Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 28
2 Pepsi-deildin 2013 3.–5. maí 2013 Helgarblað
Titillinn aftur í Krikann
F
H ver Íslandsmeistaratitil
sinn ef marka má spá DV fyrir
Pepsi-deildina í knattspyrnu,
sem hefst um helgina. Spáin
þarf ef til vill ekki að koma á
óvart því FH og KR hafa undanfarin
ár haft úr firnasterkum leikmönnum
að spila. Á því er engin breyting nú
og bæði lið ætla sér stóra hluti.
Landsbyggðarliðin ríða ekki feit-
um hesti frá spánni að þessu sinni
og verma þrjú neðstu sætin, auk
þess sem DV spáir ÍBV og ÍA stöðu
um miðja deild. Spennandi verður
að sjá hvort Þór frá Akureyri, sem
leikur nú í annað sinn á skömm-
um tíma í efstu deild, sé reynslunni
ríkari og þá er athyglivert að fá lið
af Snæfellsnesinu í Pepsi-deildina.
Víkingar frá Ólafsvík munu vafalítið
setja svip sinn á deildina, enda hafa
þeir valdið usla á undirbúnings-
tímabilinu.
DV óskar knattspyrnuáhuga-
mönnum gleðilegs sumars og hvetur
til góðrar mætingar á leikina í sumar. n
„Að sjálfsögðu er mark-
miðið að ná í titla
V
ið erum búnir að vinna í
því í allan vetur að verða
tilbúnir á mánudaginn
og við verðum það,“ segir
Bjarni Guðjónsson, fyrir-
liði KR. Krafan í Vesturbænum fyrir
þetta tímabil líkt og öll önnur er sú
að liðið skili að minnsta kosti ein-
um titli í hús. Bjarni segir að KR-
liðið ætli ekki að gefa neinn afslátt
af þeim kröfum og liðið ætli sér að
berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Ef spá DV gengur eftir verða KR-
ingar þó að gera sér annað sætið
að góðu. Líkt og hjá öllum öðrum
liðum í deildinni hafa smávægi-
legar breytingar orðið á leikmanna-
hópi KR. Liðið fékk Brynjar Björn
Gunnarsson sem kemur heim eftir
farsælan feril í Englandi og Eyja-
manninn Andra Ólafsson. Magn-
ús Már Lúðvíksson, Viktor Bjarki
Arnarsson, Dofri Snorrason og
Fjalar Þorgeirsson ákváðu þó allir
að róa á önnur mið.
Sterkara lið en í fyrra
Aðspurður hvort liðið sé sterkara
í ár en í fyrra segir Bjarni: „Já, ég er
eigin lega ekki í nokkrum vafa um
það. Það er rétt að breytingarnar
hafa verið tiltölulega litlar milli ára.
Andri og Brynjar hafa bæst í hópinn
sem eru báðir frábærir karakterar og
miklir sigurvegarar. Þeir koma með
nýja vídd inn í leikmannahópinn.“
Kjartan Henry Finnbogason hefur
glímt við meiðsli í vetur og er ljóst
að hann verður ekki með KR-liðinu
í byrjun móts. Hann er byrjaður að
skokka en óvíst hvenær hann snýr
aftur á völlinn. Hvað sem því líður
eru KR-ingar vel mannaðir í öllum
stöðum og ljóst að Gary Martin mun
leiða framlínuna í byrjun móts.
Jákvætt tap gegn FH
Bjarni segir að KR-liðið hafi undir-
búið sig vel fyrir tímabilið og hefur
liðinu gengið þokkalega á undirbún-
ingstímabilinu. Liðið komst í úrslit
Reykjavíkurmótsins þar sem það
tapaði óvænt fyrir Leikni. Í Meistara-
keppni KSÍ um liðna helgi beið KR
lægri hlut fyrir FH, 3–1. „Það góða
við tapið gegn FH er að við lærðum
alveg helling af því. Frá þeim leik
erum við búnir að vinna mikið í okk-
ar málum.“
Sterkari deild
Bjarni segir að markmið tímabilsins
hjá KR sé að sjálfsögðu að landa titli.
