Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 60
48 Fólk 3.–5. maí 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 3.–5. maí Föstudagur03 maí Laugardagur04 maí Sunnudagur05 maí Skálmöld á Akureyri Tónlist Skálmaldar hefur verið kennd við víkinga og er það engin furða. Textar sveitarinnar, sem allir fylgja fornum ís- lenskum bragarháttum, eru í víkingastíl, yrkisefnið bardagar og goðafræði, og andrúmsloftið rammíslenskt. Tónleikar Skálmaldar eru kafli út af fyrir sig. Þar nýtur sveitin sín best og hrífur áhorfendur með sér með frumkrafti og spilagleði. Þessi upplifun verður þó alls ekki útskýrð að fullu með orðum og sjón sögu ríkari. Græni Hatturinn Akureyri 22.00 Buldi við brestur og brotnaði þekjan! 60 manna Karlakór Kópavogs flytur brot af því besta af íslenskum karlakórslög- um, þjóðlögum og öðrum hljómfögrum perlum í útsetningu fyrir karlakór. Stjórn- andi er Garðar Cortes en undirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Salurinn Kópavogi 16.00 Hvörf Nýtt sviðslistarverk frá Lab Loka sem byggir hugarheim sinn á svokölluðu Guðmund- ar- og Geirfinnsmáli. Hvörf er ferðalag um völundarhús sálar og samfélags. Hér er annars vegar um að ræða hreinan sviðsskáldskap en hins vegar sækir verkið allan sinn innblástur og orðræðu í blákaldan raunveruleikann, Guðmundar- og Geirfinnsmál sem skók íslenskt samfélag á árunum 1974–1980. Sá dómur er Hæstiréttur felldi þá hefur síðan legið eins og mara yfir þjóðinni. Þjóðleikhúsið 19.00 Walking Mad Íslenski dansflokkurinn sýnir gamansamt verk sem fléttar saman húmor, galsa og geðveiki. Johan Inger hafði orðatiltæki Sókratesar „okkur hlotnast mestu gæði gegnum brjálæði, ef það er guðsgjöf“ að leiðarljósi þegar hann samdi verkið. Walking Mad krefst mikils af dönsur- unum þar sem þeir þurfa að fylgja stig- magnandi takti tónverksins Boléro eftir Maurice Ravel en samtímis tjá þær miklu tilfinningar sem fylgja verkinu. Borgarleikhúsið 20.00 Vortónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur Á þessum vortónleikum Lúðra sveitar Reykjavíkur verð- ur leikin kvikmyndatónlist fyrir alla aldurshópa. Á efnisskránni verður tónlist úr kvikmyndum á borð við Star Wars, Spiderman, The Incredibles, Hercules, Indiana Jones og James Bond, svo eitt- hvað sé nefnt. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson. Kaldalón Hörpu 17.00 S igrún Magnúsdóttir er flott í tauinu hvar sem hún fer og fyrirmynd margra kvenna hvað varðar klæða- burð. Stílistinn er eigin- maður hennar, fyrrverandi þing- maður og ráðherra Páll Pétursson. Sigrún er aldursforseti nýkjörins þings og ætlaði að fara að hægja á og var búin að viða að sér efni í tvær bækur sem hún hugðist skrifa. Hún átti sér þann draum að verða vara- þingmaður og fá að setjast á þing einhvern tímann á kjörtímabilinu en endaði sem kjördæmakjörinn þingmaður. Hún hefur ekki áhuga á að verða ráðherra en vill gjarnan stýra einhverri af nefndum þings- ins. „Ég keypti mér helgan stein þegar ég varð 67 ára en mér dettur ekki í hug að setjast í hann. Á mín- um aldri hella margir sér út í golf, aðrir sinna sjálfboðastörfum, ég er í pólitík. Hún er mitt áhuga- mál og allt sem tengist henni. Það þykir kannski dálítið hörð lína að eiga áhugamál af þessu tagi á gamalsaldri en það verður hver að velja sér tómstundaiðju við hæfi ef það er hægt að kalla póli- tík því nafni,“ segir Sigrún Magn- úsdóttir, nýkjörinn þingmaður, og skellihlær. Þessi kona sem margir héldu fyrir nokkrum misserum að væri að draga sig út úr þjóðmála- umræðunni er hláturmild baráttu- kona. Hún á óvenjufjölbreyttan lífsferil að baki. Hún var kaup- maðurinn á horninu í mörg ár, sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyr- ir Framsóknarflokkinn, var vara- þingmaður 1980 til 1982. Sigrún tók þátt í stofnun R-listans og sat í borgarstjórn fyrir hann í átta ár, fór í háskólanám þegar hún hætti í borgarstjórn og lauk prófi sem þjóðfræðingur, með borgarfræði sem aukagrein. Að námi loknu stofnaði hún Sjóminjasafn Reykja- víkur sem hún stýrði í nokkur ár og er nú að setjast á Alþingi Ís- lendinga. Sigrún verður aldurs- forseti þingsins, tæplega 69 ára að aldri. Meðfram störfum sínum hef- ur hún lokið námskeiðum við Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands meðal annars í skap- andi skrifum. Sigrún er tvígift, fyrri maður hennar