Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 35
Þéttari hópur í ár en í fyrra Þ að er alltaf sama sagan hér að kröfurnar til okkar eru miklar og við gerum okk- ar besta til að standa undir þeim. Í öllu falli er ég ekki í vafa um að liðið er betra en á sama tíma í fyrra og þess vegna ástæða til að vera bjartsýnn á það sem koma skal,“ segir Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna sem nú takast ótrauðir á við efstu deild reynslunni ríkari eftir að hafa sem nýliðar í fyrra náð fantagóðum árangri snemma en loft- ið fór þó úr gulu blöðrunni þegar á Ís- landsmótið leið og ÍA endaði í sjötta sætinu. DV spáir því að liðið endi á svipuðum slóðum í haust. Betra lið, betri bolti Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Skagamanna frá síðasta sumri en þjálfarinn telur liðið í dag þó töluvert sterkara en fyrir ári. Eðlilega er það markmið Þórðar að ná betri árangri en í fyrra. „Í fyrra var allt lagt í að halda okkur uppi í deildinni og leik- ur okkar tók dálítið mið af því. Við vorum markvisst í löngum boltum og reyndum að koma á óvart með skyndisóknum. Nú er staðan betri og leikur okkar verður með öðrum hætti þó vissulega sé hugmyndin að forð- ast botninn sem fyrr.“ Sterkara mót heilt yfir Þórður tekur undir með kolleg- um sínum í þjálfarastétt að ýmis- legt bendi til þess að Pepsi-deildin nú verði jafnari og kannski harðari en fyrir ári. „Það má alveg draga þá ályktun af þeim leikjum sem fram hafa farið á undirbúningstímabil- inu. Mér sýnist velflest lið hafa styrkt sig nokkuð milli ára og lið á borð við Val eða Fram sem kannski voru að leika undir getu í fyrra geta veitt öllum skráveifu. Helst er kannski spurningarmerki við Víkinga. Hópur þeirra er lítill og það má ekki mikið út af bera til að þeir lendi í vandræð- um.“ Mæta ÍBV í fyrsta leik Skagamenn verða að gera sér að góðu að verða fyrsta liðið sem sækir Eyjamenn heim en það félag er orðið býsna sterkt eftir að hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir síðasta tímabil. Skagamönnum fórust viður- eignir við ÍBV í fyrra illa úr hendi og töpuðu þeir fyrir eyjaskeggjum 0–4 á heimavelli. „Já, við stóðum okkur ekki vel gegn þeim fyrir ári og þeir hafa bætt sig verulega nú undanfarið og hópurinn orðinn stór og sterkur í dag. Þá gefur það þeim mikinn stuðning að hafa svo stórt nafn sem David James er í markinu og ekkert auðveldur fyrsti leikur fyr- ir okkur. En við eigum sannarlega möguleika.“ n Pepsi-deildin 2013 9Helgarblað 3.–5. maí 2013 Lykilmaður Jóhannes Karl Guðjóns- son Reynslubolt- inn á miðjunni kann bæði að skapa fram á við og verjast af heift ef svo ber undir. Fáir hafa þá yfirsýn sem Jói Kalli hef- ur og fyrir honum er borin mikil virðing innan liðsins. Fylgstu með Andra Adolphssyni Andri er einn nokkurra bráðefni- legra leikmanna af Skaganum og sýndi ferska takta á kantinum með liði sínu á síðustu leiktíð. Svo ferska að hann var valinn í U-17 lands- lið Íslands. Sprettharður og með makalaust ágætar fyrirgjafir. