Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 24
„Ég var bannfærð“ 24 Viðtal 3.–5. maí 2013 Helgarblað H ún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja milli trúar- innar og dóttur sinnar. Þetta sam- tal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008,“ segir fréttakonan Malín Brand um móður sína Val- gerði Brand sem lést fyrir tæpum fimm árum. Móðir hennar hafði þá í nokkurn tíma viljað komast út úr söfnuði votta Jehóva sem hún hafði tilheyrt í fjölda ára. Malín þekkti vel hversu erfitt það var vegna þess að sjálf hafði hún, fjórum árum fyrr, sagt skilið við söfnuðinn – söfnuðinn sem hún ólst upp í og hafði mótað hana sem barn. Þar upplifði hún ýmislegt sem hún í seinni tíð fordæmir. Út frá því hef- ur hún einsett sér að neita aldrei sé hún beðin um að segja frá reynslu sinni. Þess vegna var það sjálfsagt mál þegar rithöfundurinn Anna Heiða Pálsdóttir bað hana um að vera sér innan handar við að öðlast skilning á hugarheimi barns í söfn- uði votta Jehóva, þegar hún skrifaði bókina Mitt eigið Harmagedón sem fékk barnabókaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum. Á skjön alls staðar „Mér leið illa í skólanum og var ein- mana. Ég upplifði mig alltaf á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti. Ég var dálítið skrýtinn krakki og var bara í mínum eigin heimi,“ segir Malín og fær sér sopa af kaffi. Við sitj- um á kaffihúsi í miðbænum og sterk vorsólin skín inn um gluggana. Lág jólamúsík er leikin í bakgrunni og svartur köttur, sem minnir á jólakött- inn vegna tónanna, liggur makinda- legur í einum glugganum og horfir á mannlífið í miðbænum. Vissulega stingur jólatónlistin í stúf við árstím- ann og kettir eru ekki algengir gestir á kaffihúsum en þetta er skemmti- lega skrýtið – svolítið í takt við Malín sem segir frá á sinn afslappaða og kímna hátt. Húmorinn hefur hjálpað henni að takast á við ýmislegt. Fyrstu jólin yfir tvítugt Jólatónlistin sem ómar undir er kald- hæðnisleg að ýmsu leyti. Malín hélt fyrst upp á jól þegar hún var komin yfir tvítugt og fór í fyrsta afmælið 23 ára. Og „hafði ekki einu sinni vit á að kaupa afmælisgjöf“ segir hún hlæj- andi frá. Í söfnuðinum var nefnilega hvorki haldið upp á jól eða afmæli og enn vekur þessi tími árs upp skrýtnar tilfinningar innra með henni. Sárar minningar úr æsku, tengdar þess- um árstíma. Móðir hennar var í söfn- uðinum en faðir hennar ekki. Það þótti óvenjulegt og móðir hennar var ávítt á samkomu fyrir að vera með manni utan safnaðarins. Allt kom þó fyrir ekki, þau giftu sig og níu mánuð- um seinna fæddist eldri systir Malín- ar. Fjórum árum síðar fæddist Malín. Móðir hennar hélt áfram að vera í söfnuðinum þótt eiginmaður hennar væri það ekki. Dætur hennar fylgdu henni á samkomur og ólust upp inn- an safnaðarins. „Pabbi hafði aldrei neinn áhuga á að fara í söfnuðinn,“ segir Malín. „Ég spurði hann oft út í þetta en fékk engin almennileg svör. Hann hætti samt að mæta í afmæli, jólaboð og þannig uppákomur hjá fjölskyldu sinni og við vorum svolítið einangr- uð. En þau ræddu þetta aldrei neitt sérstaklega við okkur. Svona var þetta bara,“ segir Malín. Það þótti öðruvísi og því upplifði Malín sig eins og fjöl- skyldan passaði ekki alveg inn neins staðar. Í skólanum þótti fjölskyldan skrýtin og í söfnuðinum að vissu leyti líka. Í skólanum var hún svo lögð í einelti. Eignaðist enga vini „Það er skrýtið að segja það en ég skil að vissu leyti af hverju ég varð fyrir valinu, út frá því hvernig krakkar hugsa,“ segir hún. „Ég var mjög ein- kennilegt barn og kunni ekkert sér- staklega mikið á mannleg samskipti. Ég kom til dæmis ekki í skólann með límmiðabók og fór að skiptast á lím- miðum heldur kom ég og spurði krakkana hvort þeir hefðu lesið Þór- berg Þórðarson,“ segir hún og skellir upp úr. „Eftir á að hyggja þá voru kennararnir samt eiginlega verstir. Þeir stilltu manni upp við vegg og spurðu hina krakkana af hverju þeir gætu ekki verið eins og ég, það var ömurlegt. Auðvitað sagði mað- ur ekki múkk í skólanum og það hefði verið frábært fyrir kennarana ef allir hefðu steinhaldið kjafti allan daginn.“ Hún segir kennarana hafa reynt að siða hina nemendurna til og biðja þá um að líkjast Malín sem væri svo stillt. „Svo voru líka kennar- ar sem voru hreinlega leiðinlegir við mann. Ég skrifaði einhvern tímann pistil um kennara í Snælandsskóla sem kallaði mig fatlaða barnið. Hún sagði við mig að henni fyndist óþol- andi að hafa alltaf fatlað barn í eftir- dragi. Ég sagði aldrei frá því heima hvernig mér leið en þarna ákvað ég að spyrja mömmu hvernig ég væri fötluð,“ segir hún. „Mamma hringdi í kennarann til þess að spyrja kennar- ann af hverju hún hefði sagt þetta. Þá sagði hún við mömmu að ég sæi ekki neitt og það væri alveg óþolandi að þurfa segja mér allt. Mamma tók undir þetta og sagðist skilja að það væri nú viss fötlun að sjá svona illa,“ segir Malín sem var með afar slæma sjón á þessum tíma, mínus 8 eða 9. Malín segir að þrátt fyrir að hún hafi verið sér á báti þá hafi hún ekki beint upplifað þetta sem einelti á þeim tíma þó að vissulega hafi henni liðið illa. „Ég upplifði mig aldrei sem neitt fórnarlamb eða þannig, heldur bara á skjön við aðra.