Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 19
Erlent 19Helgarblað 3.–5. maí 2013 n Serbía og Kosovo semja frið eftir mikil illindi n Mun greiða götu Serbíu inn í ESB Fjendur semja Frið Í árhundruð hafa Serbar og Kosovo- Albanir verið fjendur. En nú er nóg komið og búið að handsala frið á milli þessara fornu óvina. Með samningnum er stigið mikilvægt skref í átt til þess að Serbía viðurkenni sjálfstæði Kosovo, sem lýst var yfir árið 2008 og Ísland hefur viðurkennt. Þing Serbíu samþykkti samningagerðina með yfirgnæfandi meirihluta. Flókin púðurtunna Eins og allt í „púðurtunnunni á Balkanskaga“ eins og svæðið við gömlu Júgóslavíu er gjarnan kallað, er mál þetta flókið og á sér mörg hund- ruð ára sögu. En í grundvallaratriðum hefur það verið þannig að Serbar hafa löngum litið niður á íbúa Kosovo, sem að langstærstum hluta eru Kosovo-Al- banar. En til að flækja málið, þá líka lít- ill minnihluti Serba, sem býr í Kosovo og hluti friðarsáttmálans milli deilu- aðila er að virða eigi réttindi þeirra. Flestir Serbar búa í borginni Mitrovica og þar búa líka Albanir, í albanska hluta borgarinnar. Hún hefur oftar en ekki logað í illdeildum og alþjóðasam- félagið hefur þurft að passa upp á að þar syði ekki allt upp úr. Serbar eru að- eins átta prósent af íbúum Kosovo. Hjartað á Svartþrastarvöllum Rétt eins og við Íslendingar teljum hjarta okkar lands vera á Þingvöllum, þá álíta Serbar hjarta Serbíu vera á Svartþrastarvöllum (Kosovo Polje) í Kosovo. Þar fór fram mikill bardagi á milli kristinna Serba og Ottómana (Tyrkja, múslima) árið 1389. Leið- togi Serbanna, Lazar, hlaut þar píslar- vættisdauða. Ottómanar náðu völdum og héldu þeim á svæðinu þar til veldi þeirra hrundi árið 1923 og Tyrkland nútímans tók við undir stjórn Kemals Ataturk. Viðvarandi spenna og stríð Undir Júgóslavíu Jóseps Tító, hins fræga skæruliðaforingja og kommún- ista, var staða Kosovo aldrei fullkom- lega til jafns við hin lýðveldi landsins (t.d. Slóveníu og Króatíu) og olli þetta mikilli spennu meðal Kosovo-Albana og Serba, sem tilheyrðu stærsta lýð- veldinu og voru „herraþjóðin“ innan þessa sambandslýðveldis. Júgóslavía leið undir lok eftir skelfilegt borgara- stríð á árunum 1991–1995, sem var daglega í blóðugum fréttatímum fjöl- miðla. Eftir það jukust enn frekar kröfur Kosovo-Albana um sjálfstæði. Slobod- an Milosevic (leiðtogi Serba og helsti ábyrgðarmaður borgarastríðsins) lét her sinn og öryggislögreglu stunda þjóðernishreinsanir í Kosovo á árun- um 1996–1998 og frá 1998–1999 var þar fullt stríð milli Serba og Frelsis- hers Kosovo (Kosovo Liberation Army, KLA), sem einnig framdi grimmdar- verk. Þessu lauk með inngripi NATO og sprengjuherferðar bandalagsins gegn Serbíu. Meðal annars voru gerð- ar loftárásir á höfuðborgina, Belgrad. Pútín ósáttur Eftir lok Kosovo-stríðsins var svæðinu stjórnað af Sameinuðu þjóðunum, en í kjölfar kosninga 2007 komst fyrr- verandi leiðtogi KLA, Hasim Thaci til valda. Serbar tóku ekki þátt í kosn- ingunum í mótmælaskyni. Ári síðar lýsti Kosovo yfir sjálfstæði og nú hafa um 100 ríki viðurkennt það. Rússar mótmæltu kröftuglega, enda banda- menn Serba frá alda öðli og trú- bræður innan rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Vladímir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað sjálfstæði Kosovo „skelfi- legt fordæmi.“ Fjöður í hatt ESB Samningurinn sem forsætisráðherrar Kosovo og Serbíu samþykktu þann 19. apríl síðastliðinn er talinn vera diplómatískur sigur fyrir Catherine Ashton, sem er yfir utanríkisþjónustu ESB og hafði milligöngu í málinu. Samningurinn ýtir líka úr vegi mikilli hindrun á aðildarviðræðum Serbíu við ESB. Eins og kunnugt er hefur Króatía lokið við aðildarsamning að ESB og verður 28. aðildarríki sam- bandsins. Kosovo stefnir einnig á aðild, en er ekki komið með stöðu „kandídatslands“ og ekki er komin dagsetning á hvenær Kosovo getur hafið aðildarviðræður við ESB. Það eru því kannski ákveðnar líkur á að Serbía og Kosovo verði 29. og 30. aðildarríki ESB. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar Leiðin greið? Engu líkara er en að Hasim Thaci, leiðtogi Kosovo, sé að vísa veginn, eftir sögulega friðar­ samninga milli Serbíu og Kosovo. Ivica Dacic, forsætisráðherra t.v., Catherine Ashton, yfirmaður utanríkis mála ESB, og Alexander Vershbow, frá NATO, voru viðstödd undirritun þessa mikil­ væga samkomulags. D anskur sjónvarpsþáttur hefur verið gagnrýndur harðlega en í honum afklæða konur sig á meðan tveir karlar ræða sín á milli kosti og galla vaxtarlags þeirra. Konurnar ganga inn á sjónvarps- settið í baðslopp og standa fyrir fram- an karlana tvo sem sitja í sófa á móti þeim. Konurnar fara síðan úr baðsloppn- um á meðan stjórnandi þáttarins, Thomas Blachman, sem einnig kom með hugmyndina að þættinum, met- ur vaxtarlag kvennanna ásamt öðrum. Þátturinn þykir niðurlægjandi fyrir konur og gagnrýnendur gefa ekki mikið fyrir þær skýringar að markmið- ið sé að eyða staðalímyndum. Danska ríkissjónvarpið ætlar ekki að taka þátt- inn af dagskrá. „Við erum með þátt sem sýnir hvað körlum finnst og kven- mannslíkama. Hvað er rangt við það?“ spyr Sofia Fromberg dagskrárstjóri en þátturinn er sýndur á DR2. n Konur metnar n Umdeilt sjónvarpsefni DR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.