Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 18
18 Erlent 3.–5. maí 2013 Helgarblað Fréttaljósmyndarar Reuters eru á fleygiferð allan sólarhringinn og festa á filmu það helsta sem gerist á byggðu bóli. Á meðfylgjandi myndum má sjá þverskurð af því sem gerðist í vikunni sem senn er á enda.  Nýtt andlit Carmen Blandin Tar- leton gekkst undir andlitságræðslu á Brig- ham and Women‘s-sjúkrahúsinu í Boston í febrúar. Afrakstur aðgerðarinnar var sýndur á blaðamannafundi á miðvikudag. Tarleton varð fyrir fólskulegri árás eiginmanns síns árið 2007 og fékk hún meðal annars yfir sig sýru sem afmyndaði andlit hennar. Vinstra megin á myndinni má sjá Marindu Righter smella kossi á kinn Tarleton. Righer er dóttir Cheryl Denelli-Righter sem lést fyrr á árinu en andlit hennar var notað til að endur- byggja andlit Tarleton.  Harmleikur Aðstandendur komu saman á fimmtudag við rústir átta hæða byggingar sem hrundi til grunna í bænum Savar í Bangladess í síðustu viku. Yfir 400 manns létust og er fjölmargra enn saknað. Bæjarstjóra Savar var vikið úr embætti á mánudag meðan á rannsókn málsins stendur. Í húsinu var meðal annars að finna fataverksmiðju og verslanamiðstöð en flestir þeirra sem létust voru við vinnu þegar það hrundi.  Mótmælt á baráttudegi Fjöldi fólks þusti út á götur Santiago, höfuðborgar Chile, þann 1. maí. 1. maí er baráttudagur verkalýðs og launafólks um allan heim og létu íbúar Chile ekki sitt eftir liggja á miðvikudag. Sumir þóttu þó ganga of langt í baráttu sinni eins og þessi unga kona sem var tekin höndum af lögreglumönnum. Rúmlega hundruð manns voru handtekin af lögreglu og slösuðust fjölmargir, þar á meðal átta lögregluþjónar.  Halló, Bjössi Þessi ísbjörn hefur vakið mikla lukku í heimskautadýragarðinum í borginni Wuhan í Kína. Þar eru til sýnis dýr af öllum stærðum og gerðum þó, eins og nafnið gefur til kynna, séu þar að mestu skepnur sem eiga heimkynni á heimskautasvæðunum. Hér sést ung stúlka snerta glerið á búri sem skilur björninn og áhorfendur að.  Einn kaldan, takk Það er ekki bara á Íslandi sem sumarið lætur bíða eftir sér. Í bænum Golden í Colorado í Bandaríkjunum snjóaði hressilega á dögunum eftir ágætis veðurblíðu seinni hluta aprílmánaðar. Á þessari útikrá í bænum verður ölið varla teygað meðan snjór og kuldi ræður ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.