Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 26
26 Viðtal 3.–5. maí 2013 Helgarblað borða vel áður en hann fór í vinnuna og svo sendi ég hann alltaf með nesti í vinnuna líka,“ segir hún sposk. Tíu í skólanum og núll í trúnni Hún byrjaði 18 ára í MR og þar þótti hún nokkuð einkennileg. Átján ára, gift og auk þess í sértrúarsöfnuði. „Ég er viss um að kennararnir hafi stundum haldið að ég væri að ljúga. Bekkjar félagarnir gerðu líka grín að mér og stundum var hringt í mig og gert at þegar fólk var í partíum,“ seg­ ir hún og hlær. Hún segist ekki hafa tekið þetta inn á sig. „Ætli ég hafi ekki verið aðeins of upptekin til þess að pæla í þessu.“ Eftir tvö ár í MR ákvað hún að breyta til svo hún gæti tekið mennta­ skólann á þremur árum í stað fjögurra. „Ég vildi drífa mig í há­ skólann því þarna var ég kominn í menntagír. Ég tók síðasta árið tvöfalt og þá var maðurinn minn þáverandi orðinn dálítið pirraður og spurði mig hvort ég ætlaði að fá 10 í skólanum og núll í trúnni og lífinu,“ segir hún hlæjandi og viðurkennir að henni finnist þetta afar fyndið viðhorf í dag. Hún var komin með efasemdir um trúna á þessum tíma og eftir því sem hún fræddist meira efldust efa­ semdir hennar. Hún mætti sjaldnar á samkomur og trúin var svo sannar­ lega farin að sitja á hakanum. Ýmis­ legt annað gerðist innan safnaðarins sem hún gat ekki sætt sig við og varð hún sífellt fráhverfari honum. „Mér fannst svo áhugavert það sem ég var að læra að ég vildi frekar vera heima en á samkomum. Eftir því sem ég las meira því meira breyttist heims­ myndin. Ég tileinkaði mér gagnrýna hugsun og það var bara ekkert vel séð. Ég fór að setja spurningarmerki við ýmislegt, leggja saman tvo og tvo og fá ekki alveg heila fjóra. Þá fóru að renna á mig tvær grímur og ég hélt áfram að lesa og lesa. Ég fór síðan í mannfræði í Háskólanum og það var litið hornauga að ég væri að læra um eitthvað svona í stað þess að vera að nýta tímann og ganga á milli húsa og boða trúna. Þá varð ég eins og köttur sem setur út klærnar. Ég vildi bara fá að gera það sem mig langaði og vildi vera látin í friði. Og þá byrjaði upp­ reisnin,“ segir hún. Tók trúna fram yfir hana Malín var þarna búin að ákveða að hætta í söfnuðinum og það þýddi líka endalok hjónabands hennar. „Ég sagði manninum mínum að ég gæti ekki verið lengur í þessum söfnuði og þá sagði hann: „Ef þú getur ekki verið í söfnuðinum þá getum við ekki verið í þessu hjónabandi.“ Hann sagðist ekki geta verið giftur manneskju sem væri ekki í söfnuðinum. Það myndi eyðileggja líf hans, fólk myndi ekki koma í heimsókn og svo framvegis. Svo sagði hann við mig að hann tæki trúna fram yfir mig.“ Hún segir að á sama tíma og hún hafi verið fegin að losna úr söfnuðinum þá hafi henni þótt sorglegt að horfa upp á eigin­ mann sinn. „Eftir því sem ég fjar­ lægðist söfnuðinn þá efldist hann. Mér fannst ég sjá hann sturlast. Mér fannst það rosalega dapurlegt í raun og veru. Þetta er ofstopi hjá sumum, það getur allt farið út í öfgar.