Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 14
Þ ýska blaðið Der Spiegel birti nýlega tölur um eignir um­ fram skuldir hjá íbúum þeirra fimmtán landa sem notast við evruna innan Evrópusam­ bandsins. Byggðist umfjöllun blaðsins á rannsókn sem Evrópski seðlabank­ inn (ECB) hafði gert. Þar kom í ljós að Þjóðverjar eiga mun minni eignir en íbúar í mörgum af þeim löndum sem hafa þurft á efnahagslegri aðstoð að halda á síðustu árum. Helstu tíðindin þykja mikill munur á eignum Þjóð­ verja og Kýpverja en líkt og flestum er kunnugt þurftu Kýpverjar nú nýlega að leita á náðir Evrópusambandsins eftir fjárhagsaðstoð úr evrópska björgunar­ sjóðnum. Þjóðverjar eignalitlir Eins og sjá má í töflu eiga Þjóðverj­ ar að meðaltali hreina eign upp á 195 þúsund evrur sem gera nærri 30 millj­ ónir íslenskra króna. Kýpverjar eiga hins vegar um 670 þúsund evrur að meðal tali sem gera rúmar 100 millj­ ónir íslenskra króna. Íslendingar eiga að meðaltali um 120 þúsund evrur eða um 18 milljónir íslenskra króna um­ fram skuldir. Í þessu samhengi má þó benda á að þegar miðgildi eigna er reiknað verður upphæð eigna mun lægri. Þannig er miðgildið í Þýskalandi einungis um 50 þúsund evrur eða nærri fjórum sinnum lægra en meðal­ talið. Miðgildi þýðir að það eru jafn margir sem eiga minna en 50 þúsund evrur og þeir sem eiga umfram það. Það sýnir í raun að töluvert mikil mis­ skipting er á eignum eftir tekjum fólks. Þar má nefna að árið 2009 átti ríkasta eitt prósentið á Íslandi um 20 prósent af eignum umfram skuldir Íslendinga það ár. Margir reiðir Þjóðverjum Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir víða eins og á Grikklandi og á Kýpur þar sem myndir hafa jafnvel birtar af Ang­ elu Merkel, kanslara Þýskalands, með tengingu við nasista. Umfjöllun Der Spiegel um eignir íbúa víðs vegar um Evrópu sýnir hins vegar að það er alls ekki þannig að Þjóðverjar eigi meira en ýmsar af þeim þjóðum sem hafa átt í vanda að undanförnu. Það sem skiptir þó líklega miklu máli í þessu samhengi er að líklega eru hvergi fleiri á leigumarkaði en í Þýska­ landi. Eins og sjá má í töflu með frétt búa einungis 44 prósent Þjóðverja í eigin húsnæði á meðan hlutfallið er 77 prósent á Íslandi og á Kýpur og heil 83 prósent á Spáni. Tekið skal fram að töl­ ur um Ísland voru ekki settar fram í út­ tekt Evrópska seðlabankans en eru hér settar í samhengi við þá úttekt. Hins vegar reyndist nokkuð erfitt að fá töl­ ur um heildareignir Íslendinga. Þá má einnig nefna að í úttekt Evrópska seðlabankans eru eignir metnar á hverja fjölskyldu sem getur verið mjög mismunandi að stærð. Þannig eru að meðaltali um tveir á hverja fjölskyldu í Þýskalandi en 2,8 á Kýpur og 2,9 á Ís­ landi. Svipar til umræðunnar á Íslandi Lítið hefur verið rætt um hvað Ís­ lendingar eiga í eignum eftir banka­ hrunið. Þeim mun meira um skuld­ irnar en líklega má segja það sama um ýmis lönd á evrusvæðinu eins og Írland, Spán, Portúgal, Grikkland og Kýpur. Umfjöllun Der Spiegel um málið var á þá leið að Þýskaland væri fátækt en löndin í suðri rík. Þessari umfjöllun var hins vegar harðlega