Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 32
6 Pepsi-deildin 2013 3.–5. maí 2013 Helgarblað Allir á völlinn! n Áhorfendum á leiki hefur fækkað örlítið undanfarin tvö tímabil É g hvet auðvitað alla til að fara á völlinn. Það er góð dægra- stytting, góð skemmtun og ekki síst ágæt útivist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. DV rýndi í áhorfendatölur á leiki liða í efstu deild undanfarin ár og hefur þeim fækkað örlítið undan- farin tvö tímabil. Þeir voru 1.034 að meðaltali síðasta sumar, 1.122 sumarið 2011 og 1.205 sumar- ið 2010. Þetta er fjórtán prósenta fækkun á tveimur árum. Ljóst er að það skiptir félögin sem leika í Pepsi-deildinni gríðarlega miklu máli að fá áhorfendur á völlinn og því um að gera að hvetja stuðn- ingsmenn til að fylkja liði og mæta á völlinn í sumar. Aðspurður segist Geir búast við fjörugu sumri og segist hann búast við skemmtilegu móti. „Þetta leggst mjög vel í mig og það er alltaf sami spenningurinn á vor- in,“ segir Geir. Hann viðurkennir þó að hann hafi vissar áhyggjur af ástandi valla enda hefur apríl- mánuður verið nokkuð kaldur. Hann horfir engu að síður björt- um augum til sumarsins. „Ég á von á mjög skemmtilegu knattspyrnu- sumri,“ segir formaðurinn. n V ið teljum okkur vera með ágætis mannskap og gott lið. Þannig að við erum fullir tilhlökkunar,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar. Spá DV gerir ráð fyrir að Stjarnan verði í toppbaráttu í sumar og endi í 4. sæti. Það er ekki óraunhæft enda hefur liðið verið í toppbaráttu undanfarin tímabil. Liðið endaði í 5. sæti síðasta sum- ar og komst alla leið í bikarúrslit. Þá hefur Logi fengið til sín góða leikmenn fyrir átök sumarsins og ber þar helst að nefna Veigar Pál Gunnarsson sem kemur heim eftir gott gengi í Noregi undanfarin ár. Strembinn leikur við KR Logi segist vera hæfilega bjart- sýnn fyrir komandi sumar og liðið hafi sett sér skýrt markmið um að komast í Evrópukeppni. Stjörnu- liðið fær verðugt verkefni í fyrstu umferðinni þegar liðið heimsækir KR í Frostaskjól en í annarri um- ferðinni fær liðið heimaleik gegn nýliðunum í Víkingi Ólafsvík. „Það verður auðvitað hörkuleikur og KR-ingar hafa frábærum mann- skap á að skipa. KR er væntanlega eitt af þeim liðum sem eru örugg um að vera í toppbaráttu. Þeir eru erfiðir heim að sækja og við þurf- um að eiga góðan leik til að fá góð úrslit.“ Nokkrar breytingar Leikmannahópur Stjörnunnar hef- ur tekið smávægilegum breyting- um frá síðasta sumri. Liðið varð fyr- ir blóðtöku þegar Ellert Hreinsson ákvað að róa á önnur mið og ganga í raðir Breiðabliks og þá fór Daninn Alexander Scholz til Lokeren í vet- ur þar sem hann hefur slegið í gegn. Nokkrir leikmenn eru þó komnir til félagsins. Auk Veigars Páls má nefna Ólaf Karl Finsen og Robert Sandnes, sem báðir léku undir stjórn Loga á Selfossi í fyrrasumar. Þá fékk liðið til sín tvo Dani, Martin Rauschen- berg og Michael Præst, sem Logi bindur miklar vonir við. „Við höf- um fengið til okkar mjög góða leik- menn. Veigar er auðvitað feikilega reyndur og góður knattspyrnumað- ur. Ég er mjög ánægður með sam- setninguna á hópnum. Danirnir eru að leysa af hólmi Scholz og þeir eru mjög sterkir leikmenn og falla vel inn í okkar hóp.