Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 52
40 Lífsstíll 3.–5. maí 2013 Helgarblað Gömul og gild húsráð n Svona leysir þú algeng vandamál á heimilinu H vað skal gera við geitunga­ stungu: Það er ágætt ráð að setja sykurmola eða sykur yfir geit­ ungastunguna og setja plástur yfir. Þetta á að draga úr kláða. n Tyggjó í hári: Ef tyggjóklessa lendir í hári er gott að bera olíu í klessuna og nudda með fingrunum í dágóða stund. Þannig ættir þú að sleppa við að klippa tyggjóið úr. n Fullkomnar ostasneiðar: Gott er að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við og þannig færð þú flottar sneiðar . n Vond lykt úr ísskáp: Látið 2–3 matskeiðar af matarsóda standa í opnu íláti í ísskápnum í sólarhring. Síðan er strokið úr ísskápnum með tusku sem búið er væta í ediki. n Að fjarlægja rispur: Stálull getur komið að góðum notum til þess að pússa niður fínni rispur sem myndast hafa á trégólfi eða húsgögnum. Pússaðu létt yfir flötinn í hringlaga strokum og berðu bón á á eftir. n Stífar skúffur: Ef skúffan á gömlu kommóðunni er farin að standa á sér er gott ráð að renna kertastubb yfir brautina og sömuleiðis á raufarnar á skúffunni. Þetta ætti að gera hana liprari. n Rauðvínsblettir: Einhvers stað­ ar er það skrifað að besta ráðið til þess að losna við litinn sem rauðvín skilur eftir sig, sé að hella hvítvíni á blettinn. Einnig er ráð að hella kartöflumjöli yfir blettinn á meðan hann er blautur og þrífa með vatni á eftir. Að þrífa blettinn með sóda­ vatni stendur líka alltaf fyrir sínu. Að skera lauk: Flestir kannast við táraflóðið sem fylgir því að skera lauk. Skelltu lauknum í frysti 15 mínútum áður en hann er skorinn. Þannig ættir þú að sleppa við táraflóð við laukskurðinn. Táfýla: Er táfýlan að fara með þig? Ef svo er þá er gott að setja skóna sem lykta í frysti yfir nótt. Þannig drepast bakt­ eríurnar sem valda óþefnum. n Reynir Traustason Baráttan við holdið S ólin skein í heiði og mynd­ aði fullkomið mótvægi við létt frostið. Við stóðum við rætur Snæfellsjökuls, þess albúin að leggja að fótum okkar þennan mikla útvörð Snæfellsnessins. Við vorum um það bil 50 saman í rútu. Hópurinn heitir Framhaldslífið og tók við af 52ja fjalla hópnum 2012. Að þessu sinni eru fjöllin helmingi færri en í mörgum tilvikum tvöfalt hærri. Það var vor í lofti þegar hópur­ inn spennti á sig níðþunga bak­ pokana og undirbjó göngu sem fól í sér 1.100 metra hækkun. En þótt veðrið væri með blíðasta móti niðri var fólki ljóst að fenginni reynslu að skjótt skipast veður í lofti. Fólk­ ið í Framhaldslífinu á að baki mikla lífsreynslu á fjöllum þar sem of­ viðri hefur tekið við af blíðskapn­ um á augabragði. Og það er þekkt að í ákveðinni hæð liggja gjarnan veðraskil. Margir höfðu hlakkað til ferðar­ innar upp Snæfellsjökull. Þetta eldfjall ber með sér mikla dulúð og sumir segja kraft sem markar mannlífið undir rótum þess. Bóndi í Staðarsveit fullyrti eitt sinn við mig að dulmagn jökulsins hefði slík­ an mátt að náttúrulausir gler glærir skrifstofukarlar í Reykjavík hefðu fyllst þeirri orku sem þarf til þess að viðhalda mannkyninu. Aðrar sagnir herma að í Snæfellsjökli sé að finna leiðina til helvítis. Sam­ kvæmt þeirri kenningu er gígskálin með þeim ósköpum að hún endar í helvíti. Uppgangan gekk fljótt. Fyrr en varði var tímabært fyrir hópinn að skipta sér niður í línur. Sprungur eru í jöklinum og ráðlegt að hafa öryggið á oddinum. Þegar komið var upp í 1.100 metra hæð var veðrið enn með besta móti. Það mátti þó sjá að skýjabakki nálgaðist jökulinn. Öðru hverju dró ský fyrir hæstu tindana, Jökulþúfur. Spennan fór vaxandi. Var okkur ætlað það óborgan­ lega útsýni sem er af toppnum? Tíu manns voru í hverri línu. Fyrir minni fór þingmaðurinn og fram­ bjóðandinn Róbert Marshall sem á þeirri stundu