Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 62
LÍFIÐ AÐ LOKINNI ÞINGMENNSKU n Sigmundur Ernir með fjórar bækur í vinnslu n Garðyrkjustörf, sjómennska og ritstörf koma til greina n Forseti Alþingis flutti Jóhönnu og Árna Johnsen sérstaka kveðju M argir þingmenn hætta á Alþingi um þessar mund- ir. Sumir þeirra höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu og voru því ekki á lista. Aðrir náðu einfaldlega ekki kjöri. DV heyrði í nokkrum þingmönnunum og spurði þá um lífið eftir Alþingi. Árni Johnsen Sjálfstæðisflokkur „Ég er alltaf að stússa eitthvað og finn mér eitthvað að gera. Það var fal- lega gert af forseta Alþingis þegar hún sleit þingfundi og kvaddi þing- menn sem hverfa af þingi. Hún tók sérstaklega fyrir tvo þingmenn. Mig og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. Hún vandaði kveðjurnar til Jóhönnu sem var óhemju dugleg. Um mig sagði hún ég hefði kryddað tilveruna á Alþingi og farið eigin leið- ir. Þetta fannst mér flott kveðja, ég er þakklátur Ástu Ragnheiði fyrir hana og ég sigli sama sjó og held áfram að fara ótroðnar slóðir.“ Björn Valur Gíslason Vinstri græn „Ég þarf að finna mér eitthvað til þess að hafa að lifibrauði. Það er ekkert í hendi, í raun ekkert plan, ekkert starf eða verkefni.“ Margrét Tryggvadóttir Dögun „Það er leyndarmál hvað ég ætla að gera nú þegar ég hverf af þingi. Loks- ins er komið að því að hafa ekki allt uppi á borðum. Ég er með verkefni sem ég verð í að leysa næstu mánuði. Og það verður eftir því tekið þegar ég læt vita hvað það er.“ Ólína Þorvarðardóttir Samfylkingin „Kem ég ekki bara á DV? segir Ólína og skellir upp úr. „Nei, annars, það eru engin plön. Ég er núna að átta mig á stöðunni. Ég mun ekki leita mér að öðru viðurværi meðan ég er enn á þingi. En ég hef komið víða við um mína daga og hef fjölþætta reynslu. Ég mun gefa mér tíma til að finna út úr því hver næstu verkefni mín verða.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingin „Ég held áfram að skrifa bækur, ég er með fjórar bækur í vinnslu. En núna er maður aðeins að pústa og ganga frá sínum málum. Svo fer maður bara að leita sér að einhverju sem fæðir fjöl- skylduna. Það getur síðan vel verið að maður reyni aftur. Ef Austurvöllur fyllist til dæmis enn og aftur!“ Atli Gíslason Vinstri græn „Ég ætla að snúa mér að garðyrkju og lögfræðistörfum. Pólitískt mun ég vinna áfram að umhverfis- og jafn- réttismálum.“ Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingin „Ég ákvað 2009 að afloknum kosning- um, að kjörtímabilið yrði mitt síðasta og stóð við það og gaf því ekki kost á mér í kosningunum nú. Ég hef setið á þingi samfellt í 18 ár verið í stjórn og stjórnarandstöðu, verið ráðherra og nú síðast forseti Alþingis. Það er dágóður tími. Ég hef ótal áhugamál, en hef ekki ákveðið að hverju ég sný mér nú, enda rétt að ljúka starfsskyld- um mínum sem forseti þessa dagana. Það er mjög margt sem mig langar til að gera. Ætli ég taki mér ekki frí næstu vikurnar eftir hinar miklu ann- ir undanfarin fjögur ár og meti síðan framhaldið.“ Jónína Rós Guðmundsdóttir Samfylkingin „Ég ætla að byrja á því að ganga út í sumarið og taka gott sumarfrí. Svo sé ég bara til.“ Mörður Árnason Samfylkingin „Það er allt óráðið.“ Skúli Helgason Samfylkingin „Ég mun nota frelsið til að hugsa minn gang og velta fyrir mér hvar kröftum mínum verði best varið. Það er allt opið á þessari stundu.“ Þór Saari Hreyfingin „Ég ætla nú bara að fara að lifa lífinu sem almennur borgari og njóta þess. Það er ekkert fast í hendi með at- vinnumálin en ég reikna með að fara að gera það sem ég gerði áður en ég fór á þing. Ég var að vinna fyrir OECD í París.“ Þuríður Backman Vinstri græn „Það er óvíst, aldeilis óvíst. Það er nóg að gera í bili. Ég er tildæmis nýkjör- in sem formaður í Garðyrkjufélagi Ís- lands og þar er sitthvað á seyði. Svo þarf að sinna alls konar verkefnum sem hafa setið á hakanum þann tíma sem ég hef setið á þingi.“ Jón Bjarnason Regnbogaflokkurinn „Ég hef alltaf fundið mér næg við- fangsefni og þannig verður það áfram.“ Álheiður Ingadóttir Vinstri græn „Ég hef ekkert ákveðið neitt um það. Þingmannsstarfið er ekki þess eðlis að maður hafi getað planað nokkurn skapaðan hlut fram í tímann.“ Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn „Ég starfaði við öldrunarlækningar á Landakoti áður en ég settist á þing og fer aftur til starfa á Landakoti. Ég var kosinn í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu sveitarstjórnarkosningum en varmaður leysti mig af á meðan ég var á þinginu. Ég mun taka sæti mitt aftur í bæjarstjórninni nú þegar ég er hættur á þingi.“ Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokkurinn „Ég ætla að sinna fjölskyldunni. Mað- urinn minn og börnin okkar fluttu til Sviss á kjörtímabilinu vegna starfa hans og ég er loksins flutt út til þeirra.“ Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokkurinn „Ég verð eitthvað á sjónum og svo ætla ég að snúa mér að rekstri út- gerðarfélagsins míns, Nesvers.“ Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin Forsætisráðherra baðst undan þátt- töku í þessari samantekt. n 50 Fólk 3.–5. maí 2013 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.