mótmælt í löndum eins og Spáni og Ítalíu. Áhugavert er að bera þetta saman við umræðuna í kosningabaráttunni sem fram fór á Íslandi nú nýverið. Þar bentu sumir á að það væri ekki endi­ lega sanngjarnt að nota þá fjármuni sem Framsóknarflokkurinn vill ná af kröfuhöfum Glitnis og Kaupþings upp á allt að 300 milljarða króna einung­ is til þess að lækka íbúðaskuldir hjá þeim sem eru með verðtryggð lán. Má þar nefna að lítið hefur verið rætt um að koma til móts við þá sem eru með námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna sem eru einnig verð­ tryggð en Íslendingar skulda nærri 200 milljarða króna í námslán. Þannig finnst líklega mörgum Þjóðverjum sem eru á leigumarkaði ekki sanngjarnt að þurfa að ábyrgjast fjárhagsaðstoð til landa í suðri sem talið er getað kostað Þjóðverja yfir 500 milljarða evra ef löndin geta ekki stað­ ið undir þeim lánum sem þangað hafa verið veitt vegna efnahagsástands­ ins þar. Hér á Íslandi hefur verið rætt um að í stað þess að koma einungis til móts við íbúðaeigendur ef svigrúm skapast til þess vegna samninga við kröfuhafa hinna föllnu banka ætti að nota hluta þeirra fjármuna í lækkun á skuldum ríkissjóðs og í heilbrigðis­ og menntakerfið svo fátt eitt sé nefnt. Öflugt lífeyriskerfi á Íslandi Þó Íslendingar eigi minna í eignir um­ fram skuldir en flest löndin á evru­ svæðinu búum við þó vel að því að eiga gott lífeyriskerfi. Lífeyrissjóðirnir eiga í dag um 2.400 milljarða króna í hreina eign en eignir þeirra í hlutfalli við landsframleiðslu er næst hæstar hérlendis í heiminum. Einungis Hol­ lendingar eru fyrir ofan Ísland. Þá má einnig benda á að samkvæmt tölum sem Eurostat, tölfræðistofnun Evrópu­ sambandsins, hefur birt verður Ísland með fæsta íbúa eldri en 65 ára árið 2060. Þá er talið að hlutfall 65 ára og eldri verði um 34 prósent af heildar­ íbúafjölda landsins á meðan hlutfallið verður um 60 prósent í Þýskalandi svo dæmi sé tekið. n n Ríkasta 1 prósent Íslendinga átti 500 milljarða 2009 n 2.000 milljarðar umfram skuldir Íbúar evrulanda eiga meira en Íslendingar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Meðaltal eigna á hverja fjölskyldu n Lúxemborg 710.100 n Kýpur 670.900 n Spánn 291.400 n Ítalía 275.200 n Frakkland 233.400 n Þýskaland 195.200 n Finnland 161.500 n Portúgal 152.900 n Grikkland 147.800 n Ísland* 119.000 *Tölur fyrir flest evrulöndin eru frá 2010. Tölur fyrir Ísland eru hins vegar frá 2012. Þar er gengið út frá því að eignir Íslendinga umfram skuldir séu um 2.000 milljarðar samkvæmt skattatölfræði ríkisskattstjóra. Inni í þeirri tölu er hlutabréfaeign upp á 160 milljarða króna frá árinu áður sem um 4.000 Íslendingar eiga, sem viðkomandi aðilar þurftu að greiða viðbótarauðlegarðskatt af vegna endurútreiknings á markaðsverðmæti hlutabréfa. Ekki liggja fyir upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Meðalstærð fjölskyldna á Íslandi er 2,9 og íbúar alls 322.000. Fjöldi fjölskyldna er því 111.000. Eigið húsnæði n Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði í Evrópu n Spánn 83% n Grikkland 72% n Ísland 77% n Kýpur 