Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 36
M aður er alltaf bjartsýnn í byrjun móts og ég held að leikmenn séu það líka, segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Framarar enduðu í 10. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og í 9. sæti sumarið 2011. Eftir slakt gengi undanfarin tvö tímabil vonast stuðningsmenn liðsins eftir bjart- ari tímum í sumar þó fæstir búist við því að liðið nái að blanda sér í toppbaráttuna. Kjarninn í Fram- liðinu er nokkurn veginn sá sami í ár og í fyrra þó einhverjar breytingar hafi verið gerðar. Varnarmennirnir Bjarni Hólm Aðal steinsson, Ólafur Örn Bjarnason og Halldór Arnars- son eru komnir til félagsins. Þá munu þeir Viktor Bjarki Arnars- son, Haukur Baldvinsson og Helgi Sigurðsson leika með þeim bláu í sumar. Öflugir leikmenn eru þó einnig farnir frá liðinu. Má þar nefna Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, sem hætti í knattspyrnu eftir síð- asta sumar, Kristján Hauksson, sem fór í Fylki, og Sam Tillen, sem fór í FH. Setur pressu á Víkinga Þorvaldur vill lítið tjá sig um hvort leikmannahópur liðsins sé sterkari í ár en í fyrra. „Ég tel að hann sé safn af góðum leikmönnum. Ef einstak- lingarnir ná að standa sig vel í sum- ar er það væntanlega vísir að góð- um árangri.“ Sérfræðingar DV spá því að Fram-liðið verði í basli í sum- ar og endi í 9. sæti. Þorvaldur segir þó að lítill munur sé á styrkleika margra liða í deildinni og því geti allt gerst. Fyrsti leikur Fram er gegn Víkingi Ólafsvík í Ólafsvík og býst Þorvaldur við erfiðum leik. „Það er mikil stemning í þeirra heimabyggð og lið sem koma upp geta oft haft áhrif á gang mála, sérstaklega í byrj- un móts. Að sama skapi er pressa á þeim eins og öðrum,“ segir hann. Leikmenn í fínu standi Aðspurður hvaða lið verði í barátt- unni um Íslandsmeistaratitilinn segir Þorvaldur að brugðið geti til beggja vona hjá mörgum liðum. „FH fékk mikinn meðbyr í byrjun móts í fyrra og átti skilið að vinna. Ég held að fyrstu tveir mánuðir mótsins verði mjög jafnir og að þeim liðnum mun- um við sjá hvaða lið verða í barátt- unni,“ segir hann. Framherjinn Kristinn Ingi Hall- dórsson þurfti að fara í aðgerð fyrir skemmstu en er væntanlegur til baka fljótlega. Að öðru leyti segir Þorvaldur að leikmannahópurinn sé í góðu standi. n 10 Pepsi-deildin 2013 3.–5. maí 2013 Helgarblað Lykilmaður Steve Lennon Á góðum degi er Steve Lennon einn besti leik- maður deildarinn- ar. Hann meiddist um mitt mót í fyrra og Fram-liðið saknaði hans. Ef hann helst heill getur hann gert gæfumuninn fyr- ir Fram. Fylgstu með Kristni Inga Halldórssyni Þessi 24 ára fram- herji varð næst- markahæstur í deildinni í fyrra. Er að jafna sig eft- ir aðgerð en kem- ur vonandi sterkur til baka. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Býst við hnífjöfnu Íslandsmóti í sumar n Fram heimsækir Víking Ólafsvík í fyrsta leik n Þorvaldur sáttur við hópinn„Ég held að fyrstu tveir mánuðir mótsins verði mjög jafnir. Erfið byrjun Fram heimsækir Ólafsvík í fyrstu umferðinni. Þorvaldur er bjart- sýnn fyrir sumarið. V ið erum klárir í slaginn og tímabilið leggst mjög vel í mig,“ segir Zoran Daníel Ljubicic, þjálf- ari Keflavíkur. Keflvík- ingar mæta til leiks með svipaðan hóp og í fyrra þó lykilmaður síð- ustu ára, Guðmundur Steinars- son, hafi ákveðið að kúpla sig nið- ur og leika með Njarðvík í annarri deildinni. Ljóst er að hans verð- ur sárt saknað enda reynslumesti leikmaður liðsins og sá leikmaður sem skorað hefur langflest mörk undanfarin ár. Þá fór miðjumað- urinn Hilmar Geir Eiðsson aftur í Hauka og Jóhann Ragnar Bene- diktsson gekk aftur í raðir Fjarða- byggðar í vetur. Maður í manns stað Þó svo að sterkir leikmenn hafi horfið á braut hafa aðrir sterk- ir leikmenn komið í staðinn. Varnarjaxlinn Halldór Kristinn Halldórsson kom frá Val og bak- vörðurinn Ray Anthony Jónsson frá Grindavík. Þá kom Magnús Þórir Matthíasson aftur til liðsins frá Fylki. Þá hefur liðið fengið til sín tvo erlenda leikmenn, Slóven- ann Fuad Gazibegoivc og serb- neska sóknarmanninn Marjan Jugovic sem nokkrar vonir eru bundnar við. Zoran segist vera sáttur við leik- mannahóp sinn og þrátt fyrir að reynsluboltar hafi farið komi alltaf maður í manns stað. „Við fáum bara nýja menn í staðinn fyrir þá sem fara. Ég held að við séum með svipað sterkan hóp og í fyrra.“ Ætlar að vinna FH Keflvíkingar enduðu í 9. sæti deildarinnar í fyrra og spáir DV því að liðið verði örlítið neðar, eða í 10.sætinu. Liðið muni þó sleppa við fall. Aðspurður hvort Keflvíkingar muni ekki eftir fremsta megni reyna að blása á þær spár segir Zoran: „Ég velti þessum spám ekki mikið fyr- ir mér. Okkur hefur verið spáð basli á undanförnum árum. Okkar hlut- verk er að afsanna þetta og reyna að standa okkur á vellinum þar sem við getum látið verkin tala. Markmið okkar er að gera betur en í fyrra,“ segir Zoran ákveðinn. Í Keflavíkur- liðinu eru ungir og efnilegir leik- menn í bland við reynda leikmenn og segir Zoran að stemningin í hópnum sé góð. Keflvíkingar hefðu vart getað hugsað sér erfiðari byrj- un á Íslandsmótinu en þeir mæta FH í Kaplakrika í fyrsta leik á sunnu- dag og KR-ingum á heimavelli þann 12. maí. Zoran er þó hvergi banginn. „Við verðum að spila alla þessa leiki og það er vissulega áskorun fyrir okkur að mæta Íslandsmeisturun- um í fyrstu umferð. Við ætlum bara að vinna þann leik enda erum við í þessu til að vinna.“ n Lykilmaður Haraldur Freyr Guðmundsson Haraldur er feykilega öflugur og reynslu mikill varnarmaður. Keflavíkurliðið má illa án hans vera enda einn mikil vægasti hlekkur liðsins. Fylgstu með Arnóri Ingva Traustasyni Arnór er gríðarlega efnilegur miðju- maður sem gæti náð langt. Sýndi flotta takta með Keflavík í fyrrasum- ar og sumarið 2011 og gæti sprungið endanlega út í sumar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Erum í þessu til að vinna“ n Zoran ætlar að vinna FH í fyrsta leik n Góð blanda yngri og eldri leikmanna „Markmið okk- ar er að gera betur en í fyrra. Góð blanda Það velkist enginn í vafa um að í Keflavíkurliðinu eru góðir leikmenn. Þar eru reynslumiklir leikmenn í bland við unga og efnilega. Mynd KnattSpyrnudEiLd KEFLaVíKur 9. sæti 10. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.