var Kári Einars- son verkfræðingur. Seinni maður hennar er Páll Pétursson, fyrrver- andi ráðherra og þingmaður Fram- sóknarflokksins. Hún á tvær dætur og þrjú barnabörn, Páll á þrjú börn og fjórtán barnabörn. Fjölskyldan er því orðin allstór. Náttúran hvarf ekki Það hefur ekki borið mikið á Sig- rúnu í fjölmiðlum síðustu misseri. Þrátt fyrir það hefur hún verið virk í flokksstarfi Framsóknarflokks- ins og var formaður Félags fram- sóknarmanna. „Náttúran hvarf aldrei eða virknin,“ segir hún. „Þess vegna var ég ofarlega í huga félaga minna þegar kom að því að velja á lista í haust. Ég get hins vegar viður- kennt að að ég hló að formannin- um þegar hann hafði samband við mig og bað mig um að taka annað sætið í Reykjavík norður. Svo sló ég til. Ég hélt að ég yrði varaþingmað- ur á kjörtímabilinu og til þess lang- aði mig. Ég sat á Alþingi sem varaþing- maður 1980 og aftur 1982 og átti þá ósk að fá að setjast aftur á þing. Það verður hins vegar að hafa í huga að það getur enginn farið í framboð nema eiga trausta félaga og gott bakland. Ég fór fram til að berjast með félögum mínum og til þess að verða varaþingmaður og fá í kjöl- farið að setjast einhvern tímann aftur á þing. Það var ásetningur- inn. En það er ótrúlega upplífgandi að fá að taka þátt í svona ævintýra- för. Ég hef alltaf sagt að kosninga- barátta sé það skemmtilegasta það sem hægt er að taka þátt í.“ Vill ekki verða ráðherra Sigrún segist hafa vitað að allt gæti gerst þegar kom á daginn að kjör- dagur yrði 27. apríl. „Þversumman af 27 er 9 sem er samkvæmt þjóð- færðinni mögnuð tala,“ segir hún. Frá því hún sat á þingi síðast eru liðin rúm 30 ár og þingstörf hafa breyst á þeim tíma. Virðing þings- ins er ekki sú sama og áður og um- ræðuhefðin hefur breyst. Sigrún er hins vegar hvergi bangin. „Ef manni líkar ekki eitthvað á maður ekki að sitja við eldhúsborðið og nöldra heldur reyna að breyta hlutun- um. Sama hvort maður er tvítugur eða sjötugur.“ Þegar hún er spurð hvort hún vilji verða ráðherra svar- ar hún neitandi. „Mig langar ekki í ráðherraembætti. Það á að velja til að gegna ráðherraembættum fólk sem ætlar að sitja lengur á þingi en eitt kjörtímabil.“ Hins vegar er hún alveg til í að taka að sér formennsku í einhverri af fastanefndum þingsins. „Ég get verið stjórnsöm, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Marg- þætt reynsla hennar úr borgar- stjórn kemur án efa að góðum not- um á þingi. Hún stýrði Fræðsluráði borgarinnar á miklum umbrota- tímum, þegar verið var að einsetja grunnskóla borgarinnar. Hún var formaður borgarstjórnarhóps R- listans og í nokkur ár kosinn for- maður borgarráðs. „Við segjum oft sem höfum setið í borgarstjórn að það sé mesta vandaverkið. Ég hef lengst af sem stjórnmála maður starfað að sveitarstjórnarmálefn- um og hef reynslu af því að vinna bæði í meirihluta og minnihluta. Ég sat líka í stjórn Sambands ís- n Sigrún stefndi á varaþingmennsku en endaði á þingi n Páll velur fötin á hana n Hefur ótrúlega næmt auga fyrir klæðaburði kvenna Eiginmaðurinn Er stílistinn „Ólíkt líf- legra að sitja á þingi en ein við skriftir „Hló að for- manninum þegar hann bauð mér annað sætið. Stefnir ekki á ráð- herraembætti „Ég stefni ekki á ráðherraembætti en gæti vel hugsað mér að gegna formennsku í nefnd.“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is E milíana Torrini er flutt til Ís- lands með kærasta sínum og tveggja ára syni þeirra. Kærastinn hefur fengið starf hjá stoðtækjaframleið- andanum Össuri hf. og starfar að þró- un lausna hjá fyrirtækinu. Emilíana átti íbúð í Norðurmýrinni í Reykjavík en nú hefur hún, eftir því sem nafn- laus heimildarmaður DV hermir, fest kaup á gullfallegu húsi við Elliða- vatn. Húsið stendur rétt við Elliða- vatn á stórri lóð og er stílhreint og fallegt. Hin geðþekka söngkona vinnur að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út í haust. Aðdáendur bíða spenntir eftir plötunni en sú síðasta, Me and Armini, kom út árið 2008 og náði mikilli hylli. n Keypti gullfallegt hús við Elliðavatn n Emilíana festir rætur á Íslandi á ný n Ný plata væntanleg í haust Á Íslandi á ný Emilíana gefur út nýja plötu í haust og festir rætur á Íslandi. Fallegt hús Emilíana flytur sig úr Norðurmýrinni í stílhreint fallegt hús við Elliðavatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.