Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 34
V ið verðum klárir á mánu- daginn. Þróunin hefur verið fín hjá okkur í vetur,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna. Valur mætir Fylki í Lautinni í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni á mánudagskvöld og segir Magnús að hans menn verði tilbúnir í erfiðan leik. Valsmenn ollu nokkrum vonbrigðum á síðasta tímabili en þá endaði liðið í 8. sæti deildarinnar eftir að þjálfarar, fyrir- liðar og forráðamenn liðanna höfðu spáð þeim 5. sætinu. Breyttur hópur Líkt og undanfarin ár hafa orðið talsverðar breytingar á leikmanna- hópi Valsmanna milli ára. Sterkir leikmenn á borð við Halldór Kristin Halldórsson, Guðjón Pétur Lýðs- son og Hörð Sveinsson hafa horfið á braut en á sama tíma hafa sterk- ir leikmenn komið. Má þar nefna landsliðsmanninn Bjarna Ólaf Ei- ríksson, Magnús Má Lúðvíksson og Arnar Svein Geirsson, sem snýr aft- ur á heimaslóðir. Þá mun miðju- maðurinn öflugi Rúnar Már Sigur- jónsson spila með Val í sumar eftir að hafa verið á láni hjá hollenska liðinu Zwolle. Rúnar glímir þó við smávægileg meiðsli sem stendur. Langt og strangt mót „Við vitum að hver einasti leikur í þessu móti er erfiður,“ segir Magnús en lið hans heimsækir sem fyrr seg- ir Fylki í fyrstu umferðinni á mánu- dagskvöld. „Þeir eru með hörku- mannskap og hafa líkt og við gert miklar breytingar á sínum leik- mannahópi. Þeir hafa verið að spila ágætlega og það er ekki langt síð- an þeir unnu FH. En heilt yfir tel ég okkur vera eins vel undirbúna og hægt er og við gerum allt til að vinna,“ segir Magnús sem vonast eft- ir góðri byrjun hjá sínum mönnum. Í annarri umferðinni fer Valur í heim- sókn upp á Akranes og því ljóst að tveir erfiðir útileikir bíða Valsmanna. „Það er vissulega mikilvægt að byrja vel en þetta er samt langt tímabil og menn verða að halda ró sinni ef það gengur ekki vel. Menn þurfa samt að vera tilbúnir í þetta,“ segir hann. 5. sætið raunhæft Flestir spá Valsmönnum ágætu gengi í sumar og spáir DV því að liðið endi í 5. sæti í deildinni þegar upp verð- ur staðið í haust. „Við erum ekki al- veg búnir að klára okkar markmið. En auðvitað viljum við alltaf vera ofar en það. Valur, í mínum huga, er lið sem á að berjast við toppinn. En í dag held ég að þetta sé býsna raun- hæf spá. Liðið hefur verið að rokka á milli 5. til 8. sætis undanfarin ár og það hafa orðið miklar breytingar á milli ára. Við teljum okkur vera með sterkan hóp og gerum tilkall til sigurs í hverjum einasta leik en við vitum að þetta er langt og strangt mót. Flestir telja að KR, Stjarnan, FH og Breiða- blik séu með sterkustu hópana en við viljum auðvitað blanda okkur í baráttuna við þessi lið.“ n 8 Pepsi-deildin 2013 3.–5. maí 2013 Helgarblað Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Lykilmaður Rúnar Már Sigurjónsson Þessi öflugi miðju- maður mun spila með Val í sumar eftir lánsdvöl í Hollandi síðustu mánuði. Rúnar var einn besti leikmaður Íslands- mótsins í fyrra en hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Ef hann nær sér á strik verður hann gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsliðið. Fylgstu með Stefáni Ragnari Guð- laugssyni Stefán er stór og sterk- ur miðvörður sem kom til Vals frá Sel- fossi í janúar. Hefur mikla reynslu þrátt fyr- ir að vera einungis 22 ára og gæti náð langt. Eiga að berjast um Íslandsmeistaratitil n Sterkir leikmenn komnir í Val n Magnús Gylfason er klár í slaginn„Við vitum að hver einasti leikur í þessu móti er erfiður. Langt mót Magnús segir að Valsliðið sé klárt fyrir Íslands- mótið. Liðið mætir Fylki