“ Þegar Malín hafði ákveðið að hætta í söfnuðinum þá var hún ekki látin vera. Síminn hringdi stanslaust og æðstu menn í söfnuðinum vildu vita hvers vegna hún ætlaði að hætta. Hún svaraði ekki símanum. „Þeir héldu alltaf áfram að hringja. Ég svar­ aði ekki í símann í tvo mánuði. Eitt skiptið ákvað ég að svara og þá var það einn öldungurinn í söfnuðin­ um og hann spurði mig hvernig væri með söfnuðinn. Ég sagði honum að ég væri löngu búinn að segja mig úr honum, hefði gert það lögum sam­ kvæmt á Hagstofunni og væri núna skráð í Ásatrúarfélagið. Þá sagði hann að svona virkaði það ekki, ég yrði að segja þeim það því þau álitu lög guðs æðri lögum manna. Ég sagði hon­ um að það kæmi ekki til mála. Þá sagði hann að þeir yrðu að reka mig úr söfnuðinum en ég sagði honum að það væri ekki hægt því ég væri hætt og skellti svo á hann.“ Eiginmaðurinn heilsaði ekki Þetta var árið 2004 og Malín hitti eiginmanninn fyrrverandi síðast í jarðarför föður síns, ári síðar, en hann varð bráðkvaddur langt fyrir ald­ ur fram, aðeins 56 ára að aldri. Eðli­ lega var það henni mikið áfall. Ekki bætti úr skák að vera hunsuð í jarðar­ för föður síns af öllum vottunum sem mættu í jarðarförina. „Hann kom í jarðarför pabba en heilsaði mér ekki. Mér fannst svo skrýtið að fyrrverandi eiginmaður minn sem ég hafði skilið við rétt rúmu ári áður skyldi ekki heilsa mér. Ég stóð með mömmu og systur minni syrgjandi eftir að kistan var borin út og hann faðm­ aði mömmu og systur mína en gekk framhjá mér. Sömuleiðis allir hinir í söfnuðinum. Ég var bannfærð,“ segir hún og útskýrir að með því að skipta um skoðun og ákveða að yfirgefa söfnuðinn hafi safnaðarmeðlimir litið svo á að hún væri ekki til lengur. Þeir hafi síðan hún gekk úr söfnuðin­ um ekki heilsað henni ef þeir mæta henni úti á götu og jafnvel eru dæmi um að safnaðarmeðlimir fari í burtu af stöðum sem hún er á. Fólk sem hún hafði þekkt allt sitt líf. En það var ekki það eina. Móðir hennar var á þessum tíma enn í söfnuðinum og var fordæmd fyrir að tala við dóttur sína. „Mamma var enn í söfnuðinum og fannst mjög erfitt að mega ekki tala við mig. Hún var í siðferðis­ legri klemmu,“ segir Malín en móð­ ir hennar var beðin um að hafa ekki samband við dóttur sína. Móðir hennar var föst á milli tveggja heima og vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga. „Ég var að gera upp bíl í skúrn­ um hjá henni og ég var inni hjá henni að drekka kaffi þá kom eitthvert vottafólk í heimsókn, og hún sagði mér að drífa mig út í bílskúr og bíða þar. Mér fannst þetta svo ömurlegt. Ég var bara úti í bílskúr eins og í ein­ hverju fangelsi þar til fólkið var farið. Við töluðum um þetta eftir á og fór­ um báðar að gráta,“ segir hún. Fyrsta afmælið 23 ára Eftir að Malín gekk úr söfnuðinum þurfti hún að læra að lifa á eigin forsendum. Lífið fyrir utan söfn­ uðinn var svo miklu stærra en hún hafði ímyndað sér. Hún segist hafa verið eins og álfur út úr hól til þess að byrja með. Hafi ekki kunnað á eitt né neitt. „Ég fór í fyrsta afmælið þegar ég var 23 ára og ég var alveg eins og fífl og vissi ekkert hvernig þetta virk­ aði. Ég hafði ekki einu sinni vit á að koma með afmælisgjöf,“ segir hún skellihlæjandi. Fyrstu jólin voru líka æði sérstök. Þau upplifði hún hjá fyrrverandi tengdafjölskyldu sinni. „Ég var rosalega stressuð og fannst pínu eins og ég væri að svíkja lit. Það var möndlugrautur og ég kunni ekk­ ert á þetta og svo sagði ég: „Hvað á maður að gera ef maður fær möndl­ una?