Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 31
Pepsi-deildin 2013 5Helgarblað 3.–5. maí 2013 1 Með hvaða liði spilar Alfreð Finnbogason? 2 Hvaða lið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í karlaflokki? 3 Efnilegustu leikmenn Ís-landsmótsins tímabilin 2008, 2009 og 2010 komu allir úr röðum Breiðabliks. Hvað heita þeir? (eitt stig fyrir hvern) 4 Fjögur félög hafa orðið Ís-landsmeistari oftar en 10 sinnum. Hvaða félög eru það? (eitt stig fyrir hvert félag) 5 Hver varð markakóngur Ís-landsmótsins í fyrra? 6 Hvaða tvö lið féllu úr efstu deild í fyrra og hvaða tvö lið komust upp í efstu deild? (hvert lið gefur eitt stig) 7 Markahæstu leikmenn Ís-landsmótsins tímabilin 1992, 1993, 1994 og 1995 komu allir úr röðum ÍA. Um er að ræða þrjá leikmenn þar sem einn varð markakóngur tvisvar. Hvað heita þessir þrír leikmenn? (hver leik- maður gefur eitt stig) 8 Spurt er um leikmann. Fyrsta vísbending gefur þrjú stig, önnur tvö stig en þriðja eitt stig. A Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1992 en um var að ræða leik með U17 ára landsliði Íslands. Hann þótti býsna efnilegur enda var hann töluvert frá 17 ára aldrin- um þegar kallið kom. B Hann lék sinn fyrsta leik í úr-valsdeild sumarið 1994 og var valinn efnilegasti leikmaður Ís- landsmótsins það sumar. Í kjölfar- ið hélt hann út í atvinnumennsku þar sem belgíski markahrókurinn Luc Nilis var samherji hans. Annar ungur leikmaður í liðinu átti eftir að setja svip sinn á knattspyrnu- heiminn svo um munar. C Hann er markahæsti leik-maður íslenska landsliðsins frá upphafi og eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu með félagsliði sínu. Hver er leikmaðurinn? 9 Spurt er um leikmann. Fyrsta vísbending gefur þrjú stig, önnur tvö stig en þriðja eitt stig. A Hann er fæddur á því herr-ans ári 1974 og þótti strax ljóst að þar færi býsna efnilegur leikmaður. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Víkingi Reykjavík árið 1990 en flest mörk- in skoraði hann þó fyrir annað Reykjavíkurfélag. Hver er maður- inn? B Hann hélt út í atvinnu-mennsku árið 1994 og samdi við þýska stórliðið Stutt- gart. Hann kom þó aftur heim og lék nokkra leiki á Íslandi sumar- ið 1997. Norska liðið Stabæk fal- aðist eftir starfskröftum hans og kom hápunkturinn á ferli leik- mannsins í Noregi þegar hann skoraði tvö mörk í bikarúrslitaleik með liði sínu árið 1998. Skömmu síðar bankaði sannkallað stórlið upp á og kom með tilboð sem var ómögulegt fyrir hann að hafna. C Liðið sem um ræðir er gríska stórliðið Panathinaikos en þar gekk Íslendingurinn undir nafninu Hákarlinn. Hann lék í Grikklandi til ársins 2001 og spilaði í Noregi og Danmörku áður en hann kom til Íslands árið 2006 og gekk í rað- ir Fram. Sumarið 2007 fór hann til Vals og var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins það sumar. Þessi kröftugi framherji lék 63 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 10 mörk. Hver er maðurinn? 10 Spurt er um leikmann. Fyrsta vísbending gefur þrjú stig, önnur tvö stig en þriðja eitt stig. A Hann er fæddur árið 1977 og spilaði alltaf upp fyrir sig í yngri flokkunum. Það er kannski ekki furða enda er hann fæddur í fámennu þorpi úti á landi þar sem góðir knattspyrnumenn voru ekki beinlínis á hverju strái. Hann átti eftir að ná býsna langt en smjör- þefinn af atvinnumennsku fékk hann þegar hann spilaði í stutta stund með Torquay árið 1999 þar sem hann skoraði í sínum fyrsta leik. B Þrátt fyrir þessa góðu byrjun varð hann aldrei þekktur markaskorari enda hafði hann öðrum skyldum að gegna. Hann skoraði þó reglulega fyrir fé- lagslið sín en tókst aldrei að koma knettinum í netið í 30 landsleikjum sem hann spilaði fyrir Ísland. Hann lék með sex fé- lagsliðum á ferli sínum á Englandi og með þremur þeirra lék hann undir stjórn Steve Coppell. C Hann sagði eitt sinn að Didi-er Drogba væri erfiðasti leik- maður sem hann hefði mætt á ferli sínum. Hann spilaði tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Rea- ding þar sem hann var fastamað- ur. Hann kom heim úr atvinnu- mennsku á síðasta ári og lagði skóna á hilluna. Hver er maðurinn? Veistu svarið? Nú við upphaf Íslandsmótsins er ekki úr vegi að kanna þekkingu lesenda á íslenska boltanum. Allar spurningarnar koma íslensk- um fótbolta við þó sumar kanni þekkingu á íslenskum atvinnumönnum á erlendri grundu. Mest er hægt að fá 26 stig í prófinu. 1. Hereenveen 2. KR (25 sinnum) 3. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kristinn Steindórsson. 4. KR, Fram, Valur og ÍA 5. Atli Guðnason með 12 mörk. 6. Grindavík og Selfoss féllu en Þór og Víkingur Ólafsvík komust upp. 7. Arnar Gunnlaugsson (1992), Þórður Guðjónsson (1993), Mihajilo Bibercic (1994) og Arnar Gunnlaugs- son (1995). 8. Eiður Smári Guðjohnsen 9. Helgi Sigurðsson 10. Ívar Ingimarsson Svör:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.