Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 20
Sandkorn Þ að er vor í lofti á Íslandi. Helmingur kjósenda kvað upp þann úrskurð að flokkar sem lofa skuldaniðurfellingu og skattalækkunum skyldu hafa sigur. Fólkið í landinu kaus með kreditkortinu. Það er augljóst að gangi loforð Sjálfstæðisflokks og Fram­ sóknarflokks eftir mun fara ferskur blær um íslenskt efnahagslíf. Mörg heimili munar um að fá nokkurra milljóna skuldaniðurfellingu. Og allan almenning munar um að fá skatta­ lækkun af ýmsum toga. Vandinn er hins vegar sá að það er ekki hægt að gera allt fyrir alla. Í stað fjármuna sem fara út verða að koma tekjur á móti. Sjálfstæðismenn hafa bent á að með skattalækkunum örvist efnahagslífið. Þetta er rétt að einhverju marki. Málið snýst um að forðast öfgar og finna þann meðal­ veg sem gefur af sér hagvöxt og hækk­ ar með heilbrigðum hætti skattatekj­ ur ríkisins. En það gerist ekki á einu augabragði. Myllurnar mala hægt. Það gilda í rauninni sömu lögmál og í al­ mennum fyrirtækjarekstri. Hægfara bati er farsælli en stökkbreytingar sem gjarnan leiða af sér kollsteypur. Ný rík­ isstjórn mun þurfa að skera harkalega niður í opin berum rekstri. Annað er óumflýjanlegt. Boðuð skuldalækkun Framsóknar­ flokksins náði inn að hjartarótum kjósenda. Það er mál manna að sú leið kunni að vera ágætlega fær ef Alþingi og ríkisstjórn sýna þá staðfestu sem þarf í samskiptum við þá sem greind­ ir hafa verið sem hrægammar og eiga þá fjármuni sem mynda snjóhengju íslensks efnahagslífs. Vandinn kann að liggja í þeim gríðarlegu vænting­ um sem kjósendur bera til aðgerð­ anna. Þar er stutt í vonbrigðin ef á daginn kemur að lítið verður til skipt­ anna fyrir þá. Flestir sjá loforð Fram­ sóknarflokksins sem 20 prósenta niðurfellingu á húsnæðisskuldum sem flokkurinn hefur áréttað á landsfund­ um sínum. Nýjasta skilgreining Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að leið­ rétta verði forsendubrest vegna hruns­ ins. Svo virðist sem formaðurinn vilji opna og útvíkka kosningaloforðið með þessum hætti. En menn skulu athuga að forsendubresturinn nær til allra skulda almennings sem tengdar eru vísitölu. Og ástæða þess að jarðvegur­ inn var svo móttækilegur fyrir kosn­ ingaloforðinu var sú að fyrirtæki og útrásarmenn hafa fengið gríðarlegar afskriftir á skuldum á sama tíma og venjulegt fólk hefur setið hjá Það er augljóst að loforð Fram­ sóknarflokksins verða að vera í önd­ vegi ef flokkurinn á að fara í ríkis­ stjórn. Sannfærandi skuldalækkun verður að koma til. Annað væru svik við kjósendur. Hin leiðin er sú að Sjálf­ stæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn til vinstri og skattalækkunarleið hans verði í öndvegi. Innan Sjálfstæðis­ flokksins er veruleg andstaða við að skrifa upp á loforð Framsóknar. Þar er litið á málið sem sjóðheita kartöflu. Ef Bjarni Benediktsson treystir sér ekki til að skrifa upp á kosningavíxil Framsóknarflokksins á hann fulla möguleika á því að fá Samfylkingu og hugsanlega Bjarta framtíð til að mynda með sér ríkisstjórn. Það skýrist á næstu vikum hvaða flokkar taka við stjórnartaumunum. Niðurstaðan er enn óljós. Eina sem er víst er að annaðhvort Bjarni Bene­ diktsson eða Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson taka við forsætisráðuneytinu. Sú niðurstaða gæti líka orðið að þeir skiptu kjörtímabilinu með sér eins og gerðist í síðustu ríkisstjórn Fram­ sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í kosningabaráttunni voru sett fram stærri útgjaldaloforð en venjan er til. Eins konar uppboðsmarkaður mynd­ aðist þar sem yfirboðin streymdu fram. Það verður mikilvægasta verk­ efni íslenskra fjölmiðla á næstu miss­ erum að fylgjast vandlega með því hvort ráðandi flokkar standi við stóru orðin. Vonandi marka liðnar kosn­ ingar upphaf þess að flokkar standi undanbragðalaust við loforð sín. Stóll Vigdísar n Innan Framsóknar­ flokksins gætir spennu um það hverjir verði ráðherr­ ar flokksins ef til kemur. Á meðal augljósra kosta er að Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suð­ ur, fengi sinn stól í þakk­ lætisskyni fyrir að hafa fest í sessi þingsæti sitt í Reykja­ vík. En Vigdís á sína and­ stæðinga innan flokks sem munu reyna að bregða fyrir hana fæti. Það hugnast ekki öllum að Vígdís verði ráð­ herra. Hættur í pólitík n Á meðal þeirra sem höfðu ekki erindi sem erf­ iði í kosn­ ingunum var Guðmundur Franklín Jónsson með flokk sinn Hægri græna. Flokkurinn varð fyrir áfalli þegar í ljós kom að formað­ urinn var ekki kjörgeng­ ur og varð að víkja af lista. Sjálfur er Guðmundur Franklín hinn brattasti en mun hafa ákveðið að hætta að mestu pólitískum af­ skiptum og jafnvel flytja úr landi. Formaðurinn í skotlínunni n Árni Páll Árnason, for­ maður Samfylkingar, á ekki sjö dagana sæla nú þegar helmingur þingflokks­ ins er horf­ inn á braut. Margir kenna for­ manninum um ófarirnar og heimta uppgjör. Það er því nokkuð víst að sótt verð­ ur að Árna ef hann víkur ekki sjálfviljugur. Búist er við að Jóhönnuarmurinn leggi fljótlega til atlögu í því skyni að koma að sínum manni á formannsstólnum. Skilaboð frá Gulla n Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og kvennaljómi, er fótgöngu­ liði Guð­ laugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðis­ flokksins. Sveinn er ómyrkur í máli um niður­ stöðu kosninganna. „Ár­ angur Sjálfstæðisflokksins er gersamlega óviðunandi,“ er haft eftir honum á Eyj­ unni. Talið er víst að þarna séu á ferðinni skilaboð frá Guðlaugi Þór til Bjarna Benediktssonar formanns flokksins um að axla sín skinn og láta öðrum eftir formennskuna í Sjálfstæðis­ flokknum. Þessi náttúruumræða finnst mér komin út í tóma vitleysu Við erum hundsvekkt Brynjari Níelssyni finnst of mikið mál gert úr Lagarfljóti. – Harmageddon Margrét Tryggvadóttir um kosningarnar. – DV Skattar og skuldir„Ný ríkisstjórn mun þurfa að skera harkalega niður „Líklegt virðist, að niðurfær- sla skulda á kostnað skattgreiðenda verði mun umfangsminni en Framsókn lofaði fyrir kosningar. Hvað tekur nú við? Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 20 3.–5. maí 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Ú rslit lýðræðislegra kosninga eru ævinlega fagnaðarefni. Fögnuðurinn stafar ekki af því, að úrslitin horfi ævin­ lega til framfara, enda getur það hæglega komið fyrir, að kjósend­ ur láti freistast til að taka ranga stefnu, jafnvel norður og niður. Það er þeirra réttur og verður aldrei frá þeim tek­ inn. Nei, fögnuðurinn stafar af hinu, að úrslitin eru óvefengjanleg. Lýð­ ræði felst í því, að engum leyfist und­ ir neinum kringumstæðum að taka fram fyrir hendurnar á kjósendum. (Þessa reglu braut Alþingi að vísu fyr­ ir nokkru, þegar það ákvað að salta þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýju stjórnarskrána.) Vantraust Síðasta kjörtímabil kallaði Alþingi yfir sig meira vantraust kjósenda en áður hefur mælzt. Kannanir sýna, að níu af hverjum tíu kjósendum vantreystu Alþingi. Hlutfallið var sjö af hverjum tíu fyrir hrun. Þetta gerðist þrátt fyrir meiri endurnýjun þingheims í kosn­ ingunum 2009 en dæmi eru um frá fyrri tíð. Vandinn