hafði ekki hugmynd um hvort hann næði endurkjöri. Hann geystist áfram með okkur hin í eftirdragi. Í örstuttum stoppunum hlúði hann að mögulegum atkvæð­ um og kastaði fram hvatningarorð­ um. Línan okkar fór hraðast yfir. Það mátti ljóst vera að ef Róbert næði sama skriði í kosningunum væri hann hólpinn; sem reyndar kom á daginn helgina eftir. Í 1.200 metra hæð mátti öllum vera ljóst að okkar beið engin sér­ stök veisla fyrir augað á toppnum. Sorti hafði færst yfir Þúfurnar sem hurfu smám saman í óveðursský. Og það var að hvessa. Þingmað­ urinn pjakkaðist áfram í þæfings­ færð með okkur hin í skammtogi. Frostið fór vaxandi og kuldinn sett­ ist að. Svo vorum við komin upp. Þingmaðurinn gaf öllum fimmu. Hann var kominn með okkur lang­ leiðina til helvítis. Við fundum okkur skjól und­ ir hærri Þúfunni. Menn bættu á sig skjólklæðum og drukku kaffi undir gnauðandi vindinum sem var um 15 metrar á sekúndu með tilheyrandi kælingu. Þrátt fyrir allt var það stórkostleg tilfinn­ ing að ná að toppa og komast svo nærri hinu hrikalega anddyri sem gat leitt mann á fund hins illa. Ég ákvað, hríðskjálfandi af kulda og sælu, að snúa aftur síðar í þeirri von að fá útsýni sem að sögn slær flest annað út. Myndir: Gissur Pétursson Með þingmanni til helvítis Allir allsberir í garðinum A lþjóðlegur garðyrkjudagur nakta mannsins verður haldinn í tíunda skiptið nú um helgina, laugardaginn 4. maí. Talsmenn garðyrkju­ dags nakta mannsins segja að þetta sé skemmtileg athöfn og afar frjáls­ leg sem allir í fjölskyldunni geti tekið þátt í. Öll fjölskyldan án klæða Talsmenn samtakana segja að fólk ætti að gera meira af því að vera nakið því það skapi ekki bara nánd meðal fjöl­ skyldu og vina, heldur sé það vistvænt líka. Færri þvottavélar í gangi þýðir vistvænna umhverfi. Ameríkanar hafa einnig samtök um nakta garðyrkju­ menningu og er haldið upp á daginn þar í landi þann 14. maí. Kanadamenn halda þennan dag hátíðlegan þann 1. júní nú í ár. Í snertingu við náttúruna Áhugafólk um þessa menningu segir það að vera nakið við garðyrkjustörf sé ekki bara frjálsleg athöfn, heldur setur hún mann í snertingu við náttúruna í orðsins fyllstu merkingu. Það þarf að passa vel að reka ekki afturendann í gróður sem getur stungið líkamshluta sem eru viðkvæmir. Það eru fjölmargir sem hafa yndi af því að vera naktir við hinar ýmsu athafnir og veigra sig ekki við því að slá blettinn án klæða fyrir framan gangandi vegfarendur. Auðmýkri nakinn en klæddur Meðlimir þessara samtaka fagna þessum degi ákaft og hafa hvatt sem flesta til að klæða sig úr og fara út í garð á laugardaginn að slá og þrífa beðin. Samtök áhugafólks um nakta afþreyingu í Bandaríkjunum mæla með nekt við fleiri athafnir en garð­ yrkjustörf. Samtökin tala fyrir því að fólk sé nakið á leikvellinum, í sundi, við akstur og á ferðalögum svo dæmi séu tekin. Að þeirra mati er óhollt að klæðast fötum alltaf, en með því að vera sem oftast klæðalaus þá verði maður auðmýkri einstaklingur en sá sem er heftur í fjötra klæða allan lið­ langan daginn. Ekki allir ánægðir Það eru ekki allir sammála um ágæti þessa dags og hefur skapast umræða um lögmæti hans. Það er bannað með lögum að vera nakinn á almanna­ færi og kannski verða fangaklefar yf­ irfullir af berrössuðum einstaklingum nú um helgina – fólki sem ilmar sem nýklipptur gróður? Hér á Íslandi hefur lítið farið fyrir þessum degi enn sem komið er, en kannski hefur veðráttan eitthvað með það að gera? n n Frjálslegir garðyrkjumenn í snertingu við náttúruna Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Notalegt Einhverjir vilja meina að það sé dásamlegt að spranga um nakinn á meðal vina og fjölskyldu. Í tengslum við náttúruna Ameríkanar hafa samtök um nakta garðmenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.