“ FH og KR sterkust Sem fyrr segir búast flestir við því að Stjörnuliðið verði í toppbaráttu þó fæstir spái því að liðið nái að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Logi segir að markmið sumarsins séu skýr. „Við höfum sagt það fyrirfram að við viljum vera í toppbaráttu og markmið okkar er að ná Evrópu- sæti og gera þannig aðeins betur en í fyrra. Ég tel að við eigum raun- hæfa möguleika á því ef hlutirn- ir ganga upp og lykilmenn haldast heilir,“ segir Logi. Aðspurður hvort hann treysti sér til að spá í hvaða lið hampi Íslandsmeistaratitlinum í sumar segir Logi: „Ég held að það sé ekki óraunhæft að spá því að FH og KR muni berjast um þennan tit- il.“ n Lykilmaður Garðar Jóhannsson Garðar hefur skorað 23 mörk í 39 leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni undanfarin tvö tímabil. Þarf að halda upptekn- um hætti í sumar og það verður spennandi að fylgjast með sam- vinnu hans, Veigars og Halldórs Orra. Fylgstu með Veigari Páli Gunnarssyni Veigar getur gert ótrúlega hluti á vellinum og hann mun heldur betur lífga upp á Pepsi- deildina í sumar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Logi telur að KR og FH séu sterkust n Sáttur við breytingar á hópnum „Ég held að það sé ekki óraunhæft að spá því að FH og KR muni berjast um þennan titil. við viljum vera í toppbaráttu Skýr markmið Logi segir að markmið sumarsins séu skýr: gera betur en í fyrra og komast í Evrópukeppni. MyNd SigtRygguR ARi 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 Meðaltalsaðsókn 1.034 1.122 1.205 1.029 1.106 1.329 1.089 1.070 4. sæti TÖKUM EINN LEIK EFTIR ÆFINGU FH og Stjarnan FH endar með titilinn í Pepsi- deild karla að leiktíðinni lokinni og Stjarnan mun leika sama leik í kvennadeildinni ef marka má spár forráðamanna þeirra félagsliða sem keppa í þessum sömu deildum. Að sama skapi ganga spár út á að það verði nýliðar beggja deilda sem falla munu aftur að sumrinu loknu eða Þór Akureyri og Víkingur Ólafsvík í karladeildinni og HK/Víkingur og Þróttur Reykjavík í kvennadeildinni. Umhleyp- ingar hjá fjölda félaga Töluverðar breytingar verða á leik- mannahópum allnokkurra félaga í Pepsi-deildinni þegar litið er til fjölda nýrra leikmanna. Hjá Fylki eru hvorki fleiri né færri en ellefu nýir leikmenn á lista þegar þetta er skrifað en nokkrir þeirra eru að koma aftur úr láni. Svipaða sögu er að segja af Valsmönnum og Keflavík þar sem tíu leikmenn bætast í hóp þeirra sem fyrir voru. Gróflega má segja að liðin í efstu deild séu að bæta við sjö leikmönnum að með- altali. Skagamenn eru manna róleg- astir. Aðeins þrír nýir leikmenn eru í þeirra hópi nú rétt fyrir fyrsta leik. Haska sér á völlinn Athygli vekur að Knattspyrnu- samband Íslands heldur upp- teknum hætti og setur ansi marga deildarleiki í Pepsi-deild karla á tiltölulega snemma dags á virkum dögum þetta sumarið en slíkt hefur verið gagnrýnt áður sökum þess að almenningur vinnur almennt langan vinnudag á Íslandi og því komast færri á völlinn en vilja. Menn þurfa til dæmis að haska sér nokkuð til að sjá viðureign KR gegn Þór fimmtu- daginn 16. maí sem hefst klukkan 18. Sömuleiðis verða eyjaskeggjar að slútta snemma til að berja augum ÍBV og KR mánudaginn 20. maí en sá leik- ur hefst klukkan fimm síðdegis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.