var sá, að endurnýj­ unin átti sér að langmestu leyti stað á forsendum gömlu stjórnmálaflokk­ anna og innan vébanda þeirra. Nýir þingmenn spruttu úr jarðvegi gömlu flokkanna frekar en utan flokkanna. Sú endurnýjun á Alþingi, sem nú er í vændum, er sama marki brennd. Gömlu flokkarnir verða alls ráðandi á þinginu sem fyrr með nýjar kenni­ tölur. Ábyrgð Sú hætta vofir nú yfir, að búsáhalda­ byltingin fjari út, án þess að stjórn­ málaflokkarnir fáist til að viðurkenna ábyrgð sína á hruninu nema að litlu leyti og án þess að Alþingi sjái ástæðu til að virða eigin ályktanir um að draga lærdóma af hruninu og eigin heit­ strengingar um nýja stjórnarskrá. Sú hætta blasir nú við, að Sjálfstæð­ isflokkur og Framsókn, sem mesta ábyrgð báru á hruninu m.a. með spill­ tri einkavæðingu bankanna, dragi þá ályktun af úrslitum kosninganna, að kjósendur hafi nú tekið þá í sátt. Sumir kynnu að ganga enn lengra og álykta sem svo, að úrslitin jafngildi samsekt­ arviðurkenningu kjósenda og leysi stjórnmálamenn og jafnvel banka­ menn undan ábyrgð á hruninu. Því geti flokkarnir nú að loknum kosn­ ingum barið sér á brjóst og þótzt vera lausir allra mála eftir þeirri reglu, að enginn ber ábyrgð, ef allir bera ábyrgð. Þessu fylgir jafnframt hætta á, að dómsmál gegn þeim, sem grunaðir eru um lögbrot í aðdraganda hruns­ ins, verði látin fjara út líkt og Alþingi lét fjara undan rannsókn á einkavæðingu bankanna og hugsanlega sekt fyrnast. Hættan er sú, að þeir, sem sízt skyldi, þykist á endanum ekki hafa neitt að læra af hruninu. Þá er næsta víst, að sagan mun endurtaka sig með nýjum kollsteypum eða jafnvel nýju hruni. Ís­ land gæti þá orðið endanlega viðskila við Norðurlönd í efnahagslegu tilliti. Efnahagslegt lastabæli Ekki er enn vitað, hvers konar ríkis­ stjórn verður mynduð á næstunni. Hitt er næsta víst, að eigi Framsókn aðild að stjórninni, svo sem eðli­ legt hlýtur að teljast í ljósi úrslitanna, þá mun stjórnin eiga tveggja kosta völ: að efna loforðið, sem Framsókn gaf kjósendum um lausn á skulda­ vanda heimilanna skattgreiðendum að kostnaðarlausu, eða svíkja loforðið. Ef Framsókn reynir að efna loforðið um að færa niður skuldir heimilanna ríkissjóði að kostnaðarlausu, mun brátt koma ljós, að það er ekki hægt nema með því að hleypa verðbólg­ unni aftur á skrið án verðtryggingar og setja efnahagslífið þá um leið í bál og brand með gamla laginu. Verð­ bólga er að sönnu gamalreynd aðferð til skuldajöfnunar, en hún á ekki vel við í alræmdu verðbólgubæli, þar sem stjórnvöld hafa síðustu 20 árin keppt að því með misjöfnum árangri að ná tökum á verðbólgunni. Hinn kostur Framsóknar er að svíkja loforðið, ann­ aðhvort með því að hætta við að færa niður skuldir heimilanna skattgreið­ endum að kostnaðarlausu eða með því að færa niður skuldirnar á kostn­ að ríkisins, enda er Íbúðalánasjóður í eigu ríkisins umsvifamesti húsnæð­ islánveitandinn. Líklegt virðist, að niðurfærsla skulda á kostnað skatt­ greiðenda verði mun umfangsminni en Framsókn lofaði fyrir kosningar. Ekki er gott að vita, hvor þessara tveggja undankomuleiða Framsókn­ ar myndi mælast verr fyrir meðal kjósenda. Hitt má telja víst, að næstu misseri verða viðburðarík, enda bíða nýrrar ríkisstjórnar erfið verkefni, sem vandséð er, að gömlu flokkarn­ ir hafi nokkra burði til að leysa, sé framganga þeirra á fyrri tíð höfð til marks. Fortíð gömlu flokkanna lofar ekki góðu um framhaldið. En sýnum þeim samt þolinmæði og óskum þeim blessunar. Þjóðin kaus þá og situr uppi með þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.