Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 27
Þ etta leggst nokkuð vel í okkur. Undirbúningstíma­ bilið hefur gengið upp og niður, við höfum átt góða leiki inn á milli en líka slaka. Nú er bara að nýta þennan tíma vel fyrir fyrsta leik,“ segir Heimir Guð­ jónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH. Flest bendir til þess að FH verði enn eina ferðina í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn enda fá lið sem hafa jafn öflugum mannskap á að skipa. FH­ingar mæta Keflvík­ ingum í fyrsta leik á sunnudag og í annarri umferðinni taka nýliðar Þórs á móti Íslandsmeisturunum. Litlar breytingar FH­ingar virðast vera búnir að stilla saman strengi sína en liðið lagði KR að velli í Meistarakeppni KSÍ, leik Ís­ landsmeistaranna gegn bikarmeistur­ unum, síðastliðinn sunnudag. Leik­ urinn fór 3–1 fyrir FH sem þótti leika eins og sönnum meistara sæmir. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins frá því í fyrrasumar og eru flest­ ir lykilmanna liðsins enn hjá liðinu. Meðal nýrra leikmanna má nefna bak­ vörðinn Sam Tillen sem kom frá Fram og sóknarmanninn Ingimund Níels Óskarsson sem kom frá Fylki. Mark­ vörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil og gekk í raðir Breiðabliks og Bjarki Gunnlaugsson lagði skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Aðspurður hvort hann búist við að fá nýja leikmenn fyrir mót segist Heimir alltaf hafa augun opin. „Ég reikna ekki með því enda erum við nokkuð ánægðir með hópinn eins og hann er í dag. En segja ekki allir þjálf­ arar í dag að þeir séu með augun opin.“ Keflvíkingar erfiðir DV spáir því að FH verji titilinn og segir Heimir að markmið FH sé alltaf að vera í baráttunni um þá titla sem í boði eru. Sumarið framundan sé engin undantekning þar á. Hann segist þó búast við samkeppni frá KR, Breiðablik og Stjörnunni. „Svo eru alltaf einhver lið sem koma á óvart. Valsararnir hafa verið að spila vel þannig að það er fjöldi liða sem get­ ur blandað sér í þessa baráttu. Það er alltaf mikilvægt að byrja tímabilið vel og við gerðum það í fyrra, sem hjálp­ aði okkur. Við gerum okkur grein fyr­ ir því að fyrsti leikur á móti Keflavík verður mjög erfiður; þeir eru með mjög gott lið með marga unga og efnilega leikmenn. Eftir að hafa séð Keflavík spila þá get ég ekki ímynd­ að mér að það verði í fallbaráttu í sumar.“ n Pepsi-deildin „Glugginn lokar 1. júní þannig að við erum með augun opin. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Lykilmaður Atli Guðnason Atli var valinn besti leikmaður Ís­ landsmótsins í fyrra og varð einnig marka­ kóngur. Er algjör lykil maður í sóknarleik FH­inga og þarf að spila vel til að FH verji Íslandsmeistaratitilinn. Fylgstu með Kristjáni Gauta Emilssyni Þessi tvítugi miðju­ maður fór ungur að árum til Liver­ pool en fór heim í FH um mitt síð­ asta sumar. Kristján er leikinn með boltann og á eflaust eftir að fá tækifæri í byrj­ unarliði FH. Meistararnir klárir í slaginn n Litlar breytingar á leikmannahópi Íslandsmeistaranna n Mikilvægt að hefja mótið vel Með augun opin Heimir segist vera sáttur með leikmannahóp sinn en útilokar þó ekki að hann styrki liðið. Mynd Sigtryggur Ari 1. sæti 3.–5. maí 2013 u m s j ó n : E i n a r Þ ó r S i g u r ð s s o n / e i n a r @ d v . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.