“ Allir voru alveg oooh þú átt að fela hana! Þá hafði ég gleypt hana og eyðilagði möndlugrautinn fyrir öll­ um,“ segir hún og hlær dátt að minn­ ingunni. Malín hafði á þessum tíma fengið vinnu hjá Icelandair en hún hafði alltaf haft brennandi áhuga á öllu tengdu flugi. Þar kynntist hún fjölda fólks. „Það bjargaði mér dá­ lítið. Til dæmis kynntist ég bestu vin­ konu minni þar og það var rosalega skemmtilegur tími,“ segir hún. Í flug­ inu kynntist Malín líka barnsföður sínum og þau eignuðust saman son­ inn Óðinn sem er í dag fjögurra ára. Þegar Óðinn var rétt tæplega mánað­ argamall dó móðir Malínar. Hvarf í Færeyjum Móðir hennar hafði ákveðið með stuttum fyrirvara að fara í ferðalag til Færeyja. Það kom Malín lítið á óvart enda var hún ævintýragjörn og hvat­ vís og hafði áður gert svipaða hluti. Árið á undan hafði hún til dæmis farið til Frakklands og skyndilega ákveðið að skella sér til Líbanon líka. Þegar hún kom til Færeyja sendi hún dóttur sinni sms og lét vita að hún væri lent, slökkti svo á símanum og skilaði sér ekki til baka til Íslands á til­ settum tíma. „Við vissum ekkert hvað hafði orðið um hana. Hún kom ekki með vélinni sem hún átti að koma með til baka. Þannig að ég hringdi á hótelið og bað þá vinsamlegast um að brjótast inn í herbergið hennar og þar var allt dótið hennar. Þá hafði hún ekkert verið þar í einhverja tvo daga. Þá var gerð ítarleg leit að henni, leitað á sjó, landi og úr lofti. Það var leitað í þrjá eða fjóra daga en í minningunni er þetta eins og þrír mánuðir. Óvissan er verst. Sem betur fer fannst hún.“ Malín fékk símtal frá ríkislögreglu­ stjóra þar sem henni var tilkynnt um andlát móður sinnar. Hún hafði fund­ ist í sjónum. „Jæja hún er fundin, það var bátur sem fann hana. Já, já það var bátur sem fann hana,“ segir Malín og segir símtalið hafa verið ónærgætið og óþægilegt hafi verið að heyra um andlát móður sinnar á þennan hátt. „En það gera allir mistök og líklega hafa þetta verið mistök dagsins hjá þessum starfsmanni,“ segir hún um­ burðarlynd. Gat hvorki verið í söfnuðinum né utan hans Það var mikið áfall fyrir Malín að missa móður sína. Malín segist þó skilja af hverju móðir hennar valdi þessa leið og þó að hún sé ekki sam­ mála ákvörðun hennar þá virðir hún hana. „Við áttum gott spjall á afmælis­ deginum hennar, 18. júní, sama ár. Hún hélt ekki upp á daginn en ég man dagsetninguna út af afmælisdegin­ um. Þarna sagði hún mér frá því að hún hefði ekki mætt á samkomur í 4–5 mánuði. Ég hafði ekki hugmynd um það og fannst það ótrúlegt. Hún sagði mér þá að hún vildi fara úr söfn­ uðinum en treysti sér ekki til þess, hún var orðin sextug og vissi ekki hvern­ ig hún átti að fara að þessu. Ég sagði: „Láttu ekki svona, þetta er ekkert mál, ég skal sýna þér hvernig þetta er,“ því ég var á nákvæmlega sama stað sjálf fjórum árum áður. En hún sagðist bara ekki geta þetta. Hún gæti hvorki verið í söfnuðinum né farið úr honum.