Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 12
n Hægri stjórnarsamstarf þykir enn líklegast n Hættulegt að fara í of mörg mál Ný ríkisstjórN gæti fljótt orðið óviNsæl Þ ó ekki sé enn búið að mynda nýja ríkisstjórn er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver verði brýnustu mál hennar á næstu sex til tólf mánuðum. Mest var rætt um skuldavanda heim­ ilanna í kosningabaráttunni. Því verður að teljast nær öruggt að hvort sem ný ríkisstjórn verður leidd af Framsóknarflokknum eða Sjálfstæð­ isflokknum verður fyrst farið í að­ gerðir sem snúa að skuldavanda heimilanna. Viðræður fóru fram á milli þessara flokka í gær, annan daginn í röð. Aðrar aðgerðir á næstunni eru nýir kjarasamningar í haust. Erfitt gæti hins vegar reynst að knýja fram aukinn kaupmátt miðað við núver­ andi ástand þar sem lítil fjárfesting er í landinu. Á það benti Gylfi Arn­ björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, einnig í ræðu sinni á 1. maí við lítinn fögnuð sumra. Hávær krafa verður um einhverja þjóðarsátt sam­ fara nýjum kjarasamningum. Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn lofaði skulda­ leiðréttingu á verðtryggðum íbúða­ lánum og afnámi verðtryggingar. Skuldaleiðréttinguna vilja þeir fjármagna með allt að 300 millj­ arða króna skattlagningu á eignir kröfu hafa Kaupþings og Glitnis. Sjálfstæðis flokkurinn vill hins vegar koma til móts við íbúðaeigendur með því að taka leiðréttingu lána í gegn­ um skattkerfið. En er líklegt að þetta sé allt saman framkvæmanlegt á skömmum tíma? Viðmælandi sem DV ræddi við segir að ef Framsóknarflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn fái Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þrjá til sex mánuði til þess að koma hugmyndum Framsóknar í framkvæmd. Eftir það fari almenningur að ókyrrast um aðgerðir sem gæti skapað nýrri ríkis­ stjórn miklar óvinsældir á skömmum tíma. Sami aðili fullyrðir að samn­ ingsstaða Íslendinga gagnvart kröf­ uhöfunum sé þegar orðin mun verri en áður. „Þeir sjá núna að Íslending­ um liggur miklu meira á að fá fjár­ muni en þeim sjálfum að losa sig við eignir sínar,“ segir hann. Financial Times hafði hins vegar eftir heim­ ildarmanni sem sagður er nákominn kröfuhöfunum að erlendir kröfuhafar séu opnir fyrir því að hefja viðræður við nýja ríkisstjórn á Íslandi og búi sig undir mikið tap af kröfum sínum. „Ég spái því að vinsældir loforða­ manna muni minnka hratt en örugg­ lega. Það er vegna þess að þeir sem fá bætur munu telja að þeir hefðu átt að fá meira. Þeim sem fá engar bætur finnst að þeir hefðu líka átt að fá bætur. Enginn mun verða ánægður. Kannski er loforðamönnum sama. Þeir fengu atkvæðin sem þeir sóttust eftir,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í að­ sendri grein í Morgunblaðinu í gær. Bað hann Guð um að blessa Ísland. Þessu voru flestir sammála sem DV ræddi við. Fjöldi fólks muni stíga fram í fjölmiðlum og kvarta undan því að hafa ekki fengið sanngjarna leiðréttingu. Enn fleiri sem eru ekki með íbúðaskuldir muni líklega kvarta undan því að hafa ekki fengið neitt. Jón Þór Ólafsson, nýr þingmaður Pírata, lagði hins vegar fram þá til­ lögu í Silfri Egils síðasta sunnudag að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um það hvernig íslenska ríkið mynda veita þeim fjármunum sem fengjust frá kröfuhöfum hinna föllnu banka. Varðandi þá hugmynd sagðist Sig­ mundur Davíð almennt hlynntur beinu lýðræði en sagði Framsóknar­ flokkinn þá hafa fengið umboð frá