Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 25
„Ég var bannfærð“ Viðtal 25Helgarblað 3.–5. maí 2013 stelpa en það reyndist henni mikil kvöl og pína. „Ég er feimin og hef alltaf verið. Ég var miklu feimnari þá en ég er í dag og mér fannst hrika- legt að takast á við þetta. Ég var alltaf hrædd um að lenda á skólafélögum mínum. Ég fór í slíkar trúboðsferð- ir frá því ég var mjög lítil en ég var um sex ára þegar ég þurfti fyrst að tala sjálf. Ég man að það fór allt í steypu og ég sagði allt vitlaust. Þetta var í Hveragerði og konan sem opn- aði hurðina og hlustaði á þetta vor- kenndi mér svo. „Af hverju eruð þið að drusla blessuðu barninu út í þetta?“ sagði hún og vildi fá að gefa mér pening en mamma bannaði það, það mátti ekki fá borgað fyrir trúboð, þetta var hluti af trúnni.“ Gift í MR Á unglingsárunum stundaði hún trúna af krafti, las í Biblíunni og þegar hún var 16 ára taldi hún sig til- búna til þess að taka skírn inn í söfn- uðinn. Þegar meðlimur hefur tekið skírn þá er ekki aftur snúið. „Ég fékk þá flugu í höfuðið að ég væri tilbúin til þess. Þetta er eitthvað sem ung- lingar ættu ekki að gera og börn alls ekki þó að vissulega séu dæmi um 9–11 ára börn sem telja sig tilbúin til þess að taka þessa skírn. Því að eftir að þú ert búin að taka skírn þá máttu ekki skipta um skoðun. Það er bann- að. Og ef þú gerir það þá ertu bann- færður úr söfnuðinum,“ segir Malín. Stuttu seinna fór hún að vera með manni innan safnaðarins og þau giftu sig þegar hún var átján ára en hann var átta árum eldri. „Það er einmitt rosa góður aldur til að gifta sig,“ segir Malín kaldhæðnislega og skellir upp úr. Foreldrar hennar voru á móti því að hún gengi í hjóna- band, fannst hún heldur ung. Malín var hins vegar ákveðin og þau giftu sig með pomp og prakt. Malín tók eiginkonuhlutverkið alvarlega. „Ég myndi ekki segja að við hefðum gifst af ást. Þetta var meira svona; eigum við ekki að gera þetta, jú ókei. Svo fór hann og keypti ódýrustu hring- ana,“ segir hún hlæjandi. „Við vorum gift í fjögur og hálft ár. Þetta var bara venjulegt hjónaband. Ég var 18 ára, gift og í Menntaskólanum í Reykjavík og kannski með fimm manns í mat- inn um kvöldið og einhverjir gistu líka. Maðurinn minn hafði búið í út- löndum og það var rosalega oft fjöldi fólks hjá okkur og stundum var eins og við værum með hótel. Ég eldaði morgunmat ofan í fólkið og fór svo í skólann. Ég var örugglega rosalega dugleg eiginkona til að byrja með, hann þurfti að vera búinn að „Mér leið stundum eins og ég væri að gera eitthvað hræðilegt, eins og ég væri að halda framhjá guði. Í sínum eigin heimi „Ég var dálítið skrýtinn krakki og var bara í mínum eigin heimi,“ segir Malín um barnæskuna. Hún var lögð í einelti í grunnskóla og átti enga vini alla sína grunn- skólagöngu. Mynd siGtRyGGuR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.