Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 18
18 Erlent 3.–5. maí 2013 Helgarblað Fréttaljósmyndarar Reuters eru á fleygiferð allan sólarhringinn og festa á filmu það helsta sem gerist á byggðu bóli. Á meðfylgjandi myndum má sjá þverskurð af því sem gerðist í vikunni sem senn er á enda.  Nýtt andlit Carmen Blandin Tar- leton gekkst undir andlitságræðslu á Brig- ham and Women‘s-sjúkrahúsinu í Boston í febrúar. Afrakstur aðgerðarinnar var sýndur á blaðamannafundi á miðvikudag. Tarleton varð fyrir fólskulegri árás eiginmanns síns árið 2007 og fékk hún meðal annars yfir sig sýru sem afmyndaði andlit hennar. Vinstra megin á myndinni má sjá Marindu Righter smella kossi á kinn Tarleton. Righer er dóttir Cheryl Denelli-Righter sem lést fyrr á árinu en andlit hennar var notað til að endur- byggja andlit Tarleton.  Harmleikur Aðstandendur komu saman á fimmtudag við rústir átta hæða byggingar sem hrundi til grunna í bænum Savar í Bangladess í síðustu viku. Yfir 400 manns létust og er fjölmargra enn saknað. Bæjarstjóra Savar var vikið úr embætti á mánudag meðan á rannsókn málsins stendur. Í húsinu var meðal annars að finna fataverksmiðju og verslanamiðstöð en flestir þeirra sem létust voru við vinnu þegar það hrundi.  Mótmælt á baráttudegi Fjöldi fólks þusti út á götur Santiago, höfuðborgar Chile, þann 1. maí. 1. maí er baráttudagur verkalýðs og launafólks um allan heim og létu íbúar Chile ekki sitt eftir liggja á miðvikudag. Sumir þóttu þó ganga of langt í baráttu sinni eins og þessi unga kona sem var tekin höndum af lögreglumönnum. Rúmlega hundruð manns voru handtekin af lögreglu og slösuðust fjölmargir, þar á meðal átta lögregluþjónar.  Halló, Bjössi Þessi ísbjörn hefur vakið mikla lukku í heimskautadýragarðinum í borginni Wuhan í Kína. Þar eru til sýnis dýr af öllum stærðum og gerðum þó, eins og nafnið gefur til kynna, séu þar að mestu skepnur sem eiga heimkynni á heimskautasvæðunum. Hér sést ung stúlka snerta glerið á búri sem skilur björninn og áhorfendur að.  Einn kaldan, takk Það er ekki bara á Íslandi sem sumarið lætur bíða eftir sér. Í bænum Golden í Colorado í Bandaríkjunum snjóaði hressilega á dögunum eftir ágætis veðurblíðu seinni hluta aprílmánaðar. Á þessari útikrá í bænum verður ölið varla teygað meðan snjór og kuldi ræður ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.