þjóðinni með auknu fylgi sínu í nýafstöðnum kosningum. Frosti líklegur fjármálaráðherra Annar viðmælandi sem DV ræddi við segist hafa heyrt það frá framsóknar­ mönnum að hugmyndir séu uppi um að Frosti Sigurjónsson, oddviti flokks­ ins í Reykjavík norður, verði gerður að sérstökum ráðherra án ráðuneyt­ is sem fái það hlutverk að semja við kröfuhafa fyrir hönd ríkisins. Hávær orðrómur hefur hins vegar líka verið um að Frosti verði gerður að fjármála­ ráðherra ef Framsókn fer í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sumir af þeim sem DV ræddi við voru þó ekki endilega vissir um ágæti þess að láta Frosta sjá um samn­ inga fyrir hönd ríkisins við kröfu­ hafa. Tvær ástæður séu fyrir því. Ís­ lendingar hafi slæma reynslu af því að láta stjórnmál ráða því hver verði fyrir valinu. Þar megi líta til þess þegar Steingrímur J. Sigfússon fékk Svavar Gestsson til þess að semja um Ice save. Hin ástæðan sé sú að Frosti hafi enga reynslu af slíkri samn­ ingagerð, öfugt við til dæmist Lee C. Buchheit sem síðar var fenginn til samninga um Icesave. Auk þess vildi annar viðmælandi meina að Frosti væri þeirrar gerðar að hlusta lítið á gagnrýni annarra. Hann væri því ekki heppilegur fulltrúi. Afnám verðtryggingar samfara leiðréttingu lána Það sem gæti einnig reynst erfitt fyrir nýja ríkisstjórn er að fara í of margar aðgerðir tengdum efnahagsmálum og skuldavanda heimilanna sam­ tímis. Þar má nefna að ætla sér að afnema verðtryggingu á sama tíma og farið verði í allt að 300 milljarða króna skuldaleiðréttingu á íbúða­ lánum almennings. Margir hafa einmitt gagnrýnt fráfarandi ríkis­ stjórn fyrir það að hafa ætlað sér að koma of mörgum málum í gegnum þingið á einu kjörtímabili. „Skynjun þjóðarinnar á því sem hún telur að hún eigi skilið og hinnar raunverulegu stöðu er allt önnur,“ sagði einn viðmælandi. Því til stuðn­ ings séu orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í formála að ritinu Fjármálastöðugleika sem kynnt var á miðvikudaginn. Þar kom fram að sá viðskiptaafgangur sem áætlanir gera ráð fyrir á næstu árum muni ekki duga til greiðslu erlendra lána. Losun fjármagnshafta verði því erfið miðað við óbreytt gengi íslensku krónunnar þrátt fyrir að kröfuhafar veittu verulegan afslátt við uppgjör á gömlu bönkunum. Heimildarmaður DV sagði það sína skoðun að óskynsamlegt væri að fara í leiðréttingu á verðtryggðum íbúðalánum án þess að breyta lán­ unum yfir í óverðtryggð. Þetta þyrfti því helst að gera samtímis og í góðu samstarfi við Íbúðalánasjóð sem er langstærsti lánveitandi verðtryggðra íbúðalána hérlendis. Líkt og flestir þekkja á Íbúðalánasjóður í miklum rekstrarvanda. Því væri skynsamlegt að leysa einnig þann vanda samfara afnámi verðtryggingar. „Það þarf að fara í heildaraðgerð með uppstokkun á fjármögnun lánakerfisins á Íslandi. Þar þarf að ráðast á marga hluti sam­ tímis. Ef það fer úr skorðum mun það springa í andlitið á væntanlegri ríkis­ stjórn,“ sagði einn viðmælandi. Aðildarviðræður við ESB eitt stærsta málið Eitt af stórum málunum er áframhald aðildarviðræðna við Evrópusam­ bandið. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi nánast ekkert rætt um afstöðu sína til Evrópusambandsins í kosn­ ingabaráttunni þá voru margir þing­ menn ötulir við að lýsa yfir andúð sinni á ESB á kjörtímabilinu. Má þar nefna Vigdísi Hauksdóttur og Ás­ mund Einar Daðason. Í Silfri Egils síðasta sunnudag var haft eftir Sigmundi Davíð að honum þætti eðlilegt að þjóðin veitti um­ boð sitt til aðildarviðræðnanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðmæl­ andi sem DV ræddi við segir að lík­ lega þyrfti að halda slíka þjóðarat­ kvæðagreiðslu á næstu 12 mánuðum. Sigmundur Davíð virtist hins vegar ekki vilja ræða efnislega hvert Fram­ sóknarflokkurinn vildi fara varðandi Evrópumálin þegar Egill Helgason gekk á eftir honum hvað það varðar. Þess í stað fór hann að vara við því að ESB myndi beita sér í viðræðum íslenska ríkisins í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna líkt og í Ice save. Einn viðmælandi sem DV ræddi við sagði að þetta gæti einmitt orðið taktík hjá Sigmundi Davíð verði hann forsætisráðherra. Að ala á þjóð­ rembu til þess að skapa sér vinsældir í erfiðum málum. Ef erfiðlega muni til dæmis ganga í viðræðum við erlenda kröfuhafa muni hann reyna að halda því fram að þeir séu vondir erlendir hrægammar sem vilji Íslendingum ekki vel. Varðandi áframhald við­ ræðna við ESB þá er ekki víst að margir Íslendingar átti sig á þeirri stöðu sem upp gæti komið ef aðildarviðræðunum yrði slitið ein­ hliða af okkar hálfu. „Um leið og þú slítur aðildarviðræðunum þá detta framan í þig spurningar eins og það hvort Ísland ætli sér að vera innan evrópska efnahagssvæðisins með áframhaldandi fjármagnshöft. Þá fer Evrópusambandið að spyrja um svör um áætlun um hvernig eigi að afnema gjaldeyrishöftin,“ segir einn við­ mælandi DV. Þannig séu erfið verk­ efni framundan í utanríkismálum Íslands. Gæti orðið breyting á veiðigjaldi Skiptar skoðanir voru um það hjá þeim sem DV ræddi við hvort ný ríkisstjórn myndi þora að fara í lækkun á veiðigjaldi sjávarútvegs­ ins á komandi þingi. Einn viðmæl­ andi sem DV ræddi við sagði að ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn leiddu næstu ríkisstjórn væri lík­ lega skynsamlegt að geyma frekari breytingar varðandi sjávarútveginn. Mikil átök fóru fram um þann mála­ flokk á liðnu kjörtímabili. Það hafi hins vegar sýnt sig að þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki verið sáttur við kvótakerfið í þeirri mynd sem það var fyrir nokkrum árum hafi hins vegar stór hluti þjóðarinn­ ar orðið ósáttur við þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn kom í framkvæmd. Annar viðmælandi nefndi að ef breyting yrði gerð á Al­ þingi varðandi lækkun veiðigjalds­ ins með lagasetningu gæti Ólafur Ragnar Grímsson forseti vísað þeirri breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðlegðarskatturinn umdeildur Síðan er spurning hvaða aðgerðir verður farið í varðandi skattkerfið. Eitt helsta málið hjá Sjálfstæðis­ flokknum í kosningabaráttunni var lækkun skatta. Einn viðmæl­ enda DV telur líklegt að Sjálfstæðis­ flokkurinn muni byrja á því að gera breytingar á efstu þrepum á tekju­ skatti einstaklinga. Þá sé líklegt að fljótlega yrðu gerðar breytingar á auðlegðarskatti. Að minnsta kosti varðandi hækkun á lágmarkseign þeirra sem borga auðlegðarskatt. Guðlaugur Þór Þórðarson var sem dæmi duglegur að benda á ósann­ girni auðlegðarskattsins á síðasta kjörtímabili og var talað um að með tilkomu hans hefði ríkið farið í eignarnám hjá fjölda fólks. Var þar sérstaklega átt við fólk sem komið væri á eftirlaun og greiddi meira í auðlegðarskatt en sem næmi heild­ arárstekjum þeirra. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is 12 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Stembið kjör- tímabil framundan Mörg erfið og viðamikil mál bíða nýrrar ríkis- stjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.