í fyrsta leik í Lautinni á mánudags- kvöld. Mynd Sigtryggur Ari 5. sæti V ið erum nokkuð stórt spurningarmerki varðandi deildina enda hafa margir leikmenn farið frá okkur,“ segir Hermann Hreiðars- son, þjálfari ÍBV. DV spáir Eyjaliðinu 6. sætinu að þessu sinni en undan- farin tvö tímabil endaði liðið í 3. sæti deildarinnar. Breytingar á leik- mannahópnum frá því í fyrra eru þó talsverðar og hafa lykilmenn horfið á braut, má þar nefna Andra Ólafsson, Guðmund Þórarinsson, Þórarin Inga Valdimarsson, Tryggva Guðmunds- son og Rasmus Christiansen. Liðið fékk þó varnarmanninn sterka Eið Aron Sigurbjörnsson aftur frá Örebro og síðast en ekki síst markvörðinn David James, fyrrverandi landsliðs- markmann Englands. ungir og hungraðir Sparkspekingar búast flestir við því að ÍBV verði um miðja deild í sumar og segir Hermann að sú spá sé skiljanleg í ljósi breytinga á liðinu. „Ég held að þetta sé í samræmi við það sem hefur verið í gangi hjá félaginu. Auðvitað förum við í hvern leik til að vinna hann. Þetta er hraðmót í byrjun, fimm leikir á stuttum tíma, og þá munum við læra á sjálfa okkur, hvert við get- um stefnt og hvernig málin standa.“ Hermann segist vera mjög sáttur við leikmannahóp sinn. „Ég er með marga unga og óreynda leikmenn en þeir eru gríðarlega hungraðir og til- búnir að fórna miklu til að bæta sig og ná lengra. Það er frábært að fá að þjálfa þannig hóp. Þeir sem eru eldri hugsa vel um sig og miðla vel af sér til yngri leikmannanna. Þetta er mjög skemmtileg blanda.“ Útilokar ekki að spila ÍBV byrjar mótið á tveimur heimaleikjum. Í fyrstu umferðinni mætir liðið ÍA á Hásteinsvelli en í annarri umferðinni koma Blikar í heimsókn. „Skagamenn stóðu sig gríðarlega vel í fyrra eftir að þeir komu upp og verða sterkir í sumar.“ Hermann hefur æft með Eyjaliðinu undanfarnar vikur og segist vera í ágætu leikformi. Hann útilokar ekki að draga fram skóna og taka þátt í einhverjum leikjum þó aðrir leikmenn séu framar í goggunarröðinni. „Ég er búinn að æfa svolítið og er í fínu standi. Ef kallið kemur þá kemur það en fók- usinn er ekki á það hjá mér. Ef leik- bönn eða meiðsli koma upp þá tekur maður skóna með sér í leiki.“ Eyja- menn eru ekki beint á flæðiskeri staddir með sterka varnarmenn enda eru tveir mjög efnilegir leik- menn í miðri vörninni; Eiður Aron Sigurbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson. Hermann telur að þeir geti báðir náð langt. „Þeir eru mjög öflugir „halfsentar“. Eiður er búinn að fá nasaþef af atvinnumennsku og það var mikill styrkur að fá hann til baka. Þeir báðir eru mjög góðir og stefna á að koma sér út.“ n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Tekur skóna með sér í leiki n Hermann útilokar ekki að spila með ÍBV í sumar Lykilmaður Eiður Aron Sigurbjörns- son Eiður Aron sýndi hvers megn- ugur hann er sum- arið 2011 þegar hann lék frábærlega í vörn ÍBV. Hann fór út í atvinnumennsku en er kominn aftur heim. Ef einhver getur að- stoðað Eið við að verða enn betri er það Hermann Hreiðarsson. Verður algjör lykilmaður í sumar. Fylgstu með Gunnari Þorsteinssyni Gunnar er fæddur 1994 og var á mála hjá Ipswich á Englandi. Hann er vinnuþjarkur og verður líklega í hlut- verki varnarsinnaðs miðjumanns hjá ÍBV í sumar. Strákur sem á framtíðina fyrir sér. reynslubolti Hermann kemur til með að miðla gríðarlegri reynslu til yngri leikmanna Eyjaliðsins. Hermann lék meðal annars með Portsmouth líkt og David James sem mun standa á milli stanganna hjá ÍBV í sumar. Mynd reuterS „Ég er búinn að æfa svo- lítið og er í fínu standi 6. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.