fé- lagsins hefur Skeljungur veitt bankanum allsherjarveð í skamm- tímakröfum og vörubirgðum fé- lagsins að fjárhæð 8,3 milljörðum króna og í varanlegum rekstrar- fjármunum að fjárhæð 2,7 millj- örðum króna,“ segir í ársreikningn- um. n Hjón Svan- hildur Nanna og Guðmundur Örn hafa leitað að kaupendum í nokkurn tíma. n Hjónin Guðmundur Örn og Svanhildur að selja 92 prósenta hlut sinn Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Drjúgur hagnaður Félagið skilaði 630 milljóna króna hagnaði 2011. Þingvallanefnd og Landsbankinn undirrituðu á dögunum kaup- samning vegna þriggja sumarhúsa í landi þjóðgarðsins. Kaupverðið var 34,5 milljónir króna en sum- arhúsin Gjábakkland 1, 3 og 5 eru þau einu sem standa neðan vegar í landi jarðarinnar Gjábakka á austurbarmi sigdældarinnar við Hrafnagjá. Húsin voru byggð 1967 og 1968 og hafa staðið ónotuð. Fyrirhugað er að í Gjábakkalandi verði upphaf gönguleiða og miðstöð annarrar útivistar í austanverðum þjóð- garðinum, að því er segir í tilkynn- ingu frá Þingvallanefnd. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir um mikilvægan áfanga í upp- byggingu þjóðgarðsins á Þingvöll- um sé að ræða. Sumarhús keypt af Landsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.