Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 39
Viðtal 27Helgarblað 3.–5. maí 2013 Skíthræddur við karlmenn H ann á heima í blokkar- íbúð í Mosfellsbænum. Hann tekur á móti okkur í dyrunum, klæddur í grá- ar joggingbuxur, hvítan v-hálsmálsbol og gallaskyrtu. Hár- ið er fléttað og tekið upp að aftan. Heimilið er mínimalískt en hlý- legt, flestir munirnir hér inni hafa persónulegt gildi, eins og stand- lampinn sem Oddvar erfði eftir móður sína og gamalt skólaverk- efni, ljósmyndasería af ungum strákum sem eru útataðir í máln- ingarslettum í öllum regnbogans litum. Búið er að krota yfir mynd- irnar með svörtum merkitúss, þannig að nú er einn kominn með horn, annar með hala og sá þriðji með vængi. Reyndar er búið að krota á fleiri ramma í íbúðinni, spegillinn inni á baði er einnig út- krotaður með skilaboðum frá Odd- vari til Oddvars. Mamma grét í viku Oddvar vissi það ellefu, tólf ára að aldri að hann var hommi. „Ég skrif- aði alltaf dagbækur og samkvæmt þeim þá var ég farinn að skrifa um það á þessum aldri að ég væri skot- inn í strákum.“ Hann kom samt ekki út úr skápnum fyrr en í lok grunn- skóla. Þá var hann farinn að hanga meira og minna með stelpum sem ræddu ástamálin í þaula. „Ég varð að reyna að vera með og sagði að nafn manneskjunnar sem ég var skotinn í innihéldi fjóra stafi og byrjaði á K. Flestir héldu að ég væri að tala um stelpu sem hét Kara en þegar við héldum partí gengu tvær stelpur á mig og spurðu hvort ég væri að tala um Kára. Ég hef aldrei getað logið þannig að ég sagði já og fékk svo mikið sjokk að tyggjóið bráðnaði uppi í mér.“ Þegar það kom svo að því að segja foreldrunum frá þessu þá brugðust þeir við með mjög ólíkum hætti. „Mamma grét í heila viku. Eftir það aflaði hún sér upplýsinga og stóð með mér til dauðadags. Eitt af því síðasta sem hún sagði var að hún vonaðist til þess að ég fyndi einhvern sætan mann og að ef hún væri strákur þá væri hún skotin í mér. Hún var yndisleg. Pabbi sagðist aftur á móti alltaf hafa vitað þetta og lét eins og þetta skipti engu máli. Hann var mjög rólegur yfir því þegar ég kom út úr skápnum. Þegar öllu var á botn- inn hvolft þá setti hann þetta undir sama hatt og að ég væri dópisti þannig að í raun og veru þá var hann ekki sáttur. Svo þegar hann fékk Alzheimer þá var hann alltaf að spyrja hvort ég væri ekki kominn með einhverja kerlingu, ég var bara „nei, ég er hommi“. Hann gat lif- að með þessu en var ekki stoltur af því og vildi helst sópa þessu undir teppið – að ég væri ekkert mikið að ræða þetta.“ Dánarstund foreldranna Pabbi Oddvars lést í fyrra, 81 árs að aldri og veikur af Alzheimer. Sjúkdómurinn getur haft miklar breytingar á skapgerð fólks og faðir hans lokaði sig af og vildi meira næði en áður. „Pabbi var alltaf mikil félagsvera og hrókur alls fagn- aðar. Hann kunni endalaust af góð- um sögum og naut þess að segja þær. Hann var líka mikill göngu- og sundgarpur og stundaði mikla hreyfingu. En þegar hann veiktist fótbrotnaði hann og varð að styðj- ast við göngugrind. Eftir það vildi hann bara vera einn inni í herbergi. Hann hefur fundið að minnið væri að bresta og orðið óöruggur. Þannig að hann lokaði sig af yfir bókum, las oft sömu bókina aftur og aftur eða bara sömu blaðsíðuna. Síðan svaf hann mjög mikið.“ Oddvar hægir aðeins á taland- anum þegar hann hugsar til baka. „Hann fór mjög fallega. Við vorum hjá honum þrjú systkinin. Ég var líka hjá mömmu minni þegar hún var að fara. Það er ótrúlega skrýtið þegar það slokknar á einhverjum, hvað manneskjan er fljót að hverfa. Líkaminn er bara eitthvert hulstur. Við erum alltaf svo upptekin af út- litinu en þegar öllu er á botninn hvolft þá er hulstrið ekki það sem skiptir máli.“ Það er skrýtið að standa eftir einn og foreldralaus. Oddvar segist hugga sig við sögurnar af Línu langsokk. „Mér finnst það aðallega leiðinlegt þegar það er eitthvað skemmtilegt að gerast í lífi mínu. Ég er enn þannig að mig langar alltaf að hringja og segja þeim frá því hvað ég stóð mig vel eða hvað það eru spennandi tímar framundan.“ Dó á fimm mánuðum Móðir Oddvars lést árið 2009 úr krabbameini aðeins 67 ára að aldri. Það gerðist mjög hratt. Hún var greind í janúar og farin í maí. „Það var ótrúlega sorglegt,“ segir Oddvar en áður en krabbinn fannst hafði hún talað um hvað henni fannst hún vera orðin hægfara. „Þannig að hún fór til læknis þar sem í ljós kom að hún var komin með krabba- mein. Hún reyndi geislameðferð en hún bar ekki árangur.“ Það leið ekki á löngu þar til „Hef ég orðið fyrir fordómum? Nei, aldrei,“ segir Oddvar Örn Hjartarson og rekur upp roknahlát- ur, „djók!“ Jú, alltaf. All the time. Big time.“ Oddvar var lagður í einelti alla skólagönguna, varð síðan svo vinsæll í Kvennó að stelpur lugu því til að hann hefði afmeyjað þær og dreymir nú um að fara til San Francisco að dansa. Hann segir frá þessu, flogaveik- inni sem hann læknaðist af þegar mamma hans féll í yfirlið undir trúarpredikun Benny Hinn og því hvernig það er að takast á við lífið án foreldra sinna, en móðir hans lést úr krabbameini og faðir hans úr Alzheimer. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Svo þegar hann fékk Alzheimer þá var hann alltaf að spyrja hvort ég væri ekki kom- inn með einhverja kerl- ingu, ég var bara „nei, ég er hommi“. „Ég er alltaf að reyna að gera það sem gerir mig glaðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.