Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 48
36 Lífsstíll 3.–5. maí 2013 Helgarblað Naglalakk til margra nota N aglalakk er hægt að nota á fleiri vegu en til að lakka neglurnar en dæmi um það er að naglalakk virkar ágætlega sem lím. Það er því ekki nauðsyn- legt að henda naglakksglasi sem er að verða tómt því það gæti komið að góðum notum. Athugaðu hvort þú getir ekki notað afganginn í eftirfar- andi: Þegar erfitt er að þræða nálina Þá er er gott ráð að setja ör- lítið af naglalakki á endann á þræðin- um. Ekki of mikið en nóg til að þráð- urinn verður stífur og þá verður það leikur einn að koma honum í gegn- um þröngt nálaraugað. Þegar lykkjufall kemur á sokka- buxurnar Flestar konur kannast við þetta vandamál. Þegar það kemur lykkju- fall er hægt að stoppa það með því að setja eina stroku af naglalakki við enda þess. Það er því góð hugmynd að hafa alltaf naglalakk í veskinu jafnvel þótt þú ætlir þér ekki að lakka á þér neglurnar. Þegar skóreimar byrja að trosna Við þessar aðstæður er alltaf gott að hafa naglalakk við höndina. Það er erfitt að koma trosnaðri reim í gegn- um gatið og því ráð að setja lakk á endann og málið er leyst. Þegar þú þekkir ekki lyklana í sundur Ef þú ert með marga eins lykla á kippunni getur verið pirrandi að þekkja þá ekki í sundur. Gott ráð er að merkja þá með naglalakki í mismun- andi litum. Þegar umslagið vill ekki lokast Stundum virkar límið á umslaginu illa eða alls ekki. Það er óþarfi að henda því þar sem hægt er að loka því almennilega með naglalakki. n n Það er óþarfi að henda hálftómum glösum Toppaðu þig Þungir toppar hafa verið heitir á síðustu mánuðum og er ekk- ert lát á vinsældunum. Mörgum konum reynist hins vegar erfitt að ná flottu „lúkki“ á toppinn. Hér eru einföld ráð til þess að ná fullkomnu útliti hvort sem um er að ræða hliðartopp eða þungan þvertopp. Þvertoppur Það er best að hafa hann rakan og það er nauðsynlegt að blása hann helst með breiðum hring- bursta til þess að náttúrulegu sveipirnir taki ekki yfir. Blástu toppinn ýmist til hliðar og beint niður, en þannig nærðu flottri áferð. Að lokum rennir þú létt yfir með sléttujárni og spreiar örlitlu hárlakki yfir. Ekki slétta hann um of, þá verður hann of flatur. Hliðartoppar Sama regla gildir hér, smá raki áður en hann er blás- inn. Leyndarmálið að flottum hliðartoppi er að blása hann í öfuga átt við hvernig þú vilt að hann liggi. Með því móti kem- ur þú í veg fyrir að toppurinn liggi flatur til hliðar og nærð fal- legri sveigju sem gerir hann afar smart. Það leynist margt í burstanum Það leynist fleira en hár í hárburst- anum. Ryk, bakteríur og rykmaur- ar geta lent í hári þínu ef þú þrífur ekki burstann reglulega. Svona þrífur þú hárburstann þinn einu sinni í viku. Notaðu pinnagreiðu til að hreinsa hár úr burstanum. Settu heitt vatn í vaskinn ásamt góðri sápu og láttu burstann liggja í vatninu í smá stund. Skolaðu hann með heitu vatni á eftir. Það er líka gott að nota spritt sem er ætlað fyrir handaþvott og úða örlitlu á burstann eftir hreinsun. Nú ætti burstinn að vera sem nýr. Nú er það hvítt n Hvítt með hvítu er leyfilegt H vítur er nýi „svarti“ liturinn í sumar. Hvort sem það eru skór, jakkar, kjólar, toppar eða veski, þá mun hvíti liturinn ráða ríkjum í tískunni á kom- andi mánuðum. Hvítt frá toppi til táar er málið núna. Hönnuðir eins og Al- exander Wang og Stella McCartney eru með áberandi mikið af hvítum flík- um í sumarlínu sinni fyrir árið 2013. Tískuspekúlantar segja að allar konur sem vilja tolla í tískunni, eigi að hafa einn hvítan bleiserjakka í fata- skápnum sínum um þessar mundir. Gallabuxur og hvítur bleiser standa alltaf fyrir sínu. Hér í myndasafni má sjá það heitasta í hvítu tískunni um þessar mundir. n iris@dv.is Dragt Kvenlegt og afar smart að klæð- ast hvítri dragt. Sumarlegur kjóll Dásam- lega fallegt. Fylgihlutir Hvít taska og fylgi- hlutir – töff. Herrar Strák- arnir eiga ekki að vera feimnir við að bera hvíta litinn. Skór Frá toppi til táar. Bleiser Allar konur ættu að eignast eitt stykki hvítan bleiserjakka fyrir sumarið. Alexander Wang Tískurisar elska allt sem er hvítt. Gott ráð við slæmri húð Það er óþarfi að borga fyrir húð- hreinsun þegar hægt er að sjá um hana heima hjá sér. Gufa er góð leið til að hreinsa húðina. Fylltu stóra skál af sjóð- andi vatni og láttu standa í nokkr- ar mínútur. Settu 2 til 3 dropa af lavenderolíu út í. Haltu andlitinu yfir skálinni í 5 til 10 mínútur en mundu að leggja handklæði yfir höfuðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.