Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 58
46 Fólk 3.–5. maí 2013 Helgarblað Ashton Kutcher í slagsmálum n Slóst við öryggisvörð á tónlistarhátíð L eikarinn Ashton Kutcher lenti í slag á kántrítónlistar­ hátíð um síðustu helgi en sagt er frá þessu á vefsíðu Huffington Post. Á laugardagskvöldið ku Kutcher að hafa verið á VIP­svæði Stagecoach­ tónlistarhátíðarinnar í Kaliforníu þegar ung stúlka vék sér að honum til að heilsa. Þegar hann ætlaði að taka í hönd henn­ ar skarst öryggisvörður í leikinn og ýtti við bæði leikaranum heimsfræga og aðdáandanum. Við þetta braust út slagur á milli Kutcher og öryggisvarðarins sem endaði með því að vinir Kutcher drógu hann í burtu og þeir yfir­ gáfu svo svæðið. Sjónarvottur sagði við TMZ að öryggisvörð­ urinn hafi átt sökina á þessum stimpingum. Ekki hafði náðst í talsmann leikarans en Kutcher virtist ekki hafa látið uppákomuna skemma fyrir sér tónlistarhátíðina því hann setti myndir af sér á hátíð­ inni á Twitter­síðu sína. Ashton Kutcher Lét slagsmál ekki eyðileggja fyrir sér tónlistarhátíðina. n Michael Jackson fékk fullt forræði yfir börnum sínum Eyðir tíma með móður sinni P aris Jackson, dóttir Michael Jackson og fyrrverandi eig- inkonu hans, Debbi Rowe, hefur tekið upp samband við móður sína en þær hafa lítið hist síðan Jackson fékk fullt for- ræði yfir börnum þeirra tveimur árið 2001. Þær hafa nú sést saman í nokk- ur skipti og meðal annars um síð- ustu helgi þegar þær borðuðu saman hádegismat í Kaliforníu. Rowe og Jackson kynntust þegar hann gekkst undir meðferð við húðsjúkdómi sem var sagður vera ástæða fyrir ljósri húð hins þeldökka söngvara. Þau voru gift á árunum 1996 til 1999 en við skiln- aðinn fékk Michael fullt forræði. Þau tóku svo skrefið enn lengra árið 2001 þegar Debbie afsalaði sér öllum réttindum sem móðir barnanna. Eftir dauða Jackson náði hún samkomulagi við móður hans, sem fékk forræði yfir börnunum, um að hún mætti hitta þau undir eftirliti. Mæðgurnar ná greinilega vel saman en sonurinn Prince er ekki tilbúinn til að vera í sambandi við móður sína strax. Debbie hefur þó sagt að hún vonist til að þau geti náð saman eins og þær mæðgur hafa gert. Paris Jackson Dóttir söngvarans er 15 ára í dag. Þ að er ekki oft sem leikkonur fá skipun um að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir hlut­ verk. Isla Fisher sem leikur Myrtle í The Great Gatsby varð að bæta á sig tæpum fimm kíló­ um til að fá hreppa hlutverkið. Hún var með barn á brjósti þegar henni bauðst hlutverkið og afar grönn. Framleiðendur myndarinnar sögðu henni að þyngjast um tæp fimm kíló og það gerði hún með bros á vör. Segist hafa notið þess að borða bollakökur í nokkrar vikur til að þyngjast. K evin Spacey vekur mikla aðdáun fyrir sterkan leik í sjónvarpsþáttaröðinni House of Cards. Þar leik­ ur hann Frank Underwood, óvæginn stjórnmálamann sem stefn­ ir til hæstu metorða með miklum til­ kostnaði. Innsýn í líf stjórnmálamanna Kevin hefur átt langan og farsælan feril sem leikari, leikstjóri, handrits­ höfundur og framleiðandi og snýr nú sterkur til leiks á skjáinn. Kevin ólst upp í Kaliforníu og hóf feril sinn á sjöunda áratugnum. Hann er 53 ára og þekktur fyrir sér­ visku sína. Hann er pólitískur og ákafur stuðningsmaður demókrata og í hlutverki sínu sem spilltur stjórnmálamaður í leit að hefnd nýtir hann innsýn sína í þá veröld. Hann og Bill Clinton eru kunn­ ingjar og ef til vill hafa kynnin veitt honum skemmtilega innsýn í skrif­ stofupólitík bandarísks þingmanns. Ódæll í æsku Bakgrunnur Kevins er athyglisverður. Í uppvextinum þótti hann ódæll og eftir að hann kveikti í tréhúsi litlu systur sinnar þótti foreldrum ráð að senda hann í herskóla. Sú skólaganga varð endaslepp en hann var rekinn fyrir árás á skóla­ félaga sinn – eftir að hafa hent í hann bíldekki, nánar tiltekið. Náðargáfa Kevins Kevin hefur róast með árunum og í seinni tíð hefur hann helst verið í brennidepli slúðurmiðlanna sökum sérvisku sinnar. Hann sést sjaldan í viðurvist kvenmanns og það hefur komið af stað orðrómi um samkyn­ hneigð. Þá hafa samstarfsmenn hans kvartað undan tiktúrum hans. Honum finnst óþægilegt að láta snerta sig og er fremur einrænn í háttum. Flestir eru þó sammála um af­ burðahæfileika Kevins Spacey og sumir tala um náðargáfu. Hann hefur enda uppskorið vel. Vann til Óskars­ verðlauna fyrir frammistöðu sína í The Usual Suspects og American Beauty, en fyrir það hlutverk hlaut hann einnig BAFTA­verðlaun. Þá var hann tilnefndur til Golden Globe­ verðlauna fyrir hlutverk sitt í Casino Jack. n Kevin Spacey er góðkunningi Bill Clinton n Kveikti í tréhúsi systur sinnar n Þykir einrænn og sérvitur Kevin slær í gegn á skjánum Fitaði sig fyrir hlutverk Kevin Spacey Leikarinn góðkunni þykir sérvitur. Isla Fisher Hún át bollakökur, með bros á vör, til að þyngjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.