“ Malín segir kannski erfitt fyrir fólk sem ekki hafi verið inni í þessum heimi að skilja hvernig það er að vera hluti af slíku samfélagi. Þetta sé visst trúarofbeldi eins og hún kallar það, mikil einangr­ un og heimurinn fyrir utan getur virk­ að ógnvekjandi, til að byrja með. Malín veit til þess að eftir að mamma hennar hætti að mæta á samkomur hafi verið mikið hringt í hana til þess að fá hana aftur í söfnuðinn, líkt og gert var við Malín þegar hún hætti. Þegar móðir hennar dó var Malín með nýfætt barn. Hún viðurkennir að þetta hafi verið mjög erfiður tími. „Þetta var ægilega erfitt. Ég las eftir á um eitthvert hrun sem átti sér stað en varð ekki vör við það á þessum tíma, með lítið barn og mamma nýbúin að fyrirfara sér. Ég man rosalega lítið eft­ ir þessu hruni þó ég vinni sem frétta­ maður í dag,“ segir hún. Kveið því að þurfa að svara Malín segir það sem hún hafi upp­ lifað hafa gert hana sterkari. Hún lifir fyrir son sinn og stoltið leynir sér ekki þegar hún talar um hann. „Hann er frábært barn.“ Í dag starfar hún eins og áður sagði sem fréttakona á RÚV og segist þar geta nýtt sér reynslu sína, vonandi öðrum til góðs. Líklega hafði litla feimna stúlkan ekki get­ að ímyndað sér að hún myndi þora að standa fyrir framan alþjóð þegar hún yrði stærri og segja fréttir. „Nei, þetta er barnið sem kveið því mest á hverjum degi að þurfa að segja já þegar kennarinn las upp nafn þess. Á tímabili varð ég eldrauð í framan bara við að þurfa segja já,“ segir Malín hlæjandi. Malín vann sig upp úr sorginni með hjálp góðra vina og sonar síns. Hún lifir fyrir daginn í dag og trúir því að allt gerist af ástæðu. Hún er hamingjusöm í dag, á sér fjölmörg áhugamál eins og að safna bílum og taka ljósmyndir. Nýjasti bíllinn er Land Rover 1962 árgerð sem var kærkomin viðbót í bílaflota hennar. Börn verða að fá að velja Aðspurð hvort hún sé einhvern tím­ ann reið móður sinni fyrir að hafa alið hana upp í söfnuði votta Jehóva seg­ ist hún stundum vera reið yfir því að hafa þurft að þola svona trúarofbeldi. „Og það eru enn börn sem búa við þetta. Hvert er hlutverk samfélagsins í þessu? Kennara og fleiri?“spyr hún. „Ég er þakklát fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast, þó svo að á köflum hafi verið erfitt að öðlast þessa reynslu. Ég myndi ekki vilja breyta neinu úr for­ tíðinni – enda er það fortíðin sem ger­ ir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Börn hafa sjaldnast val um það hvernig þau alast upp en ég mun hafa það að leiðarljósi við uppeldi barna minna að troða engum kennisetn­ ingum í þau. Þau verða að fá að velja þegar þau eru tilbúin. Þangað til lít ég á það sem mitt hlutverk að uppfræða þau en ekki að mata þau.“ n „Enn þann dag í dag eru jól og páskar tími sem ég verð pínu skrýtin á, það rifjast upp leiðinlegur tími. „Hún sagði við mig að henni fyndist óþolandi að hafa alltaf fatlað barn í eftirdragi. Milli tveggja heima Móðir Malínar treysti henni fyrir því nokkrum mánuðum áður en hún dó að hana langaði til þess að hætta í söfnuðinum en hún treysti sér ekki til þess. Hún gat hvorki verið innan safnað- arins eða utan hans. Móðir hennar dó árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.