“ Erfitt á jólunum Það þótti líka furðulegt að hún væri í Vottunum. Þó að hún hafi lítið talað um það í skólanum þá var það aug- ljóst því hún kom ekki í afmæli, söng ekki afmælissönginn þegar einhver átti afmæli í skólanum og jólunum tók hún ekki þátt í. Hátíðir sem flest- ir hlakka til vöktu með henni kvíða. „Enn þann dag í dag eru jól og páskar tími sem ég verð pínu skrýt- in á, það rifjast upp leiðinlegur tími,“ segir hún einlæg og fær sér sopa af kaffinu. „Í kringum jólin þurfti mað- ur að loka eyrum og augum og það var varla kveikt á útvarpinu, því það var alls staðar eitthvað sem sneri að jólum.“ Hún segir þó hafa verið verst þegar krakkarnir töluðu um hvað þeir hefðu fengið í jólagjöf. „Þá hafði ég ekkert til málanna að leggja fyrir utan það að ég talaði aldrei neitt. Það var verst ef einhver spurði mig að einhverju því ég mátti ekki segja ósatt, það var algjörlega bannað í trúnni og er auðvitað góð regla í líf- inu. Við fengum heldur ekki páska- egg. Þannig allt svona sem krakkar metast á um í skólanum gat maður ekki talað um. Ef ég var spurð hvað ég hefði fengið í jólagjöf þá sagði ég kannski frá einhverju sem ég hafði fengið fyrr á árinu – ég fékk vasaljós frá mömmu og pabba, eða eitthvað í þeim dúr. „Ha, fékkstu vasaljós frá foreldrum þínum í jólagjöf?“ spurðu krakkarnir þá og þá sagði mað- ur bara uuuh … einmitt,“ segir hún hlæjandi frá. „Krakkarnir hafa hugs- að hvað þetta væri skrýtin fjölskylda. Þetta var erfiður tími. Enginn jóla- boð, ekkert jólalegt heima hjá manni og maður mátti ekki einu sinni segja gleðileg jól. Þegar hin barnabörnin áttu af- mæli og svona þá vorum við ekki partur af því. Okkur var ekki einu sinni boðið það því þau vissu að við myndum ekki koma. Það var rosa- lega vandræðalegt að heimsækja ömmu og afa þegar að jólin nálguð- ust og maður sá alla pakkana undir trénu og nöfn allra hinna barn- anna. Og maður var alltaf að vona að maður fengi kannski eitthvað. Kannski eina baun, bara eitthvað en við fengum aldrei neitt. Mér skilst að mamma hafi bannað það,“ segir Malín hugsi. Trúboðið kvöl og pína Í gegnum grunnskólaárin fann Malín sér vini í bókum. Hún las mik- ið og hafði óendanlegan áhuga á að fræðast. Móðir hennar samþykkti þó ekki allt það lesefni sem Malín vildi lesa og eftir að hún hafði fundið bókina Veröld Soffíu í fórum Malín- ar og skilað henni á bókasafnið sótti Malín í æ meira mæli í það að sitja á bókasafninu og lesa þar sem enginn gat truflað hana. „Ég las á bókasafn- inu í Hafnarfirði því ég kærði mig ekki um að mamma væri að krukka í þetta. Mér leið stundum eins og ég væri að gera eitthvað hræðilegt, eins og ég væri að halda framhjá guði.“ Hún sótti líka samkomur hjá Vottunum með móður sinni en systir hennar hætti að mæta á samkomur þegar hún var að komast á tánings- aldurinn. „Hún braust út úr þessu sem unglingur og nennti ekki leng- ur að fara á samkomur. Mamma var rosa leið og allir í söfnuðinum vor- kenndu henni mikið að eiga svona óþekkan krakka. Ég held hún hafi í rauninni verið litin hornauga fyr- ir að drusla ekki krakkanum með en hún gat það ekki, systir mín var alveg hörð á þessu. En ég var alltaf að hugsa um að ég yrði að fara með mömmu, annars yrði hún leið. Ég fór í það hlutverk,“ segir Malín. Stór hluti af starfi votta Jehóva er trúboð – að ganga á milli húsa og boða trúna. Það gerði Malín frá því hún var lítil Fréttakonan Malín Brand ólst upp í sértrúarsöfn- uði og var lögð í einelti alla sína grunnskólagöngu. Átján ára giftist hún en skildi nokkrum árum síðar við eiginmanninn og sagði skilið við söfnuðinn á sama tíma þar sem eiginmaðurinn valdi trúna fram yfir hana. Foreldra sína báða missti hún skyndilega með nokkurra ára millibili, faðir hennar varð bráðkvaddur en móðir hennar sá sér enga leið færa aðra en að enda líf sitt þegar sonur Malínar var aðeins mánað- argamall. Hún hefur aldrei gefist upp þótt móti hafi blásið og nýtir sér mótlætið í starfi sínu og vonast til þess að geta komið að gagni og léð þeim, sem ekki geta tjáð sig, rödd. Líkt og hún hefði óskað að ein- hver hefði gert fyrir sig. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Ég var mjög einkennilegt barn og kunni ekkert sérstaklega mikið á mannleg samskipti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.