77% n Ítalía 69% n Finnland 68% n Lúxemborg 67% n Portúgal 66% n Frakkland 55% n Þýskaland 44% Helstu eignir Íslendinga 2012 n Hrein eign 2.012 milljarðar* n Fasteignir 2.458 milljarðar n Innlend og erlend verðbréf 279 milljarðar n Ökutæki 175 milljarðar n Hlutabréf 63 milljarðar n Innistæður 495 milljarðar *HrEin Eign Er ÞEgar búið Er að draga Skuldir frá EignuM. Í ÖðruM liðuM Er Ekki tEkið tillit til Skulda. Ísland yngst í Evrópu 2060 Þrátt fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir og ríkissjóður hafi þurft að taka á sig mikinn skell í kjölfar hruns íslenska fjármála- kerfisins í október 2008 eru framtíðar- horfur íslenska lífeyriskerfisins að mörgu leyti bjartar. Eitt af því sem skiptir miklu máli er að á næstu áratugum mun Ísland ekki glíma við stóraukinn vanda við að fjármagna lífeyriskerfið vegna hækkandi hlutfalls eldri borgara, líkt og mörg lönd Evrópu. Samkvæmt tölum frá Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, er því spáð að Ísland verði yngsta þjóð Evrópu árið 2060. Þá verða íbúar, 65 ára og eldri, einungis 33,5 prósent af heildaríbúafjölda landsins. Því má segja að mikil fjölgun fæðinga í kjölfar hrunsins muni skila sér vel til framtíðar. Til samanburðar má nefna að árið 2060 verða um 60 prósent af íbúum Þýskalands 65 ára og eldri þar sem fæðingartíðni er mjög lág. Þýskalandi mun því líklega reynast erfitt eftir nokkra áratugi að halda uppi lífeyriskerfinu þar í landi. Það ætti að reynast Íslendingum auðveldara. 65 ára og eldri árið 2060 n Hlutfall í nokkrum evrulönd- um og Íslandi land Hlutfall n Ísland 33,5 n Lúxemborg 45 n Frakkland 46,6 n Finnland 47,4 n Kýpur 47,6 n Spánn 56,4 n Ítalía 56,7 n Grikkland 56,7 n Portúgal 57,2 n Þýskaland 59,9 „Það eru ekki allir á flæðiskeri staddir. Hópur efnamanna sker sig nokkuð úr. Hér er um að ræða 1.381 fjölskyldu sem taldi fram eignir sem metnar voru á meira en 150 milljónir kr. Samanlagðar eignir þessara fjölskyldna voru metnar á rúma 468 milljarða kr. en á móti eignum stóðu skuldir upp á 60 milljarða kr., eða 12,7% af eignum. Þessar fjölskyldur, sem telja 0,8% fjölskyldna í landinu, áttu 12,8% eigna og 3,5% skulda. Þessi hópur framteljenda sem töldu fram meira en 150 milljónir í eignir átti rúman fjórðung innstæðna í bönkum, eða tæpa 168,7 milljarða kr. af rúmlega 661,5 milljörð- um kr. sem skráðir voru á framtölum lands- manna. Þeir áttu 42,3 milljarða kr. af þeim 94,4 milljörðum kr. sem landsmenn áttu í hlutabréfum. Þetta er 44,8%. Þá áttu þeir 134,1 milljarð kr. í verðbréfum eða 63,7% af þeim 210,7 milljörðum sem landsmenn áttu í verðbréfum árslok 2009.“ Heimild: Eignir og skuldir Íslendinga eftir Pál Kolbeins, sérfræðing hjá embætti ríkisskatt- stjóra, úr Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, nóvember 2010. Miklar eignir ríkasta 1 prósentsins n átti 500 milljarða umfram skuldir 2009 Minni eignir Þó Íslendingar eigi minna í eignum umfram skuldir en flest löndin á evru- svæðinu búa þeir þó að góðu lífeyriskerfi eins og fram kemur í umfjölluninni. 14 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.