Til þess þurfi mikið að ganga upp
eins og Bjarni bendir á. „Að sjálf-
sögðu er markmiðið að ná í titla. Til
að það gerist þarf mikið að ganga
upp. Deildin í heild sinni hefur
styrkst mjög mikið og mörg lið sem
horfa á toppsætin.“
KR mætir Stjörnunni í fyrsta leik
í Frostaskjóli á mánudagskvöld og
býst Bjarni við erfiðum leik. „Þeir
hafa bætt við sig fjölda manna og eru
komnir með frábæran þjálfara. Þeir
eru væntanlega eitt af þeim liðum
sem ætla sér að verða Íslandsmeist-
arar. Þetta verða nánast allt saman
hörkuleikir og mjög erfitt ár. Það
skemmtilega er samt að öll liðin eru
að styrkja sig.“ n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Krafa um titil
í Vesturbæinn
n Fyrirliði KR segir leikmannahóp liðsins sterkari en í fyrra
Klár í slaginn Bjarni
verður væntanlega
í vörn KR-inga gegn
Stjörnunni á mánu-
dag. Hann telur að
leikmannahópur KR sé
sterkari en í fyrra.
Mynd Sigtryggur Ari
Leiðari
Baldur
Guðmundsson
baldur@dv.is
Spá DV
Lið Stig
1. FH 79
2. KR 76
3. Breiðablik 69
4. Stjarnan 65
5. Valur 56
6. ÍBV 46
7. ÍA 37
8. Fylkir 36
9. Fram 31
10. Keflavík 21
11. Víkingur Ól 20
12. Þór Ak. 9
Spámenn: Arnar Þór Valsson þjálfari ÍR,
Atli Eðvaldsson fv. landsliðsþjálfari, Baldur
Guðmundsson blaðamaður DV, Benedikt
Bóas Hinriksson blaðamaður, Einar Þór Sig-
urðsson blaðamaður DV, Freyr Alexanders-
son þjálfari Leiknis og Sævar Þór Gíslason
knattspyrnumaður.
2. sæti
Lykilmaður
Hannes Þór Halldórs-
son Hannes hefur
unnið ófáa
leiki fyrir KR
með magnaðri
frammistöðu í
markinu. Finnst fátt
skemmtilegra en að verja víta-
spyrnur og gæti orðið lykillinn að
velgengni KR í sumar.
Fylgstu með
Atla Sigurjónssyni Atli
mun væntanlega
fá fleiri tækifæri
í KR-liðinu en í
fyrra enda efni-
legur leikmaður
sem gæti náð langt.
Spurningin er sú hvort hann
springi út í sumar.
Bullandi launa-
misrétti í fót-
boltanum
Himinn og haf er milli þess sem
dómarar sem dæma leiki karla
og kvenna í Pepsi-deildinni fá í
laun fyrir erfiðið. Dómarar í karla-
deildinni fá tæpar 40 þúsund
krónur fyrir hvern leik en hinum
megin, í kvennaboltanum, fær að-
aldómari aðeins 14.300 krónur að
því er fram kemur á vefnum sport.
is. Þetta mun vera launamunur
upp á 60 prósent og munar um
minna, en inni í greiddum launum
er allur kostnaður aðaldómara,
ferðir, uppihald og annað sem til
þarf fyrir hvern og einn leik.
Búningur
Fylkis ljót-
astur
Lífsstílsblaðið Séð og heyrt er
enginn eftirbátur annarra miðla
þegar kemur að umfjöllun um
komandi Pepsi-deild. Þar fengu
menn þrjá valinkunna ritstjóra
vefíþróttamiðla til að velja
flottasta og ljótasta búninginn í
karladeildinni þessa leiktíðina.
Tveir af þremur telja heimabún-
ing Fylkis fyrir neðan allar hellur
og ekki þykir búningur Keflavíkur
upp á marga fiska heldur. Sömu
tveir álitsgjafar eru líka á því að
Hafnfirðingar í FH spili í hvað
flottustum búningunum.
Fleiri erlendir
leikmenn
Nokkuð hefur verið rætt undan-
farin ár um síaukinn fjölda er-
lendra leikmanna hjá íslenskum
knattspyrnufélögum og sýnist sitt
hverjum um þá þróun. Ekki fæst
annað séð en þeir séu jafnvel al-
mennt fleiri nú en áður en það
verður þó ekki endanlega ljóst
fyrr en leikmannaskiptaglugginn
lokast. Í fyrra var lið Selfoss eitt
þeirra liða sem sérstaklega voru
milli tanna á fólki enda helmingur
liðsins erlendir leikmenn. Svipað
verður uppi á teningnum þar nú ef
rétt reynist að einir sjö leikmenn
af erlendu bergi brotnir hafi geng-
ið til liðs við Selfyssinga á síðustu
vikum en sumir þeirra voru í láni.