Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Braut gegn 16 ára stúlku n Gaf tveimur stúlkum áfengi og áreitti aðra þeirra kynferðislega H æstiréttur Íslands staðfesti á fimmtudag fangelsisdóm yfir 35 ára karlmanni sem gaf 16 og 17 ára stúlkum áfengi og beitti aðra þeirra kynferðislegu of­ beldi. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa gefið þeim áfengi í sumarhúsi á Austurlandi í október árið 2011. Þar braut hann einnig kynferðislega gegn yngri stúlkunni, áreitti hana kynferðislega, meðal annars með því að hafa kysst hana tungukossi og sagt „að hann langaði til þess að ríða henni“ eins og segir í dómn­ um. Í dómsorði segir: „Sannað þykir með framburði piltanna þriggja að stúlkan hafi í pottinum ítrekað ýtt ákærða frá sér og sagt honum að hætta.“ Einnig segir að það þyki yfir allan vafa hafið að háttsemi ákærða hafi átt sér stað gegn vilja hennar og ákærða hafi mátt vera það ljóst. Dómurinn telur sýnt að ákærði, sem var 35 ára að aldri og mun meiri að líkamsburðum en stúlkan, hafi neytt þessara augljósu yfirburða sinna til að koma fram vilja sínum gagnvart stúlkunni sem var á 17. ári. „Þá verður að líta til þess að brot ákærða átti sér stað í töluverðri fjar­ lægð frá þéttbýli og þess að bæði stúlkan og tveir af þremur vina henn­ ar voru ölvuð af áfengi sem ákærði hafði veitt þeim.“ Héraðsdómur Austurlands hafði áður dæmt manninn og Hæstiréttur staðfesti því þann dóm með dómi sínum. Var refsing hans því ákveðin fang­ elsi í 18 mánuði og honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í skaðabætur. n Börn geta orðið háð spjaldtölvum n Foreldrar þurfa að gæta að í hvaða tilgangi spjaldtölvan er notuð B örn allt niður í fjögurra ára eru orðin svo háð spjaldtölvum og snjallsímum að þau þurfa sál­ fræðilega hjálp. Sérfræðingar vara foreldra við að leyfa börn­ um að vera með slík tæki í marga tíma á dag því það geti haft alvarleg lang­ tímaáhrif á börnin. Fjögurra ára spjaldtölvufíkill Í grein sem breska blaðið Telegraph birti á dögunum segir að yngsti sjúk­ lingurinn sem vitað er um að hafi þurft aðstoð vegna spjaldtölvufíknar sé fjögurra ára stúlka frá suðausturhluta Bretlands. Foreldrar hennar fóru með hana í atferlismeðferð þar sem hún varð sífellt erfiðari og óhuggandi þegar spjaldtölvan var tekin af henni. Tölvu­ notkun hennar hafði aukist mikið á einu ári og hún orðin háð því að nota tölvuna í allt að fjórum tímum á dag. Sömu reglur og með tölvu Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráð­ gjafi og verkefnastjóri félagsráðgjafar BUGL og Barnaspítala Hringsins, seg­ ist hafi ekki heyrt af slíkum tilfellum hér á landi. „Það á þó það sama að gilda um spjaldtölvur og aðrar tölvur og snjallsíma; að horfa á kassa of lengi er ekki of gott. Það ættu því að gilda sömu reglur um þessi tæki og tölvur almennt.“ Hún bendir á að farið sé að kenna börnum á spjaldtölvur mjög snemma inni á leikskólum, og í grunnskólum séu þær notaðar í kennslu. Þær geti vissulega verið góðar til að örva hug­ ann og sem þroskaviðfang en mikil­ vægt sé að huga að því hvernig þær séu notaðar. „Margir nota spjaldtölvur til að skoða myndir og það er ekkert að því. Það þarf bara að passa að það sé í stuttan tíma í senn, helst ekki meira en 10 til 15 mínútur. Einnig að efnið svari til aldurs viðkomandi.“ Notið ekki spjaldtölvu sem snuð Hún segir varhugavert að leyfa barni að horfa á spjaldtölvu til að róa sig, líkt og snuð eru notuð. „Barnið lærir ekki að róa sig sjálft ef spjaldtölvan hefur verið notuð sem snuð. Mér finnst því eðlilegt að fjögurra ára barn gráti eftir tölvunni ef foreldrarnir hafa látið það fá hana til að róa sig. Foreldrar verða því að hugsa út í þetta.