Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 50
38 Lífsstíll 3.–5. maí 2013 Helgarblað S amkvæmt rannsóknum tek- ur meðalmanneskjan allt að 200 ákvarðanir á dag sem hafa áhrif á þyngd hennar. Flestar þessara ákvarðana eru smáar og eru í raun ávani sem yfir lengri tíma leiða okkur á endan- um annaðhvort í átt að heilsusam- legra lífi eða yfirþyngd. Þar sem þetta eru engar stórvægi- legar ákvarðanir ættum við að geta breytt þeim auðveldlega. Fjallað er um þetta á Eat This Not That og þar segir að með því að breyta sjö litl- um atriðum sem kalla má ákvarðanir eða ávana getum við haft mikil áhrif á þyngd okkar, litið betur út og lifað heilsusamlegra lífi. 1 Maturinn á borðinuRannsakendur við Cornell-há- skólann hafa komist að því að þeir sem skömmtuðu sér sjálf- ir á diskinn við eldhús- bekkinn eða við elda- vélina, borðuðu allt að 35 prósentum minna en þeir sem fengu sér við eldhús- borðið. Rannsakendur telja að það skýrist af því að þegar fjarlægð er á milli okkar og matarins, hugsum við betur um hvort við séum enn svöng og hvort við viljum í raun meira. 2 Of lítill eða of mikill svefnReglulegur og mátulegur svefn er mikilvægur fyrir þá sem vilja létt- ast samkvæmt rannsókn í Wake Forest-háskólanum sem stóð yfir í fimm ár. Niðurstöður hennar sýna að í hópi fólks undir 40 ára aldri sem sefur fimm tíma eða minna á nóttu mældist 2,5 sinnum meiri magafita en hjá þeim sem sofa sex til sjö tíma á nóttu. Þeir sem sofa átta tíma eða lengur mældust með tvisvar sinnum meiri magafitu en þeir sem sofa sex til sjö tíma. Þeir sem fá ekki nægilegan svefn eiga til að borða meira því þeir eru þreyttir segir læknirinn Kristen Ha- irston, sem var í rannsóknarteym- inu. Þeir sem sofa átta tíma eða leng- ur eru hins vegar líklegri til að hreyfa sig minna. 3 Sitja aðgerðarlaus við sjónvarpið Það vita líklega flestir að mikið sjónvarps- gláp hefur áhrif á þyngdina. Það má hins vegar breyta þessu með að finna sér verkefni á meðan horft er á sjónvarpið. Þú eyðir 70 hitaeiningum við að vaska upp í 30 mínútur og það sama á við um að strauja. Auk þess benda rann- sóknir Vermont-háskóla til þess að með því að stytta þann tíma sem þú eyðir í sjónvarpsgláp hjálpar þú til við brennslu hitaeininga. Þar voru rannsökuðu áhrif þess að offitu- sjúklingar styttu sjónvarpstíma um helming á dag eða úr meðal áhorfi sem var fimm tímar í 2,5 tíma. Kom í ljós að þeir brenndu 119 hitaeining- um meira á dag við þessa breytingu. „Næstum allt sem þú gerir í stað þess að horfa á sjónvarp, jafnvel að lesa, hjálpar til við að eyða hita- einingum,“ segir Jennifer J. Otten, stjórnandi rannsóknarinnar. 4 Að drekka gosRannsakendur segja að hægt sé að meta hættu fólks á að verða of þungt út frá gosneyslu þess. Miðað við þann sem drekkur ekki gos þá hefur dagleg neysla eftirfarandi áhrif: n ½ dós – 26 prósenta meiri líkur á yfirþyngd n ½ til 1 dós – 30,4 prósenta meiri líkur á yfirþyngd n 1 til 2 dósir – 32,8 prósenta meiri líkur á yf- irþyngd n Meira en tvær dósir – 47,2 pró- senta meiri líkur á yfirþyngd Þetta þýðir ekki að eitt gosglas öðru hvoru geri mann að offitu- sjúklingi en þetta eru hins vegar sláandi niðurstöður. 5 Of stórir bitarHollenskir vísindamenn hafa nýlega komist að því að þeir sem taka stóra bita og tyggja hratt eiga frekar á hættu að verða of þungir. Í ljós kom að þeir sem tóku stóra bita og tuggðu þá í þrjár sekúndur borðuðu 52 pró- sentum meira áður en þeir fundu til saðningar en þeir sem tuggðu litla bita í níu sekúndur. Ástæð- an fyrir þessu er að þegar mað- ur bragðar lengur á matnum fær heilinn fyrr þau skilaboð að líkaminn sé mettur, að mati vísindamannanna. 6 Ekki næg fitaÞú þarft ekki að taka út allt kolvetni úr mataræðinu til að ná árangri. Skiptu út nokkur hundruð hitaeiningum af kolvetnum fyrir smá fitu en það hjálpar til við að grennast auk þess sem það lækkar blóðsykurinn. Þetta eru niðurstöður rannsakenda við Alabama-háskólann. Þátttakendur í rannsókninni sem neyttu einung- is 43 prósenta hitaeininga í formi kolvetna voru mettir fjórum tímum lengur og viðhéldu eðlilegum blóð- sykri lengur en þeir sem neyttu 55 prósenta kolvetnis. Kolvetni geta haft þau áhrif að blóðsykurinn rýkur upp og fellur svo fljótt, sem leiðir til hungurs og ofáts. Fitan heldur manni mettum lengur. 7 Fáið réttar leiðbeiningarÞeir sem skrá sig á póst- lista sem veitir leiðbeiningar um þyngdartap og æfingar eru lík- legri til að grennast, samkvæmt rannsókn sem var framkvæmd í Kanada. Þar sendu rannsak- endur næringar- og æfinga- plan til yfir 1.000 manns. Í ljós kom að vikulegu áminningarnar virkuðu hvetjandi og þátttakendur sem fengu þær æfðu meira og hugs- uðu betur um mataræðið. Þeir sem fengu ekki vikulegan póst breyttu litlu í sínum lífsstíl. n Sjö fitandi ákvarðanir n Breyttu þessum litlu hlutum og þú gætir haldið þér í kjörþyngd Megrun Megrunarkúrar virka sjaldnast. Mynd: PHotos.coM Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.