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Alltaf stíf krafa um árangur n Skagamenn eiga að ráða við hvaða lið sem er n Félagið stefnir hærra en í fyrra Þ að er alltaf tilhlökkun þegar þetta fer í gang eftir langan og strangan vetur. Fylkis- menn verða klárir í slaginn,“ segir Ásmundur Arnars- son, þjálfari Fylkismanna. Miklar breytingar hafa orðið á leikmanna- hópi Fylkis frá síðasta sumri þegar liðið endaði í 7. sæti með 31 stig. DV spáir því að liðið verði á svipuð- um slóðum og í fyrra þó leikmanna- hópurinn gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Þéttari hópur en í fyrra Á meðal þeirra sem gengið hafa í raðir Fylkis í vetur má nefna marka- hrókinn Tryggva Guðmundsson, sem kom frá ÍBV, framherjann Við- ar Örn Kjartansson, sem kom frá Selfossi, varnar- og miðjumanninn Pablo Punyed, sem kom frá Fjölni, varnarmanninn Kristján Hauksson, sem kom frá Fram, og miðjumann- inn Heiðar Geir Júlíusson, sem kom frá Ängelholm í Svíþjóð. Þetta eru allt sterkir leikmenn en liðið hefur þó einnig misst sinn skerf af öflugum leikmönnum og nægir þar að nefna Ingimund Níels Óskarsson, sem fór í FH, Ásgeir Börk Ásgeirsson, sem hélt utan í atvinnumennsku til Noregs, og David Elebert, sem fór aftur heim til Írlands. Ásmundur segist vera nokkuð sáttur við leikmannahóp sinn og segir að hann sé þéttari í ár en í fyrra. „Þetta hefur verið stöðugri vetur hjá okkur en í fyrra en engu að síður rennum við dálítið blint í sjóinn með þetta. Það eru margir leikmenn sem geta sprungið út en það er langt því frá að vera sjálfgefið.“ Sveiflukennd spilamennska Ásmundur segist vera þokkalega sáttur við undirbúningstímabilið hjá sínum mönnum en spila- mennskan hafi þó verið sveiflu- kennd. „Það hafa auðvitað verið miklar breytingar hjá okkur og það hefur tekið tíma að fylla í skörðin,“ segir Ásmundur en Fylkir mæt- ir Val í fyrsta leik á mánudagskvöld áður en liðið fer í Laugardalinn í annarri umferðinni og mætir Fram. Ásmundur býst við erfiðum leikjum. „Valsmenn hafa verið eitt besta liðið á undirbúningstímabilinu og ég á von á erfiðum leik þar. Ég á von á að Framarar verði sterkari í ár en í fyrra og ef lykilmenn haldast heilir þar eru þeir mjög sterkir.“ Þó að spár geri ráð fyrir að Fylkir verði um miðja deild segir Ásmundur að allt geti gerst. „Maður sér fyrir sér að fjögur lið geti barist á toppnum og auðvitað langar öll lið að blanda sér í þá baráttu. En hvar liðin fyrir neðan verða er ómögulegt að segja og röð þeirra nánast hægt að stokka eins og spilastokk. Ég held að þetta verði mjög spennandi mót.“ n Lykilmaður Finnur Ólafsson Finnur var öflugur í liði Fylkis á síðasta tímabili og þar áður hjá ÍBV. Sterkur miðjumaður sem mikið mun mæða á í sumar. Fylgstu með Viðari Erni Kjartans- syni Viðar Örn var markahæstur í liði Selfyssinga á síðasta tímabili. Fljótur og kröftugur leikmaður sem hefur raðað inn mörkum fyrir Fylki á undirbún- ingstímabilinu. Verður líklega enn betri með Tryggva Guðmundsson sér við hlið í sumar. n Fylkismenn bjartsýnir á gott gengi í sumar Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Rennur blint í sjóinn Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis frá því í fyrra. Ásmundur segir að Fylkismenn verði klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Val á mánudag. Mynd SigtRygguR ARi „Ég held að þetta verði mjög spennandi mót 7. sæti Spennandi sumar Þórður þjálfari telur að deildin heilt yfir sé orðin sterkari en áður. Skagamenn fóru í æfingaferð til Spánar fyrr á árinu þar sem þessi mynd var tekin. Mynd: ÍA AkRAneS 8. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.