“ Í grein Telegraph er rætt við dr. Ric­ hard Graham sem kom á stofn fyrstu meðferðarstöð fyrir tæknifíkla. Hann segir að saga áðurnefndrar stúlku sé alls ekkert einsdæmi, það séu fjölmörg börn sem hafi ánetjast spjaldtölvum. Hann heldur því fram að börnin upp­ lifi ámóta fráhvarfseinkenni og þegar alkóhólistar og heróínneytendur fá ekki skammtana sína. Hann varar einnig við því að spjaldtölvunotkun ungra barna geti komið í veg fyrir að þau myndi félagsleg tengsl. Guðlaug segir varla hægt að yfir­ færa fíknarfráhvörf fullorðinna einstaklinga yfir á lítil börn en segir þó að sama um hvaða fíkn ræði þá finni fólk fyrir andlegum og líkamlegum einkennum. Geta þróað með sér fíkn Guðlaug ítrekar að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir í hvaða skyni þau leyfa börnunum að vera með spjaldtölvu. Börn geti þróað með sér fíkn þar sem spjaldtölvan er enn ein leiðin til að gera tölvurnar aðgengilegri. Hún út­ skýrir að tölvufíkn sé ekki enn læknis­ fræðilega viðurkennd og hún hafi því ekki tölur yfir hve margir þjáist af slíkri fíkn hér á landi. n Spjaldtölvufíkn Börn eru að verða háð notkuninni. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Geðræn einkenni: n Almennt áhugaleysi um heilsu sína sem veldur sinnuleysi um hreinlæti og næringu n Svefntruflanir vegna netnotkunar n Þrá eftir meiri tíma í tölvu n Minnkandi félagsleg virkni, samskipti við aðra n Ósannsögli um tíma sem eytt er í tölvu n Árátta og þrá sem beinist að tölvunni/ sýndarheimum veldur því að viðkomandi sinnir ekki persónulegum samböndum í raunheimum n Jákvæð „víma“ og vangeta til að stýra notkun n Endurteknar tilraunir til að minnka eða hætta notkun án árangurs n Fráhvörf, kvíði, þunglyndi þegar viðkomandi kemst ekki í tölvu Líkamleg einkenni: n Tölvutitringur (cybershakes) – pirring- ur og ásláttarhreyfing í fingrum eftir mikla notkun stýripinna n Augnþurrkur n Sinaskeiðabólga n Verkir í höndum, úlnliðum, hálsi, baki og öxlum vegna áreynslu n Mígreni n Doði og sársauki í þumli, vísifingri og löngutöng vegna áreynslu á lyklaborði Einkenni tölvufíknar – Guðlaug M. Júlíusdóttir tók saman Guðlaug M. Júlíusdóttir Félagsráðgjafi og verkefnastjóri félagsráðgjafar BUGL og Barnaspítala Hringsins „Mér finnst því eðlilegt að fjögurra ára barn gráti eftir tölvunni ef for- eldrarnir hafa látið barnið fá hana til að róa sig. Foreldrar verða því að hugsa út í þetta Óprúttinn aðili rispaði bíl fjöl­ miðlakonunnar Tobbu Marinós­ dóttur aðfaranótt fimmtudags. „Hey þú sem lyklaðir bílinn okkar í nótt þá hef ég safnað fyrir hon­ um síðan að ég var 12 ára. Öll sum­ ur og eftir skóla var ég í aukavinnu, bar út dv, fermingarpeningarnir fóru allir í sjóðinn, ég fór ekki með vinunum í útskriftar­ eða sóla­ landaferðir og ég seldi jafnvel hestinn minn,“ sagði hún um mál­ ið á Facebook. „Vonandi skemmt­ ir þú þér vel við þetta athæfi þitt,“ bætti hún við og bað þá sem hafi orðið varir við einstakling við það að rispa bíla í Garðastræti í Vestur­ bænum að senda sér línu. Ölvuð stúlka ók á grindverk Tvítug stúlka ók á grindverk í vestur bæ Kópavogs laust fyrir klukkan hálf tólf á miðvikudags­ kvöldið. Þegar lögregla kom á vett­ vang kom í ljós að stúlkan hafði ekið bifreiðinni á grindverkið með þeim afleiðingum að bifreiðin laskaðist verulega. Stúlkan var áberandi ölvuð. Sprungið hafði á tveimur dekkjum bifreiðarinnar og hafði henni ver­ ið ekið þannig. Annað framdekk­ ið var horfið og felgan nánast búin eftir aksturinn. Bifreiðin var fjar­ lægð með kranabifreið. Stúlkan gisti fangageymslu fram undir morgun á fimmtudeginum en var yfirheyrð þegar hún var komin í ástand til þess. Óprúttinn aðili rispaði bílinn Staðfesti dóminn Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.