Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 19
Erlent 19Helgarblað 3.–5. maí 2013 n Serbía og Kosovo semja frið eftir mikil illindi n Mun greiða götu Serbíu inn í ESB Fjendur semja Frið Í árhundruð hafa Serbar og Kosovo- Albanir verið fjendur. En nú er nóg komið og búið að handsala frið á milli þessara fornu óvina. Með samningnum er stigið mikilvægt skref í átt til þess að Serbía viðurkenni sjálfstæði Kosovo, sem lýst var yfir árið 2008 og Ísland hefur viðurkennt. Þing Serbíu samþykkti samningagerðina með yfirgnæfandi meirihluta. Flókin púðurtunna Eins og allt í „púðurtunnunni á Balkanskaga“ eins og svæðið við gömlu Júgóslavíu er gjarnan kallað, er mál þetta flókið og á sér mörg hund- ruð ára sögu. En í grundvallaratriðum hefur það verið þannig að Serbar hafa löngum litið niður á íbúa Kosovo, sem að langstærstum hluta eru Kosovo-Al- banar. En til að flækja málið, þá líka lít- ill minnihluti Serba, sem býr í Kosovo og hluti friðarsáttmálans milli deilu- aðila er að virða eigi réttindi þeirra. Flestir Serbar búa í borginni Mitrovica og þar búa líka Albanir, í albanska hluta borgarinnar. Hún hefur oftar en ekki logað í illdeildum og alþjóðasam- félagið hefur þurft að passa upp á að þar syði ekki allt upp úr. Serbar eru að- eins átta prósent af íbúum Kosovo. Hjartað á Svartþrastarvöllum Rétt eins og við Íslendingar teljum hjarta okkar lands vera á Þingvöllum, þá álíta Serbar hjarta Serbíu vera á Svartþrastarvöllum (Kosovo Polje) í Kosovo. Þar fór fram mikill bardagi á milli kristinna Serba og Ottómana (Tyrkja, múslima) árið 1389. Leið- togi Serbanna, Lazar, hlaut þar píslar- vættisdauða. Ottómanar náðu völdum og héldu þeim á svæðinu þar til veldi þeirra hrundi árið 1923 og Tyrkland nútímans tók við undir stjórn Kemals Ataturk. Viðvarandi spenna og stríð Undir Júgóslavíu Jóseps Tító, hins fræga skæruliðaforingja og kommún- ista, var staða Kosovo aldrei fullkom- lega til jafns við hin lýðveldi landsins (t.d. Slóveníu og Króatíu) og olli þetta mikilli spennu meðal Kosovo-Albana og Serba, sem tilheyrðu stærsta lýð- veldinu og voru „herraþjóðin“ innan þessa sambandslýðveldis. Júgóslavía leið undir lok eftir skelfilegt borgara- stríð á árunum 1991–1995, sem var daglega í blóðugum fréttatímum fjöl- miðla. Eftir það jukust enn frekar kröfur Kosovo-Albana um sjálfstæði. Slobod- an Milosevic (leiðtogi Serba og helsti ábyrgðarmaður borgarastríðsins) lét her sinn og öryggislögreglu stunda þjóðernishreinsanir í Kosovo á árun- um 1996–1998 og frá 1998–1999 var þar fullt stríð milli Serba og Frelsis- hers Kosovo (Kosovo Liberation Army, KLA), sem einnig framdi grimmdar- verk. Þessu lauk með inngripi NATO og sprengjuherferðar bandalagsins gegn Serbíu. Meðal annars voru gerð- ar loftárásir á höfuðborgina, Belgrad. Pútín ósáttur Eftir lok Kosovo-stríðsins var svæðinu stjórnað af Sameinuðu þjóðunum, en í kjölfar kosninga 2007 komst fyrr- verandi leiðtogi KLA, Hasim Thaci til valda. Serbar tóku ekki þátt í kosn- ingunum í mótmælaskyni. Ári síðar lýsti Kosovo yfir sjálfstæði og nú hafa um 100 ríki viðurkennt það. Rússar mótmæltu kröftuglega, enda banda- menn Serba frá alda öðli og trú- bræður innan rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Vladímir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað sjálfstæði Kosovo „skelfi- legt fordæmi.“ Fjöður í hatt ESB Samningurinn sem forsætisráðherrar Kosovo og Serbíu samþykktu þann 19. apríl síðastliðinn er talinn vera diplómatískur sigur fyrir Catherine Ashton, sem er yfir utanríkisþjónustu ESB og hafði milligöngu í málinu. Samningurinn ýtir líka úr vegi mikilli hindrun á aðildarviðræðum Serbíu við ESB. Eins og kunnugt er hefur Króatía lokið við aðildarsamning að ESB og verður 28. aðildarríki sam- bandsins. Kosovo stefnir einnig á aðild, en er ekki komið með stöðu „kandídatslands“ og ekki er komin dagsetning á hvenær Kosovo getur hafið aðildarviðræður við ESB. Það eru því kannski ákveðnar líkur á að Serbía og Kosovo verði 29. og 30. aðildarríki ESB. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar Leiðin greið? Engu líkara er en að Hasim Thaci, leiðtogi Kosovo, sé að vísa veginn, eftir sögulega friðar­ samninga milli Serbíu og Kosovo. Ivica Dacic, forsætisráðherra t.v., Catherine Ashton, yfirmaður utanríkis mála ESB, og Alexander Vershbow, frá NATO, voru viðstödd undirritun þessa mikil­ væga samkomulags. D anskur sjónvarpsþáttur hefur verið gagnrýndur harðlega en í honum afklæða konur sig á meðan tveir karlar ræða sín á milli kosti og galla vaxtarlags þeirra. Konurnar ganga inn á sjónvarps- settið í baðslopp og standa fyrir fram- an karlana tvo sem sitja í sófa á móti þeim. Konurnar fara síðan úr baðsloppn- um á meðan stjórnandi þáttarins, Thomas Blachman, sem einnig kom með hugmyndina að þættinum, met- ur vaxtarlag kvennanna ásamt öðrum. Þátturinn þykir niðurlægjandi fyrir konur og gagnrýnendur gefa ekki mikið fyrir þær skýringar að markmið- ið sé að eyða staðalímyndum. Danska ríkissjónvarpið ætlar ekki að taka þátt- inn af dagskrá. „Við erum með þátt sem sýnir hvað körlum finnst og kven- mannslíkama. Hvað er rangt við það?“ spyr Sofia Fromberg dagskrárstjóri en þátturinn er sýndur á DR2. n Konur metnar n Umdeilt sjónvarpsefni DR2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.