Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 61
lenskra sveitarfélaga í átta ár. Sveit- arstjórnarmálefni eru mér því hugleikin og það á án efa eftir að endurspeglast í störfum mínum á þinginu,“ segir hún. Safnstjóri og kaupmaður Sigrúnu eru hugleikin fyrirtækin tvö sem hún hefur rekið. Það fyrra var verslunin Rangá lítil hverfis- búð í Skipasundinu. Rangá er elsta starfandi „búðin á horninu“ í Reykjavík. Hún hefur verið rekin á sömu kennitölunni og átt sama símanúmerið frá upphafi. „Það eina sem hefur breyst er að tölu- stöfunum í númerinu hefur fjölgað í takt við breytingar á símnúmera- kerfinu. Við vorum tvær fjölskyld- ur sem keyptum búðina 1971, á 40 ára afmæli hennar. Þá hafði Rangá verið í eigu sömu fjölskyldunn- ar frá upphafi. Ég átti hlut í henni í næstum fjörutíu ár en seldi með- eigendum minn hlut í búðinni fyrir sex árum.“ Þrátt fyrir að Sigrún hafi selt hlut sinn í búðinni segist hún enn koma reglulega við í Rangá og kaupa inn til heimilisins. Eftir að Sigrún út- skrifaðist sem þjóðfræðingur frá Háskóla Íslands setti hún á lagg- irnar, í samvinnu við hagsmuna- aðila, Sjóminjasafn Reykjavíkur og því stýrði hún í nokkur ár sem hún minnist með hlýju. „Það var ótrú- lega skemmtilegt að koma safninu á laggirnar. Nám mitt í háskólanum var sniðið að þessu starfi og gerði mig hæfa til að takast á við það. Í safnastarfinu má segja að geir- ar á borð við menningu, sjávarút- veg og ferðaþjónustu renni saman í eina heild og það gerði starfið svo áhugavert.“ Bókaskrifin bíða Sigrún hefur um hríð haft áhuga á að skrifa bækur. Hún tók nám- skeið í endurmenntun í skapandi skrifum hjá Önnu Heiðu Páls- dóttur rithöfundi og fannst það einstaklega skemmtilegt. „Ég ætl- aði að hægja aðeins á og setjast niður og skrifa tvær bækur og var byrjuð að viða að mér efni. Önnur bókin átti að vera um Rannveigu Þorsteinsdóttur sem vann þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja- vík 1949. Mikil kjarnakona. Hin átti að vera um doktor Hallgrím Schev- ing. Ég skrifaði grein um Hallgrím sem birtist í Andvara í desember og stóð fyrir ráðstefnu um Rann- veigu í lok febrúar. Svo ég hef að- eins getað haldið nöfnum og sögu þessa fólks á lofti. Kannski skrifa ég sögur þeirra þegar ég hætti á þingi. Annars er þingmennskan ólíkt líflegra starf en að sitja einn og skrifa.“ Stílistinn Páll Eins og áður sagði er Sigrún gift Páli Péturssyni, fyrrverandi þingmanni og ráðherra Framsóknarflokksins. Þau hjón deila því sameiginlegum áhuga á pólitík enda verið póli- tískir samherjar áratugum saman en það er fleira sem sameinar þau hjón. Sigrún hefur í mörg ár vak- ið athygli fyrir glæsilegan klæða- burð og hún er fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að fatavali. Það kemur hins vegar mörgum á óvart að hennar helsti stílisti er eiginmaðurinn Páll. „Páll kemur með mér þegar ég þarf að kaupa mér föt. Við förum oftast í sömu búðirnar og þar byrja afgreiðslu- konurnar á því að sýna Páli kjólana og spyrja hann hvort hann haldi að þeir passi á mig. Svo máta ég. Páll hefur ótrúlega næmt auga fyr- ir klæðaburði kvenna. Það er ekki nóg með það, hann getur gripið i saumavélina ef einhverju þarf að breyta og er liðtækur með nálina ef þarf að laga falda eða stytta kjóla, pils eða buxur. Mér finnst gam- an að þessu og ég get ekki séð að maður þurfi að hætta að vera vel til fara þó maður eldist,“ segir Sigrún kankvís. n Fólk 49Helgarblað 3.–5. maí 2013 n Sigrún stefndi á varaþingmennsku en endaði á þingi n Páll velur fötin á hana n Hefur ótrúlega næmt auga fyrir klæðaburði kvenna Eiginmaðurinn Er stílistinn Samrýnd hjón Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pétursson eru samrýmd hjón. Páll velur fötin á Sigrúnu og er liðtækur við sauma. Hann er jafnvígur á að sauma í höndunum og á vél. „Dagur þrjú í ræktinni! Ekki veitir mér af því að verða sterk svo að ég geti lamið frá mér á næstunni! Þetta er svo mikill ólgusjór sem ég kem mér í. Grín!“ segir athafnakonan Jón- ína Benediktsdóttir á Facebook- síðu sinni. Líkt og DV sagði frá í síðustu viku er Gunnar Þorsteins- son, eiginmaður Jónínu, talinn ætla að reyna ná völd- um innan Krossins á ný og því má draga þá ályktun af orðum Jónínu að þau hjónin séu til- búin í átök. n Enn bætist í hóp barna fréttamanna á Stöð 2 en Séð og heyrt greinir frá því að Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona sé barnshafandi og eigi von á sér í september. Þetta verður annað barn Lillýjar Valgerðar og Vil- hjálms Vilhjálmssonar en fyrir eiga þau Steinar Örn sem er þriggja ára. Þannig bætist Lillý Valgerður í hóp þeirra fréttamanna Stöðvar 2 sem hafa eignast börn undanfarið en þar á meðal eru þau Andri Ólafs- son, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir. Það er því mikið barnalán hjá frétta- mönnunum í Skaftahlíðinni. n Þarf að geta lamið frá sér Fréttakonan Bætir í barnahóp frétta- manna Stöðvar 2. n Á von á sér í haust Lillý Valgerður ófrísk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.